Færsluflokkur: Bloggar
19.5.2007 | 00:10
Eitt og annað!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2007 | 16:38
Prófin búin
Jæja þá er komið að því að ég gat sest niður smá stund og skrifað eitthvað hérna á síðuna mína. Núna eru prófin búin, tók reyndar bara tvö próf og fannst það bara alveg feiki nóg, þessa dagana er ég í vinnustaðanámi á Landakoti og líkar bara vel, maður fær að gera eitt og annað sem ég geri ekki í vinnunni, eins og t.d. mæla blóðsykur og gefa insúlín, þetta er eitthvað sem hjúkrunarfræðingarnir hafa alveg gert hjá okkur, svo þetta er spennandi, reyndar hef ég bara mælt blóðsykur tvisvar og gaf insúlín í fyrsta sinn í morgun. Nú annað er svo sem ekki merkilegt að frétta héðan, er aðeins byrjuð að hreinsa garðinn minn, samt ekkert að flýta mér of mikið að því, enn svolítið kalt í veðri, en fer vonandi hlýnandi fljótlega. Fór reyndar um daginn og lét framkall rúmlegar 300 myndir hjá mér af tveim diskum, þetta voru myndir frá Portúgal og Finnlandi, síðan ætla ég að reyna framkalla fleiri myndir í framtíðinni, þetta er svo miklu skemmtilegra að eiga þetta í albúmi og geta flett þessu svona. Já svo erum við komin með kettling, hún er í dag sennilega rétt um 7 vikna þannig að hún hefur verið um 6 vikna þegar hún kom hingað, ósköp lítil, en afskaplega dugleg, ég segi að hún heldur að hún sé páfagaukur þvi hún vill helst alltaf vera uppi á öxlum á manni og horfa yfir svæðið í kringum sig. Hér er mynd af Kiöru þegar hún var ca. 10 daga gömul KKiara (nýi kettlingurinn okkar)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2007 | 18:59
Heilsufarið og fleira
Jæja ætli það sé ekki kominn tími til að setjast niður og punkta nokkrar línur hérna fyrir þá sem hafa gaman af að forvitnast, sem ég veit reyndar ekkert um því það kvittar aldrei neinn í gestabókina mína, sem mér finnst afskaplega leiðinlegt. En hvað um það, það helsta sem er að frétta héðan frá mér er að ég er að verða gömul eða a.m.k. gæti ég haldið það, ég var nefnilega að greinast með háþrýsting sem virðist vera kominn til að vera og er komin á lyf sem ég þarf sennilega að taka alla ævi, en hvað um það verra hefði þetta svo sem geta verið, reyndar er ekki komin fram nein ástæða fyrir þessum háþrýstingi, ég er búin að fara í blóðprufu og skila inn þvagprufu, svo er bara að bíða og sjá hvað kemur út úr þessu. Þegar ég fór til læknisins (var eiginlega í skyndi, vegna minnar eigin uppgötvunar) þá hlustaði hann mig hátt og lág, meira að segja hálsslagæðarnar, bankaði mig hátt og lágt og tók hjartalínurit sem hann sagði að kæmi þokkalega út, held að hann hafi verið alveg sammála mér í því að þrýstingurinn var orðinn svolítið hár hjá mér þegar hann mældi mig um hádegisbilið á þriðjudaginn en þá var þrýstingurinn 202/118 og var búinn að vera á þessu bilinu frá því kvöldinu áður, a.m.k. fóru neðri mörkin ekkert niður fyrir 100. Eðlil. þrýstingur er svona 120/70 - 80 eða það hefur hann alltaf verið hjá mér. En sem sagt ég er komin á lyf og vinn í því að reyna lækka hann með því að hérumbil að hætta að drekka kaffi, forðast allt salt, borða meira grænmeti og ávexti, svo er bara að bíða og sjá. Nú annað er svo sem bara allt fínt héðan, ekki nema 1 vika eftir af skólanum og svo hefst prófalesturinn, fyrra prófið hjá mér er 3 maí og seinn 9 maí, svo byrja ég í vinnustaðanámi 10 maí til 31 maí, síðan eftir það verður voða gaman því þá er ég bara í vinnunni næstu 3 mán, ca. og því ætti álagið aðeins að minnka á mér eða ég vona það, svo nú ligg ég bara á bæn og vona að mér gangi a.m.k. nógu vel í prófunum að ég nái þeim. Læt gott heita, muna svo að kvitta í gestabókina þið þarna úti sem eruð að forvitnast á heimasíðunni minni, lágmarkskurteisi að mínu mati.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2007 | 16:46
Páskar og fleira
Jæja þá eru páskarnir að klárast, í dag er annar í páskum og ég búin að vera í páskafríi eða þannig a.m.k. frá skólanum en er búin að vinna allt fríið, í dag kláraði ég 9 vaktina í röð og á eina eftir eða síðasta vaktin í bili er á morgun enda er páskafríið í skólanum þá líka búið, byrja í skólanum aftur á miðvikudaginn, og svo fer að styttast í prófin í skólanum gaman, gaman eða þannig. Sem betur fer er ég bara í 2 prófum í ár og svo hefst vinnustaðanámið hjá mér að ég held 10 maí en ég hef tímann frá 10 maí til 1 júní til að klára vinnustaðanámið í öldrun, er ég búin að fá að vita hvert ég fer en ég á að fara á deild K2 á Landakot, búin að fara og skoða deildina og spjalla aðeins við deildastjórann og þær sem verða leiðbeinendur mínir og lýst mér bara vel á það. Nú í gær langaði mig virkilega til að gera eitthvað eftir vinnu svo að ég ákvað að skreppa í sunnudagsrúnt og fór Þingvallahringinn og vitaskuld komu Tinna og FJóla með mér og Lappi, úr þessu varð bara virkilega skemmtilegur bíltúr, fórum við sem leið lá til Þingvalla með stoppi við skilti sem á stóð Öxarárfoss og ákváðum við að labba þangað, varð það aðeins lengri ganga en við héldum en það var bara skemmtilegra, nú svo ætlaði ég reyndar að Geysi en vegurinn sem lá þangað var lokaður af einhverjum orsökum þannig að við ákváðum að fara bara þangað seinna, kannski næstu helgi en þá er ég í fríi, þá jafnvel fara að Gullfoss líka, þetta er virkilega gaman að skella sér í svona bíltúra og komast út úr bænum smá stund. Ég setti inn nokkrar nýjar myndir úr þessum bíltúr mínum í gær í albúmið Landið okkar. Læt gott heita í bili.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2007 | 08:50
Jamm og jæja
Jæja ætla bara að láta vita að ég var að setja nokkrar nýjar myndir inn aðallega að sýna nýju klippinguna hennar Tinnu en hún lét klippa sig daginn eftir ferminguna hjá sér. Reyndar fer þessi klipping henni afskaplega vel að mínu mati. Annað er svo sem ekki að frétta, fór á Akranes í gær að skoða spítalann þar með skólanum, það var mjög gaman, þetta er virkilega flottur spítali, allt svo snyrtilegt og huggulegt þarna. Annars ekkert nýtt, er svona að rétt að ná endum saman á sjálfri mér eftir ferminguna er reyndar búin að vera vinna alla daga síðan nema í gær en er svo að vinna í kvöld líka þannig að ég er bara búin að vera virkilega þreytt en ætla að reyna fara rífa mig upp úr þessu sleni núna og reyna að fara í labbitúr með hann Lappa minn, a.m.k. eitthvað smá. Gott í bili bæbæbæb.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2007 | 09:27
Ferming afstaðin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2007 | 01:22
Nýjar myndir og aðrar upplýsingar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2007 | 08:16
Loksins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2007 | 12:25
Niðurstaða úr próf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2007 | 20:11
Skyndihjálp lokið
Jæja þá er skyndihjálparnámskeiðinu lokið, var í gær og dag á námskeiði í skyndihjálp og er mikið fegin að því sé lokið, ekki þar fyrir utan að þetta var ágætis námskeið, en að stija í 7 klst. í einu er svolítið mikið þreytandi, þrátt fyrir kaffipásur á 50 mín. fresti og tæpan klst í hádeginu þá var ég orðin svona frekar lúin í dag og var mikið fegin að við fengum að fara rétt fyrir kl 17 en þurftum ekki að vera til kl. 18 eins og til stóð upphafleg. Nú annað er það að ég fór í próf í hjúkrun 203 sl. fimmtudag og gekk ágætlega að ég held, við fáum vonandi prófin til baka í næstu viku og fáum þá að vita hvernig gekk. Nú ég ákvað að kíkja í Danshöllina í gær sem ég betur hefði látið ógert, hef ég ekki komið þangað ja síðan sl. haust en móttökurnar þar voru því líkar að ég held að ég fari ekki þangað á næstunni, þannig var að ég átti gamlan boðsmiða síðan ég hafði einhverntíman verið að hjálpa til á einhverju námskeiði og ákvað að nota hann, en konan sem var frammi að rukka brágst ókvæða við og fór í þvílíka fýla og sagði við mig "þú ætlar þó ekki að reyna sýna mér þetta, þú ætlar ekki að reyna segja mér það að þú hafir borgað þig inn á námskeið nýlega" ég bara hváði og spurði bara hvort að boðsmiði væri ekki boðsmiði en ef þetta kostaði ekki eitthvað vesen gæti ég alveg borgað mig inn en þá varð hún bara verri og skammaðist þvílíkt reif af mér miðann og sagðist alveg geta tekið við þessu, ég neitaði og vildi borga mig inn en hún var bara fúlli og tautaði eitthvað sem ég heyrði ekki og þegar ég hváði við þá sagðist hún ekkert hafa sagt og öll þessi fýla út af engu, meina það er engin tímamörk á þessum boðsmiðum og ég hélt að hann væri í góðu lagi en það var greinilega einhver misskilningur hjá mér, ja ég segi ekki annað en þangað fer ég ekki alveg á næstunni. Nú svo frétti ég það að það er ekki nóg með að þetta lið ætli að vera með ball daginn fyrir fermingu stelpunnar (en ég á salinn pantaðann fyrir fermingarveisluna hennar) þannig að ég fæ salinn ekki fyrr en um morguninn á fermingardeginum heldur skilst mér að það eigi að vera námskeið í salnum um kvöldið á fermingardeginum, núna er ég búin að reyna að fá ákveðin svör við þessu hvort að ég fái salinn eða ekki, eins og ég sagði við formann þessa félags að ég vil ekki henda fólki út eftir 2-3 tíma og riðja salinn í einhverju stress kasti, en hann getur ekki gefið mér ákveðið svar hvernig þetta verður, verður víst að tala við einhvern annan um það hvort að þau geti seinkað námskeiðnu um eina helgi eða eitthvað, svo leyfir hann sér að segja við mig að það hafi verið mistök að leigja mér salinn upphaflega, meina ég pantaði salinn í maí í fyrra og þá var mér sagt að þetta yrði ekkert mál, meina þessu fólki er ekki treystandi fyrir 5 aura er ég búin að komast að, svo nú hangir þetta allt í lausu lofti hvort ég fái salinn eða ekki þennan dag. Meira vesenið, ég ligg bara á bæn að þetta reddist allt saman á einn eða annan veg, því eins og staðan er í dag er vonalaust að fá annan sal, allir salir eru upppantaðir ári fyrir fermingar. Jæja læt gott heita af þessu rausi. Ætla að fara að horfa á eurovision. Bæbæ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)