Færsluflokkur: Bloggar
15.11.2006 | 00:01
Gleraugnaglámar















Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2006 | 17:44
Ég á frí jeij
Já ég á sko frí í dag svei mér þá enginn skóli og engin vinna
, ég man bara ekki hvenær ég átti frí heilan sunnudag síðast, en ég hef sko notið þess, svaf alveg til kl. 10:30 í morgun
en það hefur nú ekki gerst heldur í langan tíma að ég hafi sofið svona lengi frameftir en síðan fór ég í messu með Tinnu kl. 11 en hún er nú alveg að vera búin að ná sér í þessa 10 stimpla sem hún þarf að hafa, vantar bara einn en en hann þarf hún að hafa á aðventunni.
Nú síðan eftir messu skutlaði ég skottunum mínum í sund í sundhöll Reykjavíkur og reyndar var Davíð frændi þeirra með þeim en hann var víst í bænum þessa helgina
, fór svo og sótti mömmu og við skruppum í Kringluna, skröltum þar um í góða stund, skruppum á kaffihús og skoðuðum í búðir,
en fór síðan og sótti krakkana aftur enda kominn tími á Davíð þar sem hann var víst að fara norður aftur, skutlaði svo mömmu heim og fór í búð og síðan út á Geirsnes með Lappa minn og svo heim. Núna er ég búin að sitja við tölvuna dágóða stund og gera Exel verkefni B fyrir UTN tímann og reyndar búin að senda það til kennarans
, svo að því verkefni er lokið allt svo Exelverkefni A sendi ég í síðustu viku og núna er B-verkefnið líka búið. Nú svo á ég von á Önnu Lísu minni í mat og ætlum við að hafa pítu sem er bara fínt, en núna er ég að hugsa um að setjast niður og sauma út
, þetta hefur skotgengið hjá mér að sauma út, er búin alveg með neðri myndina og er byrjuð á efri partinum svo að það fer að koma að því að sauma þetta saman og kannski næ ég að klára þetta fyrir jól he he.
Gott í bili bæbæ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2006 | 23:17
Tónleikar og fleira
















Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2006 | 16:03
Voða dugleg
Jæja þá er nú mánudagurinn runninn upp og enn ein vikan hafin, ég fór vitanlega í skólann í morgun og var fyrsti tíminn hjúkrun verkleg og í dag vorum við að kanna lífsmörk hvor annarrar og uppistaðan var sú að ég er dauð a.m.k. fannst enginn blóðþrýstingur hjá mér he he. Við áttum sem sagt að mæla öndun, púls og blóðþrýstingin og að mæla hann er nú bara erfiðari en maður heldur, það heyrist svo afskaplega dauft hljóð nema hvað að við unnum saman tvær og tvær og sú sem var með mér byrjaði að leika sjúkling, nú ég mælti öndun og púls loksins þegar ég fann hann en það var nú ekki auðvelt en svo þurfti ég 3-4 tilraunir áður en mér tókst að mæla blóðþrýsting því við vorum með þessa gömlu handpumpu mæla og hlustunarpípur he he bara alvöru græjur. Nú svo var ég sjúklingurinn og sama sagan endurtók sig, hún mældi öndun hjá mér og púls og gekk henni svona þokkalega að finna púlsinn en svo vandaðist málið, hún heyrði aldrei neitt í hlustunarpípunni þannig að ég er bara ekki lifandi eða þannig, en málið er það að æðarnar liggja svo afskaplega djúpt hjá mér svo það er frekar erfitt að mæla blóðþrýstinginn. Nú þegar heim var komið skrapp ég aðeins í Smáralindina og keypti mér blek í prentarann og síðan heim aftur og er búin að sitja við saumavélina síðan við að falda og stytta gardínur, sem sagt búin að vera alveg ógeðslega dugleg, faldaði kappana sem eyga að fara í stofuna og stytti þær gardínur sem eru fyrir langa gluggann og einnig stytti ég gardínurnar inni hjá Tinnu en þær eru líka fyrir langna gluggu, faldaði storísinn svo að ég gat sett stöng inn í hann og nú er kominn storís fyrir langa gluggann hjá Tinnu þannig að nú er henni óhætt að draga frá glugganum. Svo er ég að fara á verklegt líkamsbeitingarnámskeið kl. 18 niðri á gamla Borgó það verður ábyggilega eitthvað fróðlegt. Gott í bili bæbæ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2006 | 18:50
Helgarlok
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2006 | 08:27
Jæja









Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2006 | 00:29
Það er nú það
Jæja þá er ég orðin árinu eldri en ég var í gær (fyrradag) eða þannig, reyndar er afmælisdagurinn minn liðin þegar ég sest loksins niður við tölvuna en ég var vitanlega að vinna eins og venjulega á mánudögum, annars gerðist svo sem ekkert merkilegt í dag nema hvað ég fór í próf í UTN, það var próf í PowerPoint hlutanum og gekk mér bara nokkuð vel held ég
, eini gallinn við þetta að þegar ég byrja þá flýgur tíminn svo hratt að ég var eiginlega að renna út á tíma, en þetta hafðist allt saman, smá byrjunarörðugleikar en svo kom þetta allt saman og mér tókst að skila á réttum tíma
. Nú svo fór ég með brauðtertuna í vinnuna sem ég hafði skreitt í gærkveldi og smakkaðist hún bara alveg ljómandi vel heyrðist mér á öllum sem fengu sér af henni, meira segja var hún það vel útilátin að næturvaktin fékk líka
, ég mætti reyndar frekar snemma í vinnuna í dag svo að morgunvaktin fengi nú aðeins að smakka hana líka og voru þær mjög ánægðar með það. Nú vaktin var bara fín, róleg og góð eins og flesta daga. Já svo er hún Anna Lísa mín komin austur í Hveragerði og verður þar í viku en þetta er seinni innlögnin á NFLÍ og það verður gaman að fylgjast með henni hvernig gengur þessa vikuna, ég vona bara svo innilega að allt gangi vel hjá henni, hún var og er orðin svo dugleg að taka sig á og ég og fleiri vorum farin að taka eftir því hvað hún er farin að renna svo að nú vona ég bara að hún taki á honum stóra sínum og nái af sér a.m.k. 2-3 kg.
eða það má a.m.k. vona það. Sendi henni hér með baráttukveðjur og stattu þig svo stelpa eða þannig. Jæja best að hætta þessu bulli og koma sér í háttinn, held að það sé komið eitthvað svefnrugl í mig. Læt gott heita í bili bæb.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2006 | 21:27
Góður dagur
Já dagurinn í dag var bara virkilega góður en ég var að halda upp á 45 ára afmælið mitt, reyndar verð ég ekki 45 fyrr en á morgun en það er bara allt í fína, ég var með kaffisamsæti fyrir fjölskylduna og mína nánustu vini og komu flest allir sem ég hafði nefnt þetta við eða allt svo pabbi og mamma, Heiða systir og hennar fjölskylda, Steinar bróðir og frú og þeirra dóttir, nú svo kom Hildur vinkona og hennar sonur og unnusti Ragnheiður vinkona og hennar unnusti og sonur hennar, svo kom vitanlega Svava vinkona og dætur hennar tvær og svo vitanlega Anna Lísa, Fjóla, Tinna og Kiddi voru öll þarna líka þannig að þetta var bara virkilega skemmtilegur dagur, ég fékk vitanlega margt skemmtilegt m.a. nóvemberkaktus frá bróður mínum en hann þrjóskast enn við að gefa mér lifandi blóm vitandi að mér er ekkert að ganga að halda þeim lifandi en kannski tekst það núna þetta er jú kaktus og þeir eiga víst að lifa af eyðimerkustorma he he, nú svo fékk ég voðalega flottann spegil frá syni mínum, og tvær styttur í jólasveinasafnið mitt en það var Skyrgámur frá Svövu og Grýlu frá Raghneiði og co., nú svo fékk ég gardínur í stofuna frá foreldrum mínum, body lotion og body spray frá systur minni og co og fl. Nú ég var vitanlega búin að baka heilmikið og eitthvað er nú eftir að gúmmelaðinu en það er allt í lagi, það klárast örugglega á næstu dögum, nú svo bjó ég til brauðtertu til að fara með í vinnuna annað kvöld, vona bara að hún smakkist vel og verði etin upp til agna. Nú annars er bara allt gott að frétta héðan, var reyndar á aukavakt sl. nótt, Anna mín var eitthvað slöpp og hafði víst hringt sig inn veika svo ég tók vaktina sem var bara fínt var með Brynhildi á vakt og hún er alltaf hress og gott að vinna með henni, reyndar var nóttin róleg svo maður gat aðeins unnið í heimanáminu og saumað eitthvað út. En svo er ég að byrja á minni vaktaviku á morgun þannig að nú vinn ég næstu 8 daga í streit en það er allt í lagi. Jæja læt gott heita bæbæ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2006 | 15:40
Snjór og rigning
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2006 | 23:53
Kattholt
Ja það er lítið að frétta frá því síðast nema hvað ég skrapp í Kattholt í dag þar sem við mæðgur erum að spá í að fá okkur aðra kisu, nema hvað að ég hafði það á tilfinningunni á meðan á heimsókninni í Kattholti stóð að forstöðumanneskjan sem rekur staðinn vildi helst ekkert láta okkur fá kisu, fyrir það fyrsta þá var hún ekkert að sinna okkur þegar við komum á staðinn, sat bara og talaði í símann og síðan var hún eitthvað að skoða pappíra og fleira nú að lokum spurði hún okkur hvort að við værum komin til að skoða kisur og við játtum því, þá rétti hún mér blað sem var formlega skýrsla varðandi ættleiðingu kisu úr Kattholti og var þetta skýrsla upp á 3 síður sem ég þurfti að fylla út og þvílíkt magn af spurningum sem þurfti að svar, jæja allt í lagi með það, nú svo spyr hún hvort að ég sé að leita að einhvejru sérstöku og ég segi að ég vilji helst unga læðu ca. 2 - 3 mán., þá segir hún að hún sé bara með eina gráa og hvíta sem sé 3 mán., og hún skuli sýna mér hana, ég spyr þá hvort að hún hafi ekki fleiri og var hún afskaplega treg til að sýna okkur hvað hún var með, en að lokum hleypir hún okkur inn í herbergi sem var fullt af kisum, bæði í búrum og svo var varla þverfótandi fyrir þeim um allt gólf, allt í lagi með það nema hvað hún vill helst ekki að við séum neitt að skoða þær að ráði, bendir okkur á þessa litlu gráu og hvítu og segir að hún sé það eina sem hún hafi núna, hinar tvær sem voru í sama búri sé búið að gefa, við spurjum hvort við megum aðeins halda á henni og leyfir hún það þó frekar treglega og eiginlega tók hana af okkur strax aftur, segir svo að ef við séum að spá í hana þá getum við ekki fengið hana fyrr en á morgun því að hún þurfi að láta dýralækni líta á hana því að ein af kisunum í búrinu hafi eitthvað verið að hnerra og til öryggis þurfi sennilega að bólusetja hana. Við ákváðum ekkert þarna en báðum samt um að láta taka hana frá til morguns og ég verði þá komin um 2 leytið ef af verður. Er heim var komið vorum við eiginlega búnar að ákveða að taka hana ekki, mér fannst hún virka eldri heldur en konan sagði og bara viðmótið þarna var eitthvað svo leiðinlegt að mínu mati. Svo fréttum við reyndar af því að mamma Grímu væri kettlingafull og færi að gjóta svo ég ætla að tala við eiganda hennar í vikunni eða á mánudaginn og vita hvenær hún eigi að eiga þá viljum við gjarnan fá kettling frá honum aftur, sérstaklega þar sem Gríma var svo skemmtilegur karakter. Annað er svo sem ekki að frétta nema hvað ég fékk úr lyfjafræðiprófinu í dag og fékk ég 6,5 úr því og var bara ánægð með það þar sem mér var ekkert að ganga allt of vel í því. Gott í bili bæbæ.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)