Færsluflokkur: Bloggar

Eitt og annað!

Jæja þá er kominn tími til að koma með nýjar fréttir af mér og mínum.  Þannig er að ég fékk einkunnirnar mínar í dag og gæti ekki verið ánægðari með árangurinn en ég fékk 10 í hjúkrun 203 og 9 í hjúkrun 303 Grin svo að þetta er (þó ég segi sjálf frá) glæsilegur árangur að mínu mati, ég sem var að hafa áhyggjur af að ná ekki,W00t enda fannst mér mig ekkert ganga neitt sérlega vel í prófinu í hjúkrun 203, var samt að vonast til að skríða en svo fékk ég bara 10, glæsilegtGrin .  Nú annað nýtt er að ég er búin að vera vinna í garðinum mínum, eða ég og Fjóla mín, svo hefur Tinna aðeins rétt mér hjálparhönd líka, og má segja að við séum búnar að hreinsa í bili, Fjóla byrjaði að hreinsa tjörnina í fyrradag og kláraði ég að hreinsa hana í dag, fyllti hana svo með hreinu vatni og kom dælunni fyrir sem ég keypti um daginn og "valla" komin með gosbrunn í garðinn minn, rosalega flott he he.Halo   Svo nú get ég farið að tína út álfana mína einn af öðrum og koma þeim fyrir í garðinum, blómin öll komin á fínt skrið bæði túlipanarnir sem Fjóla gróðursetti sl. haust og líka blómin sem ég fékk hjá Sjan, vinkonu mömmu, allt hefur þetta lifað af veturinn og er komið á fullt í vexti og við það að fara blómstra.Heart   Ég skrapp aðeins í Garðheima í dag og ætlaði að kaupa hvíta skrautsteina en þá voru þeir vitanlega ekki til, Errm ætla að kíkja eftir þeim í Blómavali á morgun, en reyndar skoðaði ég rósatré, ég ætla nefnilega að gera eina tilraun enn til að koma til rós hjá mér og reyna að fara rétt að þessu núna,Joyful kaupa mér sérstaka rósamold, gera smá upphækkun í einu horninu á garðinum mínum og setja rósina þar niður, svo þarf ég að fara koma laukunum og sumarblómunum út í beðið líka, nóg að gera við að rækta upp garðinn, enda er hann að verða svo flottur hjá mér.   Nú svo koma hér smá fréttir af Kíöru, kettlingnum okkar, hún dafnar rosalega vel, stækkar hratt og er orðin hinn mesti ofurhugi, klifrar upp eftir sófabökum og er farin að þora að hoppa niður úr sófaninum og jafnvel niður af sófaborðinu he he, rosalega kjörkuð litla skinni, en hún er samt algjör dúlla.  Jæja læt gott heita í bili, ætla að fara skella mér í bólið Sleeping

Prófin búin

Jæja þá er komið að því að ég gat sest niður smá stund og skrifað eitthvað hérna á síðuna mína.  Núna eru prófin búin, tók reyndar bara tvö próf og fannst það bara alveg feiki nóg, þessa dagana er ég í vinnustaðanámi á Landakoti og líkar bara vel, maður fær að gera eitt og annað sem ég geri ekki í vinnunni, eins og t.d. mæla blóðsykur og gefa insúlín, þetta er eitthvað sem hjúkrunarfræðingarnir hafa alveg gert hjá okkur, svo þetta er spennandi, reyndar hef ég bara mælt blóðsykur tvisvar og gaf insúlín í fyrsta sinn í morgun.  Nú annað er svo sem ekki merkilegt að frétta héðan, er aðeins byrjuð að hreinsa garðinn minn, samt ekkert að flýta mér of mikið að því, enn svolítið kalt í veðri, en fer vonandi hlýnandi fljótlega.  Fór reyndar um daginn og lét framkall rúmlegar 300 myndir hjá mér af tveim diskum, þetta voru myndir frá Portúgal og Finnlandi, síðan ætla ég að reyna framkalla fleiri myndir í framtíðinni, þetta er svo miklu skemmtilegra að eiga þetta í albúmi og geta flett þessu svona.  Já svo erum við komin með kettling, hún er í dag sennilega rétt um 7 vikna þannig að hún hefur verið um 6 vikna þegar hún kom hingað, ósköp lítil, en afskaplega dugleg, ég segi að hún heldur að hún sé páfagaukur þvi hún vill helst alltaf vera uppi á öxlum á manni og horfa yfir svæðið í kringum sig.  Hér er mynd af Kiöru þegar hún var ca. 10 daga gömul KKrúttulíus 3-31-2007 10-30-02 AM 2816x2112Kiara (nýi kettlingurinn okkar)

 

 

 


Heilsufarið og fleira

Jæja ætli það sé ekki kominn tími til að setjast niður og punkta nokkrar línur hérna fyrir þá sem hafa gaman af að forvitnast, sem ég veit reyndar ekkert um því það kvittar aldrei neinn í gestabókina mína, sem mér finnst afskaplega leiðinlegt.  En hvað um það, það helsta sem er að frétta héðan frá mér er að ég er að verða gömul eða a.m.k. gæti ég haldið það, ég var nefnilega að greinast með háþrýsting sem virðist vera kominn til að vera og er komin á lyf sem ég þarf sennilega að taka alla ævi, en hvað um það verra hefði þetta svo sem geta verið, reyndar er ekki komin fram nein ástæða fyrir þessum háþrýstingi, ég er búin að fara í blóðprufu og skila inn þvagprufu, svo er bara að bíða og sjá hvað kemur út úr þessu.  Þegar ég fór til læknisins (var eiginlega í skyndi, vegna minnar eigin uppgötvunar) þá hlustaði hann mig hátt og lág, meira að segja hálsslagæðarnar, bankaði mig hátt og lágt og tók hjartalínurit sem hann sagði að kæmi þokkalega út, held að hann hafi verið alveg sammála mér í því að þrýstingurinn var orðinn svolítið hár hjá mér þegar hann mældi mig um hádegisbilið á þriðjudaginn en þá var þrýstingurinn 202/118 og var búinn að vera á þessu bilinu frá því kvöldinu áður, a.m.k. fóru neðri mörkin ekkert niður fyrir 100.  Eðlil. þrýstingur er svona 120/70 - 80 eða það hefur hann alltaf verið hjá mér.  En sem sagt ég er komin á lyf og vinn í því að reyna lækka hann með því að hérumbil að hætta að drekka kaffi, forðast allt salt, borða meira grænmeti og ávexti, svo er bara að bíða og sjá.  Nú annað er svo sem bara allt fínt héðan, ekki nema 1 vika eftir af skólanum og svo hefst prófalesturinn, fyrra prófið hjá mér er 3 maí og seinn 9 maí, svo byrja ég í vinnustaðanámi 10 maí til 31 maí, síðan eftir það verður voða gaman því þá er ég bara í vinnunni næstu 3 mán, ca. og því ætti álagið aðeins að minnka á mér eða ég vona það, svo nú ligg ég bara á bæn og vona að mér gangi a.m.k. nógu vel í prófunum að ég nái þeim. Læt gott heita, muna svo að kvitta í gestabókina þið þarna úti sem eruð að forvitnast á heimasíðunni minni, lágmarkskurteisi að mínu mati.

 


Páskar og fleira

Jæja þá eru páskarnir að klárast, í dag er annar í páskum og ég búin að vera í páskafríi eða þannig a.m.k. frá skólanum en er búin að vinna allt fríið, í dag kláraði ég 9 vaktina í röð og á eina eftir eða síðasta vaktin í bili er á morgun enda er páskafríið í skólanum þá líka búið, byrja í skólanum aftur á miðvikudaginn, og svo fer að styttast í prófin í skólanum gaman, gaman eða þannig.  Sem betur fer er ég bara í 2 prófum í ár og svo hefst vinnustaðanámið hjá mér að ég held 10 maí en ég hef tímann frá 10 maí til 1 júní til að klára vinnustaðanámið í öldrun, er ég búin að fá að vita hvert ég fer en ég á að fara á deild K2 á Landakot, búin að fara og skoða deildina og spjalla aðeins við deildastjórann og þær sem verða leiðbeinendur mínir og lýst mér bara vel á það. Nú í gær langaði mig virkilega til að gera eitthvað eftir vinnu svo að ég ákvað að skreppa í sunnudagsrúnt og fór Þingvallahringinn og vitaskuld komu Tinna og FJóla með mér og Lappi, úr þessu varð bara virkilega skemmtilegur bíltúr, fórum við sem leið lá til Þingvalla með stoppi við skilti sem á stóð Öxarárfoss og ákváðum við að labba þangað, varð það aðeins lengri ganga en við héldum en það var bara skemmtilegra, nú svo ætlaði ég reyndar að Geysi en vegurinn sem lá þangað var lokaður af einhverjum orsökum þannig að við ákváðum að fara bara þangað seinna, kannski næstu helgi en þá er ég í fríi, þá jafnvel fara að Gullfoss líka, þetta er virkilega gaman að skella sér í svona bíltúra og komast út úr bænum smá stund.  Ég setti inn nokkrar nýjar myndir úr þessum bíltúr mínum í gær í albúmið Landið okkar.  Læt gott heita í bili.


Jamm og jæja

Jæja ætla bara að láta vita að ég var að setja nokkrar nýjar myndir inn aðallega að sýna nýju klippinguna hennar Tinnu en hún lét klippa sig daginn eftir ferminguna hjá sér.  Reyndar fer þessi klipping henni afskaplega vel að mínu mati.  Annað er svo sem ekki að frétta, fór á Akranes í gær að skoða spítalann þar með skólanum, það var mjög gaman, þetta er virkilega flottur spítali, allt svo snyrtilegt og huggulegt þarna.  Annars ekkert nýtt, er svona að rétt að ná endum saman á sjálfri mér eftir ferminguna er reyndar búin að vera vinna alla daga síðan nema í gær en er svo að vinna í kvöld líka þannig að ég er bara búin að vera virkilega þreytt en ætla að reyna fara rífa mig upp úr þessu sleni núna og reyna að fara í labbitúr með hann Lappa minn, a.m.k. eitthvað smá.  Gott í bili bæbæbæb.


Ferming afstaðin

Jæja þá er fermingunni lokið og gekk hún bara alveg frábærlega vel bæði í kirkjunni og veislan alveg yndisleg, enda var ég með frábært fólk mér til aðstoðar þannig að ég þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur, allt gekk eins og vel smurð vél.  Stelpan var alveg himinlifandi með daginn og fékk hún fullt af gjöfum, hún fékk nokkur hálsmen, eitt armband, eina eyrnalokka, tvenn skartgripaskrín, sem var bara gott því henni virkilega vantaði svoleiðis, róðurkross til að hengja upp á vegg hjá sér, DVD spilara, ipod nano, stereogræjur, sjónvarp og fullt af peningum þannig að hún var mjög ánægð, reyndar alveg búin úr þreytu eins og allir aðrir eftir daginn.  Svo daginn eftir skellti hún sér í klippingu, fór og lagði peningana sína inn á reikning, eitthvað inn á framtíðarreikning, annað inn á vaxtalínuna og svo fer eitthvað á aðra bók sem hún á, eins gott að vera dugleg að spara peningana sína.  Einnig skrapp hún og keypti sér borð undir sjónvarpið og DVD og er það allt komið upp.  En endilega kíkið á myndirnar og skoðið, kvitta svo í gestabókina mína.  Bæ bæ.

Nýjar myndir og aðrar upplýsingar

Já jæja ég var að setja inn nýjar myndir af skvísunum mínum svona bara að ganni.  Aðrar fréttir eru þær að ég fór í próf í hjúkrun 303 að mig minnir 10 mars og fékk 9,3 í því prófi, gæti ekki verið ánægðari með það.  Nú stóri dagurinn hennar Tinnu nálgast óðum en það er núna á sunnudaginn sem að hann er, ég er búin að vera að snúast á fullu í kringum þetta til að redda öllu því sem reddað verður eða þannig og á morgun verður líklega lokahöndin lögð á þetta a.m.k. af því sem ég geri en það er að skreyta allar kökurnar og gera brauðterturnar og svoleiðis, þetta hefur allt kostað umtalsverða peningar en ég meina hún fermist jú bara einu sinni skvísan, viss um að hún verði glæsileg, við fórum í myndatöku 1 mars sem tókst alveg frábærlega og var Lappi hafður með á nokkrum myndum og tókust þær bara æðislega vel alveg furðulega þar sem að Lappi minn vildi helst ekkert vera þarna inni, honum fannst þetta eitthvað skrítinn staður og örugglega skrítin lykt.  Nú þegar fermingin er búin þá þarf ég reyndar að huga að því að fara með Lappa til dýralæknis til að láta tannhreinsa hann það er víst kominn tími til.  Annars er búið að bjóða mér í svo margar fermingarveislur að maður verður úttroðinn langt fram í miðjan apríl, nú svo á elsti bróðir minn 50 ára afmæli í apríl svo það er nóg að gera í veisluhöldum framundan.  Jæja læt gott heita og minni enn og aftur á að endilega kvittið í gestabókina hjá mér.  BÆBÆ.

Loksins

Já loksins er ég búin að fá svar við því hvort að ég fæ salinn á fermingardaginn eða ekki og sem betur fer þá fæ ég að halda honum þetta kvöld, þannig að núna fyrst get ég farið að undirbúa ferminguna af fullum þunga, þetta er búin að vera leiðinlega vika að vita ekki hvernig þetta færi en sem sagt ég fæ að halda salnum og þá fer þetta allt að ganga.  Annað er það að í næstu viku eru Árdagar í skólanum en þá er reyndar skildumæting á eitthver 5 atriði í skólanum og að mínu mati er nú ekki margt spennandi þarna fyrir mig en þó fann ég 5 atriði sem ég ætla að reyna mæta á en það eu 3 atriði fyrsta daginn eða 27 feb. og svo 1 atriði 27 feb. og eitt 29 feb.  Þetta eru einhverjir fyrirlestrar en reyndar ætla ég að taka Tinnu og Fjólu með mér á þriðjudaginn 28 því þá er fræðsla sem heitir hvernig verð ég dýralæknir og það kemur dýralæknir í skólann með þessa fræðslu og þar sem að hún Fjóla hefur alltaf talað um það að henni langi til að verða dýralæknir að þá er kjörið að leyfa henni að koma með á þennan fyrirlestur og svo klst. seinna er svona hekl og prjón sem ég hef gaman af og reyndar Tinna líka svo við ætlum þangað líka, svo er eitthverskonar sjálfsvarnartími sem ég ætla í og skartgripagerð sem er 28 og svo er fyrirlestur 1 mars sem heitir það er blessun að lifa með fötlun eða eitthvað svoleiðis sem ég ætla að hlusta á en reyndar má ég ekkert vera að því að vera í skólanum 1 mars því að þá er myndatakan hjá Tinnu en þessi fyrirlestur er kl. 10 þannig að þetta sleppur.  Jæja læt gott heita. bæbæ.

Niðurstaða úr próf

Jæja þá er ég búin að fá úr hjúkrunarprófinu sem ég var í um daginn en ég fékk 8,3 úr prófinu og er ég bara sátt við það.  Einnig er ég búin að fá boðskortin svo nú er ég tilbúin að senda þau af stað eða þannig, það er eitthvað mikið mál með salinn, þannig er að þeir eru að reyna troða námskeiði í salinn (en þetta er Danshallar salurinn) sama kvöld og ég ætla að vera með veilsuna, ég búin að ræða við þá og það oftar en einu sinni en þeir virðast ekki geta komið því inn í hausinn á sér að ef ég fæ salinn (sem ég á rétt á þar sem ég pantaði hann í maí í fyrra) að þá nenni ég ekki að vera stressa mig í lok dags vegna þess að eitthvað fólk er að koma á námskeið, þeir töluðu um það hvort ekki væri hægt að halda námskeiðið þá kl. 9 um kvöldið í stað 08:30 (vá 1/2 tíma seinkun) en ég er bara ekki tilbúin til þess því ég veit að ég verð alltaf á klukkunni og nýt því mín engan vegin og get ekki slakað á neitt allann daginn, ég vil bara fá salinn og geta gengið frá honum í rólegheitum um kvöldið án þess að eiga það á hættu að eitthvað fólk komi stormandi inn á eitthvað námskeið áður en ég verð búin að ganga frá.  Svo nú bíð ég og vona að allt fari nú að ganga hjá mér, þetta er virkilega pirrandi því ég get eiginlega ekki byrjað á fullu með undirbúninginn fyrr en ég fæ endanlegt svar hvernig þetta verður, það er búið að lofa mér að fá svar í kvöld og ég vona bara að það standist.  Gott í bili.

Skyndihjálp lokið

Jæja þá er skyndihjálparnámskeiðinu lokið, var í gær og dag á námskeiði í skyndihjálp og er mikið fegin að því sé lokið, ekki þar fyrir utan að þetta var ágætis námskeið, en að stija í 7 klst. í einu er svolítið mikið þreytandi, þrátt fyrir kaffipásur á 50 mín. fresti og tæpan klst í hádeginu þá var ég orðin svona frekar lúin í dag og var mikið fegin að við fengum að fara rétt fyrir kl 17 en þurftum ekki að vera til kl. 18 eins og til stóð upphafleg.  Nú annað er það að ég fór í próf í hjúkrun 203 sl. fimmtudag og gekk ágætlega að ég held, við fáum vonandi prófin til baka í næstu viku og fáum þá að vita hvernig gekk.  Nú ég ákvað að kíkja í Danshöllina í gær sem ég betur hefði látið ógert, hef ég ekki komið þangað ja síðan sl. haust en móttökurnar þar voru því líkar að ég held að ég fari ekki þangað á næstunni, þannig var að ég átti gamlan boðsmiða síðan ég hafði einhverntíman verið að hjálpa til á einhverju námskeiði og ákvað að nota hann, en konan sem var frammi að rukka brágst ókvæða við og fór í þvílíka fýla og sagði við mig "þú ætlar þó ekki að reyna sýna mér þetta, þú ætlar ekki að reyna segja mér það að þú hafir borgað þig inn á námskeið nýlega" ég bara hváði og spurði bara hvort að boðsmiði væri ekki boðsmiði en ef þetta kostaði ekki eitthvað vesen gæti ég alveg borgað mig inn en þá varð hún bara verri og skammaðist þvílíkt reif af mér miðann og sagðist alveg geta tekið við þessu, ég neitaði og vildi borga mig inn en hún var bara fúlli og tautaði eitthvað sem ég heyrði ekki og þegar ég hváði við þá sagðist hún ekkert hafa sagt og öll þessi fýla út af engu, meina það er engin tímamörk á þessum boðsmiðum og ég hélt að hann  væri í góðu lagi en það var greinilega einhver misskilningur hjá mér, ja ég segi ekki annað en þangað fer ég ekki alveg á næstunni.  Nú svo frétti ég það að það er ekki nóg með að þetta lið ætli að vera með ball daginn fyrir fermingu stelpunnar (en ég á salinn pantaðann fyrir fermingarveisluna hennar) þannig að ég fæ salinn ekki fyrr en um morguninn á fermingardeginum heldur skilst mér að það eigi að vera námskeið í salnum um kvöldið á fermingardeginum, núna er ég búin að reyna að fá ákveðin svör við þessu hvort að ég fái salinn eða ekki, eins og ég sagði við formann þessa félags að ég vil ekki henda fólki út eftir 2-3 tíma og riðja salinn í einhverju stress kasti, en hann getur ekki gefið mér ákveðið svar hvernig þetta verður, verður víst að tala við einhvern annan um það hvort að þau geti seinkað námskeiðnu um eina helgi eða eitthvað, svo leyfir hann sér að segja við mig að það hafi verið mistök að leigja mér salinn upphaflega, meina ég pantaði salinn í maí í fyrra og þá var mér sagt að þetta yrði ekkert mál, meina þessu fólki er ekki treystandi fyrir 5 aura er ég búin að komast að, svo nú hangir þetta allt í lausu lofti hvort ég fái salinn eða ekki þennan dag.  Meira vesenið, ég ligg bara á bæn að þetta reddist allt saman á einn eða annan veg, því eins og staðan er í dag er vonalaust að fá annan sal, allir salir eru upppantaðir ári fyrir fermingar. Jæja læt gott heita af þessu rausi. Ætla að fara að horfa á eurovision. Bæbæ.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband