Færsluflokkur: Bloggar

Búin að fá einkunnirnar

Jæja þá er ég loksins búin að fá einkunnirnar og náði öllum prófunum með stælSmile og Anna Lísa mín líka Grin og við vorum ekkert smá fegnar, Anna Lísa var svona nokkuð viss um að hafa fallið í íslensku en hún náði og fékk 8 sem mér finnst bara stórglæsilegt hjá henni,Wizard lægsta einkunnin hennar  var 7 sem var í öðrum ensku áfanganum og var það aðallega stafsetningin sem var að draga hana niður þar, en mig grunar að hún sé lesblind Cool og fleiri hafa reyndar bent henni á það m.a. hinn enskukennarinn hennar var síðast að tala um það við hana í gær að hún ætti að drífa sig í að láta prófa sigHalo , því hún ber öll merki þess að vera lesblind en það sést bara á stafsetningunni.  En hvað um það lægsta einkunin mín var 7 í lyfjafræði en svo fékk ég 9 í hjúkrun verklegri og bóklegri,Tounge 10 í upplýsingatækni (tölvu)Halo og í skólasókn var ég með 10 og líkamsbeitingin var bara staðist og svo sundið 7 en það er reyndar stöðluð einkun þar sem ég mæti bara í sund og syndi þegar mér hentar, læt bara stimpla blað fyrir mig og skila inn.  En við mæðgur megum bara vera stoltar af okkur og hvor annarri með þennan frábæra árangurInLove .  Svo nú getur maður virkilega farið að klára að undibúa jólin og hlakka til þeirra.  Gott í bili. Wink

Spennan magnast

Já það er ekki laust við það að ég sé komin með fiðring í magann og spennt að sjá einkunnirnar mínar en ég fæ þær á morgun.  Annað er það að við erum loksins búnar að gera öll jólakortin, skrifa á þau og þau eru tilbúin til sendingar meira að segja frímerki og alles á þeim, en ég hendi þeim svo inn á pósthús á eftir um leið og ég fer í vinnuna, en ég er á kvöldvakt í kvöld sem er bara allt í lagi.  Verð að vinna fram á næsta miðvikudag en þá er ég komin í 4 daga frí sem ég ætla að nota til að klára restina fyrir jólin annars er eiginlega allt komið, á bara eftir 2-3 gjafir og svo að kaupa svínabóginn sem er jólamaturinn hér á þessum bæ og svo allt sem tilheyrir honum og súpuna og brauðin og þess háttar en það er ekkert stress vegna þessa þetta hefur allt sinn gang.  En læt gott heita í bili, læt vita hvernig fer með einkunnirnar hjá okkur mæðgum.  BÆBÆ


Loksins, loksins

Já ég segi ekki annað en loksins eru prófin hjá mér búin, var í seinna prófinu í morgun Smile og þvílíkur maraþonlestur er búinn að vera fyrir þetta próf, Undecided enda ekki neitt smávegis sem þurfti að læra fyrir þetta, er ég búin að vera lesa fyrir það meira og minna síðan sl. mánudag en svo í gær byrjaði ég  um 8 leytið um morguninn og svo kom Anna Lísa mín til mín rúml. 1 og þá var fyrir alvöru tekið á því, hún hafði svo lítið getað lesið í vikunni þar sem hún var í fleiri prófum svo það þurfti heldur betur að taka sig á og lesa og lesa og spyrja og spyrja og spá og spá og allt þar fram eftir götunum, við lásum fram til miðnættis þá vorum við orðnar svo heiladauðarW00t að við gátum ekki meir, svo mætti hún til mín aftur rétt um 8 í morgun og enn var tekið til við að lesa og reyna muna og spyrja og spá og spekúlera, W00t alveg þar til við mættum í prófið kl. 11.  Okkur gekk svona og svona og nú er bara að vona að við náum prófinu báðar, ef hún nær því ekki þá tefur það útskriftina hjá henni fram á næstu áramót Crying og ef ég næ því ekki þá get ég ekki tekið það upp fyrr en næstu haustönnFrown því þetta fag er ekki kennt nema aðra hverja önn sem er vitanlega fáránlegtAngry .  En það er bara að vona að við náum því báðar.  Við vorum svolítið sniðugar eða þannig en til að reyna muna öll þessi lyfjanöfn þá bjuggum við til sögur í kringum nöfnin og það hjálpaði okkur svolítið í prófinu, a.m.k. þegar við sáum þessu nöfn sem að sögurnar voru um þá rifjaðist alltaf eitthvað upp um þau, allt svo hvaða lyfjaflokki þau tilheyrðu, ein sagan var t.d. svona "Norðurpóllinn valt og hvæsti á Klöru og svo fengu þau öll ofnæmi",Grin en þetta eru þá vitanlega ofnæmislyf og heita Polarmin, Vallargan, Histasín og Clarityn,Gasp nú önnur saga var svona "pósturinn fékk sér kaffi um borð í skipinu" LoL en þetta eru veltiveikislyf (skipið) og heita Postafen og Koffinátín og svona gerðum við í kringum flest öll lyfin og gekk þá aðeins betur að muna lyfjaheitin og lyfjaflokkana eins og t.d." Alli og Balli runnu á brjóstið"Shocking en þetta eru brjóstsviðalyf (brjóstið) og heita Alminox, Balancid Novum og Rennie.  En núna ætla ég að hætta að bulla og fara að koma mér í háttinn, það sem er eiginlega verst við þetta að núna losna ég ekki við sögurnar úr höfðinuW00t en ég er a.m.k. mikið fegin að vera búin í þessum prófum og vonandi geta ég aðeins farið að lifa lífinu aftur og gera eitthvað á þessu heimili.Whistling   Góða nótt Sleeping

Fyrra prófið búið.

Já ég var í hjúkrunarprófinu í morgun og gekk það bara þokkalega, a.m.k. vonast ég til að ná því en svo er lyfjafræðiprófið á föstudaginn, vildi að ég hefði verið í því í dag, því það er miklu erfiðara og mig kvíðir fyrir því meira en hjúkrununni.  Prófið í morgun var allt í lagi ekkert sérlega erfitt en heldur ekkert gefins.  En eftir prófið fór ég heim og byrjaði að undirbúa mig fyrir næsta, er að útbúa lista eða held bara heila bók um áhersluatriði fyrir lyfjafræðiprófið, ætla að taka daginn í dag og á morgun í það, helst ekki lengri tíma, nota svo miðvikudaginn og fimmtudaginn til að reyna lesa þessa punkta mína.  En svo kl. 13 sótti ég mömmu og fór með henni upp á Borgarspítala en hún fór í MRI í dag, fékk fyrst róandi töflu sem virkaði svo hressilega á hana að eftir ca. 20 mín., var hún eins og hún hefði drukkið 10 bjóra vel sterka, held bara að hún hafi svo sofið rannsóknina af sér, a.m.k. man hún voða lítið hvað gerðist þarna inni annað en það að það var ljós í "rörin" og hávaði, en a.ö.l. gekk bara mjög vel hjá henni, svo á hún að hitta læknir á morgun og vonandi verða komnar niðurstöður úr MRI-inu þá.  Eftir það þá ákvaðum við að skreppa í Kringluna á kaffihús og kíkja í búðir, var með henni til rúml. 17 fór þá heim og beint í lærdóminn aftur og er búin að stitja við tölvuna meira og minna í kvöld að færa inn aðalatriðin í lyfjafræðinni, mér finnst samt ekkert ganga með þetta, en þetta hlýtur að taka enda eins og annað.  Nú svo er saumó á morgun, vonandi næ ég að klára punktana áður.  Gott í bili bæbæ.

PS. Muna svo að kvitta í gestabókina InLove


Síðasti tíminn í hjúkrun

Já núna er ég í skólanum og var í síðasta tímanum í bóklegri hjúkrun,Grin verklega kláraðist fyrir nokkrum dögum, en síðasti bóklegi fór nú bara í það að fá sér kaffi og með því Wink en það var bara fínt, nokkrar komu með þvílíkar stríðstertur, svo var kaldur brauðréttur, tómata og hvítlauksbrauð frá Jóa Fel og fleira og var þetta þvílíkt nammi gottKissing , enda getur maður varla hreyft sig núna svo södd er égBlush .  Nú annað er svo sem allt gott að frétta, mamma er búin að fá tíma í MRI en hún á að fara á mánudaginn 4 des. Joyful og er ég að spá í að fara með henni, henni til halds og traustUndecided , enda verður víst einhver að keyra hana þar sem hún fær róandi sprautu klst. áður en hún ferið í tækið því hún fær svo mikla innilokunarkennd í rörinu eins og hún kallar MRI tækiðGasp .  Þannig að það er víst eins gott að einhver fer með henni, annað hvort ég eða Heiða systir.  Núna er Tinna mín að byrja selja WC pappí og eldhúsrúllur til að kosta ferðina út í sumar en hún er að fara með Skólahljómsveit Kóp. til Svíþjóðar á eitthvað lúðrasveitarmótGrin .  Vonandi á henni eftir að ganga vel með að seljaWink .  Gott í bili bæbæWhistling .

Prófin nálgast

Já það má með sanni segja að lokaprófin nálgast með tilheyrandi kvíða og veseni, a.m.k. er mig farið að kvíða fyrir lokaprófinu í lyfjafræðinni, ég virðist nefnilega haldin þeim kvilla að þegar ég kem í próf í lyfjafræði þá virðist ég muna allt sem ég var að læra þar til ég fæ prófið í hendurnar þá er eins og ég fái skyndilegt altzheimar eða minnisleysi og allt strokast út úr minni mínu.  En ég ætla nú samt að reyna læra vel fyrir þessi 2 lokapróf mín og vona bara það besta að ég sleppi í gegn, ég þarf nú bara að ná 4,5 til að ná prófinu.  Annars var ég í tveim prófum í dag, ég var í lokaprófi í hjúkrun verklegri og gekk það svona la la, eitthverju tókst mér að klúðra en held að ég hafi sloppið með skrekkinn nú svo var ég í prófi í Exel í tölvunni og var það einnig síðasti tíminn í þeim áfanga í vetur, hefur mér bara gengið vel í þeim áfanga og held að ég sé nú alveg sloppinn í gegn í því.  Nú annað er svo sem ekki að frétta, reyndar var ég í 3 daga fríi núna um helgina og var það bara fínt, notaði tímann vel, þreif allt hjá mér á föstudaginn og á laugardaginn var bara mikið að gera, keyra Tinnu á skautaæfingu svo þurfti hún að mæta í Digranesið til að geta spilað á föndurdegi Hjallaskóla sem ég vitanlega mætti á, annars fannst mér þessi föndurdagur afskaplega lélegur miðað við mörg undanfarin ár, allt föndurdót sem eitthvað var varið í kláraðist fyrir kl. 13, skinkuhornin voru afskaplega þurr sem þau voru að selja og það var það eina sem þau seldu, í fyrra var selt skinkuhorn, súkkulaðibitaköku, pipakökur og kleinur, nú svo var bara einhvernvegin engin stemmning, en við mæðgur gerðum okkar laufabrauð eins og undanfarin ár og hlustuðum vitanlega á skólahljómsveitina spila, nú svo fórum við í afmæli til Anýtu dóttur Heiðu, síðan skutlaði ég Fjólu í vinnuna og Önnu Lísu heim svo gat ég slakað á um kvöldið þar til ég þurfti að ná í Fjólu aftur.  Nú sunnudagurinn var eiginlega eyðsludagur, það var farið í Garðheima og verslað þar heilmikið föndurdót, síðan farið í Bónus til að versla í jólabaksturinn, þegar heim var komið fóru Tinna og Fjóla í sund með Önnu Lísu en ég ákvað að hnoða í 3 teg. jólasmákaka, svo þegar stelpurnar komu heim þá fóru þær að gera aðventukransa, sem urðu bara virkilega glæsilegir hjá þeim, nú við pöntuðum okkur svo pitsu og átum með góðri list og þannig leið nú þessi helgi hjá mér.  Sem sagt bara stuð eins og alltaf, bæbæWink


Svo er nú það

Eða þannig sko, en nú er búið að henda henni mömmu út af sjúkrahúsinu og var það gert í gær en ekkert hefur fundist að henni enn þá, en henni líður ekkert betur, eins og ég hef áður sagt fór hún í ýmsar rannsóknir á meðan hún var á bráðamóttökunni, alls konar blóðprufur, prófað var fyrir blóðtappa, skjaldkirlinu og eitthvað fleira og kom það allt eðlil. út, einnig fór hún í CT sem kom ekkert út úr, nú svo var hún flutt upp á deild B7 og þar var aðallega verið að rúnta með hana milli herbergja en lítið rannsakað, aðallega talað um að gera þetta og hitt en ekkert varð úr framkvæmdun, reyndar fór hún í svimapróf sem ekkert kom úr eftir því sem ég best veit.  Nú svo var bara ákveðið að senda hana heim án nokkurar niðurstöðu, var hún send heim með Holter en það er tæki sem fylgist með hjartslættinum og kvíðastillandi töflur.  Nú ekki var hún systir mín neitt ánægt með þetta ekki frekar en ég en svo átti hún að skila Holternum á spítalann aftur um hádegi í dag og fór Heiða systir með henni og ræddi við lækna um að henni fannst blóðþrýstingurinn hjá henni móður okkar ekki í lagi svo þá settu þeir hana á blóðþrýstingslækkandi lyf, þannig að nú er hún á róandi og kvíðastillandi lyfi og svo blóðþrýstingslækkandi lyfi líka, ætli þetta endi ekki bara með blóðþrýstingsfalli.  Nú ég var svo að tala við tvær í kvöld sem að voru að ræða einkirningssótt svo ég ákvað að lesa mér aðeins til um það og hringdi svo í Heiðu og bað hana um að lesa sér til um þetta og jafnvel reyna að koma mömmu í blóðprufu fyrir einkirningsótt en þessi sótt á alveg að sjást í blóðprufu ef verið er að leita að því annars ekki.  Nú annars á mamma að tala við blessaða læknana aftur annað hvort 3 eða 5 des. (mamma var ekki viss hvorn daginn) og þá þykjast þeir ætla að vera búnir að bera saman bækur sínar og ef henni hefur ekkert skánað þá hugsanlega, mögulega, kannski gæti hún farið í MRI.  Ja ég segi nú ekki annað en ég held svei mér þá að fólk verður að vera dáið áður en það fær að liggja á sjúkrahúsi hérlendis þar til greining fæst.  Nú annað er svo sem ekkert að frétta, var að vinna í dag og í gær en núna er ég komin í þriggja daga frí frá vinnu og ætla ég aðeins að reyna þrífa hér hjá mér á morgun og jafnvel reyna að byrja hnoða í smákökur fyrir jólin og kannski eitthvað meira.  Nú prófin fara að byrja hjá mér en ég er reyndar bara í tveim og er ég mikið fegin því.  Reyndar fer ég í próf næsta mánudag í hjúkrun verklegri og kvíði ég því aðeins en ætla að reyna lesa vel á sunnudaginn fyrir það, laugardagurinn er vel skipulagður hjá mér, þarf að skutla Tinnu á skautaæfingu, síðan er það jólaföndurdagur Hjallaskóla frá 13 til ca. 16, nú svo er búið að bjóða okkur í afmæli til Anýtu dóttur Heiðu en hún er að verða 8 ára, svo þarf ég að koma Fjólu í vinnu um kl. 18 og svo bera út blaðið með Tinnu, allt svo sunnudagsblaðið, þannig að það er nóg að gera á laugardaginn eins og alltaf hehe.  Jæja læt gott heita í bili bæbæ. 

´Prófniðurstaða

Já jæja ég er búin að fá úr lyfjafræðiprófinu sem ég fór í sl.. fimmtudag og fékk ég 7 úr því Grin og er bara mjög ánægð með það þar sem mér fannst ég hefði algjörlega klúðrað því þannig að ég er með sömu einkun úr fyrsta og þriðja prófi og verða þau þá væntanlega látin gilda í vetrareinkun.Smile   Nú annað er það að mamma mín er komin á sjúkrahús fór þangað sl. sunnudag og er enn þar, ekkert finnst að henni að sögn lækna a.m.k. ekkert afgerandiErrm , hún fór fyrst á bráðamóttökuna og var þar í margar klst eða frá 13:30 til miðnættis næstum því, eftir það var hún svo flutt á gæsludeild en síðan daginn eftir var hún flutt á B7 eða gigtar og innkirtladeildPouty .  Eitthvað þóttust þeir sjá úr skjaldkirtilsprófinu eða hækkun á skjaldkirtilshormónum en svo var það víst ekkert.W00t   Hún á að fara í svimapróf annað hvort í dag eða á morgun og þeir vilja líka setja hana í MRI (segulómun) en henni er afskaplega illa við það þar sem hún fær innilokunarkenndCrying , við systurnar höfum kvatt hana samt til að fara í það vegna þess að það er hægt að sjá allt miklu betur í MRI heldur en í CT og eru læknar og hjúkrunarfólk búið að lofa að gefa henni róandi áður en hún fari í það og undirbúa hana velJoyful .  Taugalæknirinn sem skoðaði hana fyrst vill láta skoða betur varðandi hvort þetta geti verið sýking í innra eyra eða á jafnvægistauginniWoundering , hún vill meina að öll einkenni bendi til þessErrm .  Svo nú er bara að vona og sjá hvað verður, vonandi fer eitthvað að gerast og að það finnist eitthvað að henni svo hægt sé að hefja meðferð og laga þettaUndecided .  Gott í bili bæbæ.

Langur dagur

Já þetta er búið að vera langur dagur fyrir það fyrsta þá vaknaði ég snemma til að fara í vinnuna en ég var á morgunvakt í dag, nú þegar ég leit út þá var allt á kaf í snjó og þurfti ég að moka bílinn minn upp úr skafli lá við, nú svo var að komast í vinnuna en það gekk nú allt vel, ég fílaði mig eins og ég væri á traktor en þessi bíll minn er alveg frábær í snjó, það má segja að hann ösli allt, a.m.k. komst ég í vinnuna í morgun þrátt fyrir skafla hér og þar og heilmikinn þæfing, það var ekkert byrjað að moka hér í Kópavoginum og það var ekki fyrr en ég komst niður á breiðholtsbrautina sem að eitthvað lagaðist færðin, nú svo vann ég vitanlega til að kl. 16 en rétt um hádegisbilið hringdi pabbi í mig og lét mig vita að mamma hefði verið flutt með sjúkrabíl á spítala og Heiða systir hefði farið með henni en þetta er í annað sinn á 4 dögum sem hún lendir á spítala, sl. fimmtudag fór henni að líða eitthvað svo illa, fann fyrir miklum þyngslum yfir hödðinu, svima og almennu máttleysi, einnig hröðum hjartslætti og almennri vanlíðan en þá var hún í 3 tíma á spítalanum og síðan send heim en pabbi og Heiða fóru með henni, nú svo ég ákvað að fara upp á spítala til Heiðu og mömmu eftir vinnu, skaust reyndar að versla fyrst og svo fór ég upp á Borgó en þar var mamma á bráðamóttökunni og var búið að gera alls konar rannsóknir og tilraunir á henni en engin svör fengust nema það virðist ekkert finnast að henni, það sama var reyndar sagt sl. fimmtudag, nú þarna kom taugalæknir og gerði ýmsar athuganir, m.a. var hún send í CT og tekið hjartarit og allt eðlil. úr því, nú það kom þarna aðstoðarlæknir háls- nef- og eyrnalæknis og gerði fleiri tilraunir og rannsóknir og skoðanir, svo koma læknir frá lyflækningadeild og að lokum var ákveðið að leggja hana inn á gæsludeildina til að byrja með og halda áfram að rannsaka á morgun en þá var mamma búin að vera á bráðamóttökunni frá kl. 13:30 til 22:45 og orðin þreytt og slæm í baki, enda beddinn sem hún lá á var ekki ætlaður til langlegu.  Nú síðan var hún flutt rétt fyrir miðnætti upp á gæsludeildina og maður verður bara að vona að eitthvað fari að koma út úr öllum þessum rannsóknum og þeir finni hvað er að, því eitthvað er það, hún má alls ekki lyfta höfði þá svimar henni.  Þannig að ég skutlaði svo Heiðu heim rétt um miðnætti og er loksins komin heim til mín núna, ætla svo að kíkja á mömmu á morgun og vonandi fær maður einhverjar fréttir þá.  Eitthvað átti að gera fleiri rannsóknir sem bara eru gerðar á dagvaktinni.  Gott í bili bæbæ.

Próf

Já ég var í prófi í lyfjafræði í gær og tókst að klúðra því all hressilegaBlush , málið er að ég var búin að lesa vel fyrir það og kunni orðið flest lyfin allt svo húðlyf og geðlyf og mundi svona nokkurn vegin við hverju hvaða lyf virkaði og verkun og aukaverkun og já bara flest allt sem þurfti að kunnaHalo , nú svo fékk ég prófið í hendurnar og þá var bara eins og allt hyrfi úr huga mínum Errm og það svo sem ekki í fyrsta sinn sem ég lendi í þessu í prófi, en svo þegar ég var komin út úr prófinu þá mundi ég allt afturAngry já svona er lífið skrítið, en hvað um það þetta próf skiptir svo sem engu máli, þar sem ég er búin að fara í tvö próf og fékk 7 og 6,5 úr þeim prófum sem er svo sem allt í lagi,Woundering nú ef ég fæ minna í þessu prófi en hinum þá er það ekki tekið með, nú ef svo ólíklega vill til að ég fæ hærra þá gildir það með hinum prófinu sem er hærra, því það eru bara tvö af þessum þremur sem eru látin gilda í vetrareinkunWink .  Nú annað er svo sem ekki markvert hjá mér, fór á sýningu út í skóla hjá stelpunum áðan en það var lok þemaviku hjá skólanum og voru alls konar sýningar í gangi m.a. var 5 og 6 bekkur með Grees söngleikinnGrin nú það voru þarna ýmis tónlistaratriði, Mjallhvít var færð í nútímabúning o.fl. o.fl., sem sagt bara virkilega gaman að sjá hvað krakkarnir voru búin að vera duglega þess vikuLoL .  Nú svo er ég að fara vinna á eftir (ekki nýtt) Undecided en þetta er 5 vaktin mín af 8 en svo fæ ég 1 dag frían og svo 2 vaktir og svo er ég með helgina fríaHeart nema ég taki einhverja aukavakt.  Já svo held ég að Danni, Begga og Davíð séu að koma í bæin þ.e.a.s. ef það er fært miðað við fréttir í gærkvöldi þá sýndist mér það ekki veraW00t en mér heyrist samt að þau ætli að reyna að komast í bæinn, Begga á víst tíma hjá einhverjum lækni held ég.  Jæja læt gott heita bæbHalo .

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband