Færsluflokkur: Bloggar

Fyrsta prófið

Já jæja þá er fyrsta prófið á morgun en það er í hjúkrun 203 eða öldrunarhjúkrun og er ég ekki alveg að nenna lesa fyrir það.  En þó er ég búin að lesa bókina einu sinni yfir og svo eigum við að skila verkefni úr þessum kafla á föstudaginn sem ég er búin með og ágætt að hafa það svona fyrir prófið að lesa, hún spyr liggur við úr hverri einustu glæru og þar sem ég hef vandað mig við svörin þá er þetta ágætis prófafyrirlestur eða þannig.  Nú annað er svo sem ekki að frétta frá mér, er alltaf í sundi á hverjum morgni og hoppa hjá Báru þrisvar í viku en gengur eitthvað hægt samt, er þó búin að missa eitthvað um 5 kg. en betur má ef duga skal segi ég nú bara.  Nú aðeins er ég farin að búa mig undir ferminguna hennar Tinnu, við fórum í klaustrið í Hafnarfirði á mánud. sl. og vorum að panta fermingarkertið og sálmabók, einnig fórum við í Garðheima og keyptum voða flott græn fiðrildi á hornin á veisluborðinu og líka tvö bleik lítil fiðrildi til að hafa fyrir miðju veisluborðinu, einnig fengum við grænan borða á veisluborðið og servíettur grænar, en litirnir í veislunni hjá henni verða grænn og bleikur en sálf verður hún öll í rauðu, rauðum kjól, skóm, hönskum með rauð blóm í hárinu og reyndar hvít líka.  Nú ég varð reyndar fyrir nettu áfalli á mánudaginn þar sem ég ætlaði að fara í Völdustein en þá voru þeir bara hættir, ég hef alltaf keypt allt svona dúllustand fyrir fermingarnar hjá þeim en svo komst ég að því að Litir og föndur hér á Smiðjuveginum hafa tekið við einhverju af þeirra dóti og þar á meðal blómunum í hárið svo vonandi reddast þetta allt saman.  Nú ég er búin að panta boðskortin í veislun og eru þau í prentun, ættu að vera tilbúin vonandi í þessari viku.  Næsta skref er að ath. með gestabók og biðja mágkonu mína að skrautskrifa í hana en hún hefur gert það fyrir mig fyrir hin 3.  Nú ég er búin að fá fólk til að sjá um salinn eða að dekka hann upp en Begga mágkona ætlar að taka það að sér, veit að ég get treyst henni 100%, nú Sigrún vinkona ætlar svo að vera í eldhúsinu þann dag og Frikki sér um kaffið.  Einnig er ég búin að tala við mömmu og systur mína að baka fyrir mig svo ég get ekki annað en sagt að ég sé í góðum málum hvað þetta varðar allt saman. En núna ætla ég að reyna að lesa fyrir þetta próf sem er í fyrramálið kl. 8:10 bæ bæ.

Jæja

Jæja þá er ég allt í einu ein í húsinu eða næstum því Kiddi er reyndar heima líka en hann heldur sig alltaf í sinu herbergi svo að því leytinu er ég ein, en stelpurnar fóru með pabba sínum sem gerist einstaka sinnum og svo koma þær aftur heim í kvöld, þannig að nú hef ég smá tíma fyrir mig en þegar þetta gerist þá veit ég aldrei hvað ég á af mér að gera, allt verður eitthvað svo tómlegt hérna, en hvað um það ég finn mér eitthvað að gera, annars er ég búin að vera hálf slöpp í dag, vaknaði með höfuðverk í morgun sem hefur ekki viljað yfirgefa mig og svo var mér óglatt og að endingu kastaði ég upp fór samt út þar sem ég var búin að hringja í Önnu Lísu og lofa henni að fara með henni að versla en hún ætlar að taka Tinnu til sín í viku (a.m.k. til að byrja með) eða frá sunnudag til föstudag og ætlar að reyna herða sultarólina hjá henni og láta skvísuna og sjálfa sig taka sig svolítið á í mataræði og hreyfingu.  Tinnu hlakkar mikið til að flytja til systur sinnar, enda mikið fjör á heimili Önnu með kettlingana á staðnum, það eru nú meiri fjörkálfarnir.  Nú annað er það að það fór að snjóa hér í gærmorgun og snjóaði bara alveg ótrúlega mikið á einum sólarhring a.m.k. er alvhít jörð en sem betur fer ekki mikil hálka á götunum.  Anna Lísa var að passa son vinkonu sinnar í gær og nótt og ákváðum við að skella okkur í sund með kútinn, hann var nú ekkert mjög hress með það í byrjun en svo þegar hann var búinn að finna öryggið í lauginni þá var bara voða gaman hjá honum, vorum við í um klst. í lauginni með hann, fórum bara í innilaug því ekki var nú beint hlýtt úti, ætlunin hjá mér var að ég ætlaði að synda en svo fór nú samt að ég synti bara ekki neitt en það er allt í lagi ég hef synt 5 daga vikunnar og þykir mér það bara vel af sér vikið. Tinna mín talaði við Jörgen um daginn en hann er eigandi læðunnar sem var mamma Grímu okkar sem keyrt var á en okkur skilst á Jörgen að hún sé alveg komin að því að eiga kettlingana sem hún gengur með núna svo við bíðum spenntar eftir að heyra frá honum þegar hún er gotin, ætlunin er að fá kettling frá honum ef hún eignast læðu.  Jæja læt gott heita í bili, bæbæ.

Mál til komið

Jæja þá er mál til komið að ég kíki hérna inn og skrifi svolítið, búið að vera mikið að gera í öllu og á öllum sviðum eins og venjulega,Wink lauk í gær  8 daga vaktatörn og er núna komin í 6 daga frí Grinþ.e.a.s. ef ekki verður hringt í mig og ég beðin að mæta á aukavakt, reyndar var hringt í mig í dag en ég komst ekki á vakt í kvöld þar sem ég var með saumaklúbb og eins og venjulega var fullt hús hjá mér því mamma og Anna Lísa mín mæta líka og svo eru Tinna og Fjóla líka að reyna vera meðSmile, var ég með einhverjar kökur og svo voða góðan pastarétt, er mikið að spá í að hafa þennan pastarétt í fermingu Tinnu.  Ég er loksins búin að finna staðinn sem gerði boðskortin fyrir ferminguna hennar Fjólu Haloog ætla ég að drífa mig núna fljótlega eftir mánaðarmótin  þangað með myndir og texta til að láta gera þessi boðskort fyrir ferminguna, nú svo er ýmislegt annað sem þarf að huga að eins og t.d. sálmabókinni, kertinu en mér skilst að henni langi í kerti frá Klaustrinu í Hafnarfirði eins og systkynum hennar, nú svo eru blóm í hárið, hanskar og margt fleira sem þarf að skoða og spá og spekúlera íWhistling.  Nú annað er það að það er búið að vera frekar hlýtt undanfarna daga, liggur við vorveður nema í dag var frekar kalt og smá snjókoma eða slydda á tímabili í dag.  Ég er búin að vera voðalega dugleg við að fara í sund alla daga vikunnar (nema sl. laugardag) og syndi ég alltaf 500 m og finnst mér það bara gottHappy, nú er svo komið að ég er eiginlega orðin háð því að fara á hverjum morgni, verð bara eiginlega að fara í sund, nú svo er ég í leikfimi 3 daga vikunnar og gengur það bara ágætlegaWink, reyndar var ég nú mikið að velta því fyrir mér í fyrsta tímanum hvað ég væri eiginlega að gera sjálfri mér, en það var nú bara vegna þess að þolið var ekkert og ég þreyttist mjög fljótt og mæddistBlush en svo kom þetta smá saman, nú eru tvær vikur búnar og 7 vikur eftir (eða 6 og 1/2) þannig að þetta líður mjög hratt, eitthvað hefur mér gengið að léttast en betur má ef duga skal, ég var og er svo þung, já það er sko þungt í mér pundið skal ég nú bara segjaUndecided.  En þetta sígur smátt og smátt í burtu, a.m.k. tímabundið Smile.  Nú eins og ég hef áður sagt þá datt ég um daginn þegar ég var að bera út með Tinnu, hvað um það daginn eftir var ég frekar slæm í hægri hengd og þó sérstaklega öxlinni en svo leið það hjá, 1/2 mán. seinna versnaði mér all verulega og lagaðist ekki svo ég ákvað að skreppa til Bergs (en hann er hnykkjarinn minn) og vita hvort ég gæti troðið mér að hjá honum sem mér tókst og hnykkti hann á mér bakið og svo hálsinn sem var alveg skelfilega sárCrying, því ég var svo stíf í hálsinum og niður í herðablað, enda sagði Bergur að það væri mjög mikill strengur þarna, nú daginn eftir var ég miklu betri en svo á ég tíma á morgun aftur hjá honum og ég vonast til að hann nái að laga þetta enn betur ég er enn að finna fyrir streng þarna þó miklu minni en var en samt hann er að pirra mig og þó aðallega þegar ég sný höfðinu þá fæ ég höfuðverk hægra megin í höfðinu sem er ekki gott málAngry, svo ég vona bara að Bergur geti lagað þetta betur á morgun.  Ég á Bergi mikið að þakka en það er hann sem lagaði mig þegar ég var orðin það slæm í skrokknum eftir árekstur sem ég lenti í um árið, var alveg hætt að geta prjónað, gat varla hengt upp þvott og fleira sem ég gat ekki orðið, nú svo fór ég að fara til Bergs og eftir nokkur skipti hjá honum var ég miklu betri og hann heldur mér gangandi.  Núna ætla ég bara að fara að hætta þessu og bjóða góða nótt. Sleeping


Þau sem munu landið erfa?

Já ég segi nú ekki annað, þannig er mál með vexti að ég fór í sund í dag, sem er svo sem ekki í frásögu færandi en ég lenti í leiðindamáli þegar ég var að fara heim úr sundi en þegar ég kem út þá mæti er þar litlum dreng sem er grátandi og maður að spyrja hvað hafi komið fyrir hann segir drengurinn að hann hafi verið kýldur í andlitið án nokkurar ástæðu, nú ég labba að bílnum og mæti fleiri grátandi drengjum sem hafa verið lamdir af sama dreng þegar ég horfið í átt að FB sé ég gutta stuttu frá sem átti greinilega sök á öllum þessum grát og þegar ég lít í áttina til hans þá eys hann svívirðingum en hættir sér ekki nær til að lemja fleiri stráka, en hinir strákarnir ná í íþróttakennara og fleira starfsfólk sem er þarna sem greinilega þekkja þennan ólátabelg og ekki af góðu miðað hvernig brugðist var við, nú ég fer í bílinn minn og keyri þarna yfir á stæði milli FB og sundlaugarinnar og er að líta í kringum mig þegar þessi ólátabelgur kemur á móti bílnum, tekur innkaupakerru sem stóð þarna á planinu og þrykkir henni framan á bílinn minn, nú vitanlega reiðist ég rík út og tek í öxlina á drengnum og skamma hann og segi að hann geti hafa kostað miklar skemmdir, hann bregst við eins og honum sé nákvæmlega sama, svo ég ætlaði með hann að sundlauginni til að afhenda hann starfsfólkinu en þá kemur þar að kona sem segist vera stuðningsfulltrúi drengsins og hann sé mikið veikur og eiginlega segir mér að vera ekki að skipta mér af þessu, ég segi eins og er hvað hann hafi gert og hún segir mér þá bara að hann sé veikur og ég eigi bara að tala við skólastjóra skólans sem hann sé í sem ég og gerði, bíllinn slapp sem betur fer, en ég vona bara innilega að það verði eitthvað gert í málum þessa drengs því hann er stórhættulegur umhverfi sínu og hann er bara 8 ára, hvernig verður hann í framtíðinni ef ekkert verður að gert, reyndar sagði skólastjórinn mér það að hann væri nýlega búinn að vera inni á BUGL í 6 - 8 vikur, ég held að hann sé bara engan veginn tilbúinn að takast á við lífið utan BUGL. Svo annað hvernig hans stuðningsfulltrúi brást við fannst mér heldur ekki við hæfi, hún fór bara í vörn og reifst bara við mig, hún réð engan veginn við þennan dreng og þurfti 3 fullorðan til að ná drengum inn í sundlaugarhúsið, að mínu mati átti hann alls ekki að vera eftirlitslaus, hann þarf alveg manninn með sér og vera undir stöðugu eftirliti. Greinilegt að henni fannst hún hafa brugðist, því hún var ekki á staðnum þegar hann var að berja alla og rústa bílum og fleira þarna. En svona er nú lífið í dag, þetta er æskan í dag, en sem betur fer eru ekki öll börn svona, þetta er alveg undantekning eða ég vona það.  Þessi drengur er stór og stæðilegur og mjög sterkur, enda sló hann og sparka, hrækti og jós svívirðingum yfir alla viðstadda, það var ekki möguleiki að ræða neitt við hann og greinilegt að stuðningafulltrúi hans réð ekkert við hann í þessum ham.  Mér skildist samt á skólastjóranum að tekið yrði alvarlega á þessu máli og hann fengi manninn með sér, ég vona bara að það gangi eftir og eitthvað verði hægt að gera fyrir þennan dreng eða að hann verðir þar sem hann geti ekki skaðað aðra.  Jæja læt gott heita í bili bæbæ.


Snjór, snjór og meiri snjór

Já nú er sko snjór hérna, það er búið að snjóa hérna meira og minna sl. 3 daga og allt að fara á kaf í snjó, þetta hefur vitanlega þann kost að það er allt bjartara, þrátt fyrir skammdegið þá birtir yfir öllu þegar það er svona mikill snjór, las það í mogganum að það er mokað á höfuðborgarsvæðinu fyrir 6 millur á dag, svo það er aldeilis moksturinn þar, reyndar mætti alveg moka gangstéttirnar líka, finnst það svolítið ábótavant að það er ekki gert, var nefnilega að bera blaðið (allt svo moggann) út með dóttur minni áðan og það er varla hægt að ganga á gangstéttum vegna skafla eða þæfings, göturnar eru vitanlega mokaðar en oft vill það nú fara svo að skaflarnir lenda þá á gangstéttunum og þá verðum maður að labba á götunni sem er nú ekki vel séð af bílstjórum, en það verður nú bara að vera svo, maður klofar snjó annars upp fyrir hné annars, en annars er virkilega fallegt þegar snjóar svona mikið.  Nú flestir eru búnir að taka niður jólin hjá sér en margir ekki og því sjást víða jólaljós úti við enn, sem er bara í fína lagi því það lífgar upp á skammdegið.  Nú annað er það að fyrsta vikan í skólanum er búin og er ég búin að  vera vinna alla daga vikunnar líka, verð líka að vinna á morgun og hinn, ætla svo að reyna undirbúa eða baka fyrir afmæli Fjólu en hún er að verða 16 ára eftir nokkra daga og ætlar hún að halda upp á það um næstu helgi, einnig þarf ég að finna tíma í næstu viku til að keyra út harðfisk sem Tinna var að selja en það er ein fjáröflunin í utanlandsferð sem hún fer í næsta sumar með skólahljómsveitinni, nú svo er saumaklúbburinn að byrja aftur næsta þriðjudag, skóli alla dagana og vitaskuld er ég að vinna mánudag, miðvikudag, og föstudag, þannig að þetta verður svolítið strembið að finna tíma til að baka eitthvað smávegis fyrir afmælið.  En þetta reddast allt saman eins og venjulega.  Læt gott heita í bili, bæbæ.

Skólinn hefst á ný

Já nú hefst skólinn á ný á morgun hjá mér, fór sl. fimmtudag og sótti stundaskrána, reyndar er ég bara í 2 bóklegum fögum þessa önnina hju 203 og hju 303 en það tókst að skjóta þessum tveim fögum yfir allann daginn alla daga vikunnar Errm en það er ekkert við því að gera, reyni bara að nota götin á milli að skreppa í sund eða eitthvaðSmile , skráði mig reyndar í JSB í TT og er þetta 9 vikna námskeið sem hefst 15 jan og stendur til 17 mars, ekki veitir af að taka sig aðeins áUndecided , ég vona a.m.k. að mér gangi að léttast eitthvað fram að fermingu, hef áður farið á svona námskeið og það gekk velHalo .  Nú annað er það að ég er loksins búin að fá námslánið en vitaskuld var eitthvað bölvað rugl á því, Angry því þegar ég sótti um lánið var mér sagt að það væri nóg að skila 13 einingum til að fá 500 þús. króna lán en núna kemur það fram að það var bara nóg fyrir 75% láni eða ég fékk sem samsvarar 464 þús. og vantar því ca. 35000 kr. upp á það sem ég sótti umAngry , nú ég hringdi vitaskuld í LÍN og fékk sem sagt þessar upplýsingar um einingarnar og að ég hefði þurft að skila 19 einingum til að fá allt lániðDevil en sú sem ég talaði við ætlaði að hækka lánsumsóknina í fullt lán og þá vonandi fæ ég það sem á vantar á þessi 500 þús. og kannski aðeins meira, þ.e.a.s. ef þeim tekst ekki að klúðra þessu enn meira eins og allt virðist ganga fyrir sig þarna hjá þeimAngry , það er eins og ég geti aldrei fengið fullnaðar upplýsingar hjá þeim á því sem ég er að sækja um, jafnvel þó ég spyrji hreint út og svo er bara sagt, því miður þú hefur fengið rangar upplýsingar, eða eitthvað í þá áttina, ferlega pirrandiW00t .  Annars er ég búin að vera í ágætu fríi núna eða samfellt í 3 daga og er það bara búið að vera voða næs, skrapp til Keflavíkur í dag og heimsótti vinkonu mína sem býr þar en við höfðum ekki hist svo lengi og höfðum um nóg að talaLoL , Tinna og Fjóla komu með mér og vitanlega Lappi og fóru skotturnar í sund með syni vinkonu minnar og skilst mér að það hafi verið voða gaman, nú mér dvaldist þarna fram til að verða sex og þá brunaði ég heim, eldaði mat, voða góðan pastarétt og síðan er ég bara búin að sitja og horfa á sjónvarpiðWink .  Annað er það að Fjóla mín er að skipta um vinnu fór í Bónus á Smiðjuveginum í gær og sótti um þar og fékk vinnuSmile , hún er svo sem ágætlega sátt á Subway en þarf meiri vinnu en 2 vaktir í mán., hún er að fara í menntaskóla næsta haust og er að komast á bílprófsaldurinn svo það er ýmislegt sem hún þarf að borgaUndecided , svo var hún reyndar að kaupa sér voða flott rúm sem hún keypti á VISA raðgreiðslum á mínu korti svo hún verður næstu 12 mán. að borga mér það til bakaHalo .  Tinna mín ætlaði reyndar að reyna fá vinnu í Bónus líka en fékk ekki vegna þess að hún er ekki orðin 14 ára,Frown en hún verður það í apríl svo hún verður bara að fara aftur þá og sækja um í von um að fá vinnu þáGetLost , annars sagði konan að hún fengi örugglega vinnu í haust ef hún fengi ekki vinnu í vor, það er bara vona að hún fái vinnu í vor því hún þarf líka að kaupa sér rúm og er virkilega farin að langa til að vinna og eignast peningaJoyful , henni finnst lífið og tilvera afskaplega ósanngjarnt þessa dagana, segir að Fjóla fái allt en hún ekkertAngry , en þetta er því miður bara svona og vonandi lagast þetta eitthvað eftir að hún nær 14 ára aldri, það eru einhverjir sem ráða þann aldur í vinnuHalo .  En nú læt ég gott heita í bili bæbæ. Sleeping

Gleðilegt ár

Já jæja þá er enn eitt nýtt ár hafið og bara kominn 1 janúar 2007.  Það er ýmislegt að gerast á þessu ári hjá mér eins og alltaf t.d. er ég að ferma yngstu dóttur mína þann 18 mars, nú skólinn fer að hefjast aftur þann 8 janúar og í vor færist ég enn nær því að útskrifast vonandi a.m.k.  Anna Lísa mín ætti að útskrifast sem sjúkraliði núna í vor og bróðir minn elsti verður 50 ára þannig að það er fullt að gerast eins og vanalega, einnig er yngri bróðir minn að ferma fósturdóttur sína í vor og tvær vinkonur mínar að ferma syni sína, önnur er með tvíbura þannig að nóg að snúast hjá henni, með tvo til að ferma.  En ég vona bara að þetta ár verði skemmtilegt og gefandi eins og öll önnur og að allir verðir heilir heilsu eins og alltaf, ef það verður þá verður árið fínt hjá manni, heilsan skiptir öllu máli að mínu mati.  Kannksi að ég bregði mér til Báru og reyni að taka á mínum fituvandamálum þar he he ekki veitir af eftir þessi jól en það á allt eftir að koma í ljós hvernig stundarskráin mín verður og hvaða tíma maður hefur í þetta allt saman en manni veitti svo sem ekki af því að gera eitthvað í þessu, búin að slaka allt of mikið á.  Nú svo þarf ég reyndar að skella tjaldvagninum í viðgerð í vor eða á næstunni svo hann verði tilbúin fyrir ferðalag í sumar, ætli maður reyni ekki að skella sér á vit ævintýra í sumar, kannski hver veit nema að við getum farið saman systurnar með fjölskyldum þar sem þau eiga líka tjaldvagn.  Það eru margir staðir hér á landi sem ég hef ekki skoðað enn, einhvernvegin hefur það farið svo að maður fer alltaf sömu leiðina en ég ætla að reyna að fara eitthvað nýtt í sumar, hvað verður kemur svo í ljós. Jæja læt gott heita svona í ársbyrjun bæbæ.

Annar í jólum

Já í dag er annar í jólum og hefur þetta bara allt saman gengið ljómandi vel það verð ég nú bara að segja, aðfangadagur var afskaplega rólegur og góður hjá mér, vaknaði reyndar upp með höfuðverk fyrst um kl. 5 um morguninn, fór þá fram og tók slatta af verkjatöflum og sofnaði aftur og vaknaði aftur um 10:30 enn með höfuðververk og tóka meira af verkjalyfum en hann hvarf ekki fyrr en ca. 8 um kvöldið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að láta hann hverfa með því að taka fleiri og fleiri verkjalyf en hvað um það þá var þetta mjög fínn dagur, setti steikina inn um 12 leytið eins og undanfarin ár og leyfði henni að malla til kvölds við lágan hita, nú svo var bara slakað á og horft á sjónvarpið framan af deginum og farið í kirkjugarðinn um 4 leytið, komið heim um rétt fyrir fimm og þá var farið að klæða sig upp og síðan fóru ég, Tinna, Fjóla og Anna Lísa til messu í Hjallakirkju og var það afskaplega ljúf stund, eftir messu var farið heim en fyrr um daginn var ég búin að gera allt klárt fyrir kvöldmatinn þannig að þegar heim var komið var maturinn tilbúinn og við fengum okkur að borða í rólegheitunum, í matinn var sveppa/aspassúpa rjómalöguð að sjálfsögðu og fullt af súpubrauði og smakkaðist þetta bara alveg himneskt, nú í aðalrétt var svo ferskur svínabógur með bæði sykurbrúnuðum og hvítum kartöflum og öllu tilheyrandi og að sjálfsögðu jólaöli og svo ís í eftirrétt en reyndar var hann borðaður svolítið seinna um kvöldið.  Nú svo eftir matinn var farið í að taka upp pakka sem voru margir að vanda og fengu Tinna og Fjóla fullt af skartgripum, bókum og eitthvað af DVD myndum, og eitthvað fleira, ég fékk 3 DVD myndir, 1 CD disk, kertastjaka og ljósahús (kirkju), fleiri ljósahús, körfu frá Body shop með uppáhalds bodylotioninu mínu og ilmvatni og sturtugeli o.fl. svo eftir að pakkaflóðið var yfirstaðið var horft á eina DVD mynd og borðaður ís og farið að sofa eitthvað um 1 leytið eftir miðnætti sem sagt frábær dagur.  Nú í dag og í gær var ég svo á morgunvakt, reyndar var ég svo með hangikjöt með öllu tilheyrandi í gær fyrir krakkana mína og sjálfa mig en svo fara þau öll til pabba síns í kvöld í matarboð og þá get ég slakað á í átinu sem betur fer.  En nú læt ég gott heita bæbæb.

Jólastress

Jahérna nú held ég að landinn sé endanlega farinn yfir á stressinu fyrir jól, ég ætlaði að reyna að skreppa í búð í dag þar sem ég er í fríi í dag og lagði af stað snemma eða um 11 leytið, taldi að búðin sem ég var að fara í myndi opna þá, en vitanlega hafði hún opnað fyrr og allt orðið yfirfullt af fólki alls staðar og vandræði með að finna sér bílastæði, það var alveg sama hvert ég fór, alls staðar var allt brjálað að gera, ég þurfti að snúast á nokkra staði og það var sama sagan alls staðar, þrátt fyrir hálfbrjálað veður hér á höfuðborgarsvæðinu þá lét landinn það ekki á sig fá, það var eins og allir væru í fríi í dag og þurftu að komast í búð, mikið var ég fegin að komast heim aftur, held að ég sé endanlega búin að öllu fyrir jólin og ætla mér helst ekki út úr húsi fyrr en eftir jól aftur eða þannig, a.m.k. ekki í búð.  ÞArf reyndar að fara að keyra út pakka annað hvort í dag eða á morgun, kannski jafngott að klára það í dag, sé til það er svo leiðinlegt veður að ég varla nenni út aftur.  En það kemur allt í ljós hvað ég geri á eftir.  Bæbæ.

Nýjar myndir

Jæja loksins er ég búin að kaupa mér nýja myndavél þannig að það eru komnar nýjar myndir inn á síðuna og eru þær vitaskuld af skottunum mínum Tinnu og Fjólu og svo Perlu og Lappa, endilega skoðið myndirnar og muna að kvitta í gestabókina.  Annað er það að ég er vitanlega á fullu að undirbúa jólin hjá mér eins og allir aðrir á milli þess sem ég er að vinna, alltaf nóg að gera í vinnunni, var á dagvakt í dag og verð það líka á morgun, síðan einn frídagur og svo aukavakt næsta föstudag.  Læt gott heita í bili, ætla að kíkja á TV amasing race var að byrja bæ bæ

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband