Færsluflokkur: Bloggar
14.2.2007 | 10:31
Fyrsta prófið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2007 | 16:53
Jæja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2007 | 23:24
Mál til komið
Jæja þá er mál til komið að ég kíki hérna inn og skrifi svolítið, búið að vera mikið að gera í öllu og á öllum sviðum eins og venjulega, lauk í gær 8 daga vaktatörn og er núna komin í 6 daga frí þ.e.a.s. ef ekki verður hringt í mig og ég beðin að mæta á aukavakt, reyndar var hringt í mig í dag en ég komst ekki á vakt í kvöld þar sem ég var með saumaklúbb og eins og venjulega var fullt hús hjá mér því mamma og Anna Lísa mín mæta líka og svo eru Tinna og Fjóla líka að reyna vera með, var ég með einhverjar kökur og svo voða góðan pastarétt, er mikið að spá í að hafa þennan pastarétt í fermingu Tinnu. Ég er loksins búin að finna staðinn sem gerði boðskortin fyrir ferminguna hennar Fjólu og ætla ég að drífa mig núna fljótlega eftir mánaðarmótin þangað með myndir og texta til að láta gera þessi boðskort fyrir ferminguna, nú svo er ýmislegt annað sem þarf að huga að eins og t.d. sálmabókinni, kertinu en mér skilst að henni langi í kerti frá Klaustrinu í Hafnarfirði eins og systkynum hennar, nú svo eru blóm í hárið, hanskar og margt fleira sem þarf að skoða og spá og spekúlera í. Nú annað er það að það er búið að vera frekar hlýtt undanfarna daga, liggur við vorveður nema í dag var frekar kalt og smá snjókoma eða slydda á tímabili í dag. Ég er búin að vera voðalega dugleg við að fara í sund alla daga vikunnar (nema sl. laugardag) og syndi ég alltaf 500 m og finnst mér það bara gott, nú er svo komið að ég er eiginlega orðin háð því að fara á hverjum morgni, verð bara eiginlega að fara í sund, nú svo er ég í leikfimi 3 daga vikunnar og gengur það bara ágætlega, reyndar var ég nú mikið að velta því fyrir mér í fyrsta tímanum hvað ég væri eiginlega að gera sjálfri mér, en það var nú bara vegna þess að þolið var ekkert og ég þreyttist mjög fljótt og mæddist en svo kom þetta smá saman, nú eru tvær vikur búnar og 7 vikur eftir (eða 6 og 1/2) þannig að þetta líður mjög hratt, eitthvað hefur mér gengið að léttast en betur má ef duga skal, ég var og er svo þung, já það er sko þungt í mér pundið skal ég nú bara segja. En þetta sígur smátt og smátt í burtu, a.m.k. tímabundið . Nú eins og ég hef áður sagt þá datt ég um daginn þegar ég var að bera út með Tinnu, hvað um það daginn eftir var ég frekar slæm í hægri hengd og þó sérstaklega öxlinni en svo leið það hjá, 1/2 mán. seinna versnaði mér all verulega og lagaðist ekki svo ég ákvað að skreppa til Bergs (en hann er hnykkjarinn minn) og vita hvort ég gæti troðið mér að hjá honum sem mér tókst og hnykkti hann á mér bakið og svo hálsinn sem var alveg skelfilega sár, því ég var svo stíf í hálsinum og niður í herðablað, enda sagði Bergur að það væri mjög mikill strengur þarna, nú daginn eftir var ég miklu betri en svo á ég tíma á morgun aftur hjá honum og ég vonast til að hann nái að laga þetta enn betur ég er enn að finna fyrir streng þarna þó miklu minni en var en samt hann er að pirra mig og þó aðallega þegar ég sný höfðinu þá fæ ég höfuðverk hægra megin í höfðinu sem er ekki gott mál, svo ég vona bara að Bergur geti lagað þetta betur á morgun. Ég á Bergi mikið að þakka en það er hann sem lagaði mig þegar ég var orðin það slæm í skrokknum eftir árekstur sem ég lenti í um árið, var alveg hætt að geta prjónað, gat varla hengt upp þvott og fleira sem ég gat ekki orðið, nú svo fór ég að fara til Bergs og eftir nokkur skipti hjá honum var ég miklu betri og hann heldur mér gangandi. Núna ætla ég bara að fara að hætta þessu og bjóða góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2007 | 12:16
Þau sem munu landið erfa?
Já ég segi nú ekki annað, þannig er mál með vexti að ég fór í sund í dag, sem er svo sem ekki í frásögu færandi en ég lenti í leiðindamáli þegar ég var að fara heim úr sundi en þegar ég kem út þá mæti er þar litlum dreng sem er grátandi og maður að spyrja hvað hafi komið fyrir hann segir drengurinn að hann hafi verið kýldur í andlitið án nokkurar ástæðu, nú ég labba að bílnum og mæti fleiri grátandi drengjum sem hafa verið lamdir af sama dreng þegar ég horfið í átt að FB sé ég gutta stuttu frá sem átti greinilega sök á öllum þessum grát og þegar ég lít í áttina til hans þá eys hann svívirðingum en hættir sér ekki nær til að lemja fleiri stráka, en hinir strákarnir ná í íþróttakennara og fleira starfsfólk sem er þarna sem greinilega þekkja þennan ólátabelg og ekki af góðu miðað hvernig brugðist var við, nú ég fer í bílinn minn og keyri þarna yfir á stæði milli FB og sundlaugarinnar og er að líta í kringum mig þegar þessi ólátabelgur kemur á móti bílnum, tekur innkaupakerru sem stóð þarna á planinu og þrykkir henni framan á bílinn minn, nú vitanlega reiðist ég rík út og tek í öxlina á drengnum og skamma hann og segi að hann geti hafa kostað miklar skemmdir, hann bregst við eins og honum sé nákvæmlega sama, svo ég ætlaði með hann að sundlauginni til að afhenda hann starfsfólkinu en þá kemur þar að kona sem segist vera stuðningsfulltrúi drengsins og hann sé mikið veikur og eiginlega segir mér að vera ekki að skipta mér af þessu, ég segi eins og er hvað hann hafi gert og hún segir mér þá bara að hann sé veikur og ég eigi bara að tala við skólastjóra skólans sem hann sé í sem ég og gerði, bíllinn slapp sem betur fer, en ég vona bara innilega að það verði eitthvað gert í málum þessa drengs því hann er stórhættulegur umhverfi sínu og hann er bara 8 ára, hvernig verður hann í framtíðinni ef ekkert verður að gert, reyndar sagði skólastjórinn mér það að hann væri nýlega búinn að vera inni á BUGL í 6 - 8 vikur, ég held að hann sé bara engan veginn tilbúinn að takast á við lífið utan BUGL. Svo annað hvernig hans stuðningsfulltrúi brást við fannst mér heldur ekki við hæfi, hún fór bara í vörn og reifst bara við mig, hún réð engan veginn við þennan dreng og þurfti 3 fullorðan til að ná drengum inn í sundlaugarhúsið, að mínu mati átti hann alls ekki að vera eftirlitslaus, hann þarf alveg manninn með sér og vera undir stöðugu eftirliti. Greinilegt að henni fannst hún hafa brugðist, því hún var ekki á staðnum þegar hann var að berja alla og rústa bílum og fleira þarna. En svona er nú lífið í dag, þetta er æskan í dag, en sem betur fer eru ekki öll börn svona, þetta er alveg undantekning eða ég vona það. Þessi drengur er stór og stæðilegur og mjög sterkur, enda sló hann og sparka, hrækti og jós svívirðingum yfir alla viðstadda, það var ekki möguleiki að ræða neitt við hann og greinilegt að stuðningafulltrúi hans réð ekkert við hann í þessum ham. Mér skildist samt á skólastjóranum að tekið yrði alvarlega á þessu máli og hann fengi manninn með sér, ég vona bara að það gangi eftir og eitthvað verði hægt að gera fyrir þennan dreng eða að hann verðir þar sem hann geti ekki skaðað aðra. Jæja læt gott heita í bili bæbæ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2007 | 18:39
Snjór, snjór og meiri snjór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2007 | 22:46
Skólinn hefst á ný
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2007 | 14:41
Gleðilegt ár
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2006 | 16:50
Annar í jólum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2006 | 17:01
Jólastress
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2006 | 20:08
Nýjar myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)