Færsluflokkur: Bloggar
10.9.2007 | 14:35
Fleiri fréttir af Púka
Jæja þetta fer nú að verða eins konar framhaldssaga af honum Púka, eins og ég sagði í síðustu færslu þá fótbrotnaði Púki og þurfti að fara tvisvar til Dýralæknis á rúmum sólarhring, svæfður þrisvar og alltaf sett nýtt og betra gips sem átti að tolla og á endanum var steypt utan um fótinn á honum gamalsdagsgips sem átti nú að tolla, það var á miðvikudeginum, nema hvað á laugardagskvöld þá er hann eitthvað að koma sér fyrir í neðstu hillu í veggsamstæðu hjá Fjólu og þá dettur gipsið af honum í heilu lagi, ekki nóg með það heldur var hann kominn með heljarinnar ljótt núningssár á fótinn undan gipsinu. Nú ég hafði samband við Dýra strax og hún bað mig að koma með hann á mánudagsmorguns (sem sagt í morgun) aftur svo hægt væri að skoða greyið þ.e.a.s ef hann gæti verið til friðs fram á mánudag, nú Púki var bara afskaplega stilltur í herbergi Fjólu, lá bara fyrir í rúminu hennar, fór aðeins í kassann fyrri nóttina en að öðru leyti svaf hann bara að mestu leyti, enda á verkjalyfjum sem kannski hafa eitthvað sljógvað hann. Nú ég fór svo með hann aftur í morgun, dýralæknum ekki til mikillar ánægju að fá hann enn eina ferðina, skildi hann eftir og sótti hann aftur um tvö leytið og er hann sem sagt kominn heim aftur, núna með sýklalyf og kominn í enn eitt gipsið og mér sagt að reyna láta hann halda kyrru fyrir, svo að hann er bara í hundabúrinu hans Lappa, greinilega ekkert sérlega ánægður þar, því ég heyri mikið brölt og klór í honum, en hann er búinn að fá að borða og svoleiðis. EN svo ef þetta tollir á honum þá á ég að koma með hann aftur eftir 1 - 2 vikur til að ath. brotið, það hafði víst eitthvað gengið til og sem sagt hann er kominn á sýklalyf sem hann á að fá tvisvar á dag.
Hér eru svo tvær myndir af honum í nýja gipsinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2007 | 18:47
Púki kominn í gips
Jæja þá er kominn tími til að segja smá fréttir af mér og mínum, helstu fréttir af mér eru þær að skólinn er byrjaður og gengur bara vel, er bara í tveim fögum sem betur fer eru þau samfelld þannig að ég er bara í tvo samfelldum tímum á dag, 4 daga vikunnar, nú Kiddi minn er vitaskuld byrjaður í skólanum líka og heyrist mér á honum að það gangi bara allt vel þar, einnig Anna Lísa, hún hélt vitaskuld áfram og ætlar að klára stúdentinn vonandi næsta vor og þar gengur allt vel, og svo hún FJóla, hún er rosalega dugleg hjólar á hverjum degi í skólann en hún er í MK og gengur rosalega vel, eitthvað er af götum í stundaskránni hennar en þau notar hún til að læra og svo ætlar hún að fara að stunda sund en það verða íþróttirnar hennar í vetur, reyndar er hún eini nemandinn í öllum MK skólanum sem vill frekar fara í sund en í Sporthúsið en það er bara flott, stutt að hjóla í laugina úr skólanum og hún er í góðum götum bæði á fimmtudag og föstudögum sem hún getur notað í þetta. En aðalfréttin er kannski af honum Púka, honum tókst að fótbrjóta sig, hvernig hann fór að því er ekki vitað en hann fór út eitt kvöldið og skilaði sér ekkert heim þá nóttina sem var ekki alveg samkvæmt venju, ekki kom hann neitt heim daginn eftir heldur og þá var ég farin að hafa áhyggjur af honum því hann kemur alltaf mörgum sinnum á dag til að borða, nú næstu nótt hrökk ég upp við eymdarvæl við gluggann hjá mér og þá var hann kominn og vældi á mig, ég reyndi að fá hann til að koma inn en ekkert gekk svo ég fór út og sótti hann, þegar ég setti hann niður þá datt hann bara út á hlið og sá ég þá að eitthvað var að, ákvað að hafa hann bara í rúminu mínu um nóttina og fylgjast með honum og fór svo með hann um morgunin til dýra, þar var hann allann daginn og þegar ég sótti hann seinnipartinn var mér sagt að hann hefði hælbrotnað, og var hann kominn í flottar spelkur, fór ég með hann heim og fékk einhverj verkjalyf með honum, þegar heim kom setti ég hann á gólfið og fór að sækja mat handa honum en þá tókst honum að ná af sér spelkunni einhvernveginn þannig að ég þurfti að brenna með hann aftur til dýra og þegar ég var búin að bíða í ca. 2 tíma var ákveðið að láta hann gista um nóttina, fór ég svo aftur á hádegi í dag til að sækja hann en enn var hann ekki tilbúinn, höfðu þær sett á hann gipsspelku kvöldið áður en þegar þær mættu í morgun var hann búinn að ná henni af sér líka, þannig að enn þurfti að svæfa hann og nú var hann settur í gamaldagsgips, sótti ég hann síðan um 6 leytið og er hann núna í hundabúrinu í herberginu hennar Fjólu, hálf drugeraður og slappur, reyndar búinn að borða svolítið og drekka, reynir mikið að brölta um
Hér eru tvær myndir af Púka í gipsinu, vonandi að það tolli nú bara á honum.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2007 | 11:10
Smá fréttir eftir frí
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2007 | 22:35
Þrif o.fl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2007 | 11:37
Fleiri útskriftir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2007 | 22:57
Flutningar
Já ég er aldeilis búin að standa i stórræðum í dag en samt ekkert á við Önnu Lísu, því þegar hún ákveður eitthvað þá er bara farið af stað eins og jarðýta sé á ferðinni, málið var að ég bauð henni að koma heim þar til hún er búin að finna sér endanlegt húsnæði en hún leigir eins og er af vinkonu sinni en nú er sem sagt búið að selja íbúðina sem hún leigir og því þarf hún að flytja, en sem sagt bauð ég henni að koma heim til að spara henni peninga allt svo þá þarf hún ekki að borga leigu þar til að hún er búin að finna sér íbúð (en hún ætlar að kaupa) og getur flutt. Hún var frekar treg til en svo hringdi hún í mig í gærmorgun og lét mig vita að hún ætlaði að taka tilboðinu og var þá búin að láta vinkonu sína vita þessari sem hún leigir af og að hún myndi flyta á næstu 2-3 dögum, allt í lagi með það nema hvað að ég átti eftir að taka til í bílskúrnum svo hægt væri að koma búslóðinni hennar fyrir og Tinna mín þurfti að flyta dótið sitt eða allt svo fötin sín yfir í mitt herbergi og taka til í herberginu sínu því Anna Lísa fær það þangað til hún flytur, nema Anna Lísa mætir til mín í morgun til að fá bílinn minn lánaðan því hann er með krók síðan dreif hún sig heim til að byrja taka til í bílskúrnum, nema hvað þegar ég kem heim þá er bara bílskúrinn lá við tómur, eina ferð fór ég jú í sorpu en það var nú svo lítið sem ég fór með, aðallega dót úr geymslunni, nú svo fórum við heim til hennar og byrjuðum að ryðja húsgögnunum hennar niður en hún býr á 2 hæð, og fylltum ganginn niðri af dóti, vorum með kerruna og æltuðum bara að flytja allt dótið hennar í kerrunni heim til mín, smá rigndi reyndar en svo jókst alltaf rigningin, nú við vorum að í 3 tíma og ég fékk reyndar pabba minn og mömmu til liðs við okkur líka en svo ákváðum við að hætta rúml. 9 því það var komin svo mikil rigning og pabbi hafði bent mér á að tala við mann sem hann þekkir og er á sendiferðarbíl, hann ætlar að reyna koma á morgun og taka restina, nema hvað að við erum næstum búnar að tæma íbúðina hennar, allt í stofunni, litla herberginu og eitthvað fleira er komið í skúrinn, hún heldur reyndar rúminu og kisurnar hennar eru enn heima, en býst sem sagt við að þetta klárist á morgun, sem sagt búið að vera mikið að gera í dag, gott í bili, þarf víst að mæta til vinnu á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2007 | 17:29
Jæja mætt til vinnu aftur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2007 | 19:42
Vinnustaðanámi lokið o.fl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2007 | 18:01
Útskrift og fleira
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2007 | 21:59
Vorið er komið
Já vorið er komin og þar með eru vorverkin í garðinum hafin, hef ég verið að vinna í garðinum mínum undanfarið og núna má segja að hann sé svona nokkurn veginn kominn í það horf sem ég vil hafa hann, a.m.k. í bili, ég er sem sagt komin með tjörn með gosbrunni í, svo í dag keypti ég mér rós og rósamold svo er bara sjá og bíða hvort að þessi rós lifir hjá mér, ég er búin að gera tvær aðrar tilraunir að planta rós hjá mér en þær hafa ekki lifað, svo nú vona ég að þetta takist, þessi rós sem ég keypti í dag á að vera sú harðgerðasta af þeim öllum er mér sagt, nú svo í dag setti ég út alla álfana mína og mylluna svo að þetta fer nú allt að koma held ég. Ég var líka að prufa að setja inn myndbönd eða smá videoklips úr myndavélinni minni, annað er af Tinnu og vinum hennar í fallturninum í fjölskyldugarðinum, en við fórum þangað í dag þar sem það var frítt í garðinn og veðrið mjög gott, og hitt er af garðinum mínum. Einnig setti ég inn nýjar myndir af garðinum mínum eins og hann lítur út í dag. Hér er mynd af rósinni sem ég keypti og álfurinn sem er að vökva hana mun vonandi vernda hana og styrkja, he he.
og hér sést mynd af gosbrunninum í tjörninni, einnig eru nokkrir álfar þar í kring, svo í framtíðinni ætla ég að fá mér stytti líka í tjörnina sem annað hvort bunar vatni yfir í tjörnina eða rennur vatn yfir styttuna og í tjörnina aftur, er reyndar búin að sjá voða flotta styttu af konu sem heldur á blómakeri yfir höfði sér og rennur vatn úr blómakerinu yfir konuna og niður í tjörnina aftur, voða flott, ætli það verði ekki sú sem ég kaupi fyrir rest. Gott í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)