Færsluflokkur: Bloggar

Fleiri fréttir af Púka

Jæja þetta fer nú að verða eins konar framhaldssaga af honum Púka, eins og ég sagði í síðustu færslu þá fótbrotnaði Púki og þurfti að fara tvisvar til Dýralæknis á rúmum sólarhring, svæfður þrisvar og alltaf sett nýtt og betra gips sem átti að tolla og á endanum var steypt utan um fótinn á honum gamalsdagsgips sem átti nú að tolla, það var á miðvikudeginum, nema hvað á laugardagskvöld þá er hann eitthvað að koma sér fyrir í neðstu hillu í veggsamstæðu hjá Fjólu og þá dettur gipsið af honum í heilu lagi, ekki nóg með það heldur var hann kominn með heljarinnar ljótt núningssár á fótinn undan gipsinu.  Nú ég hafði samband við Dýra strax og hún bað mig að koma með hann á mánudagsmorguns (sem sagt í morgun) aftur svo hægt væri að skoða greyið þ.e.a.s ef hann gæti verið til friðs fram á mánudag, nú Púki var bara afskaplega stilltur í herbergi Fjólu, lá bara fyrir í rúminu hennar, fór aðeins í kassann fyrri nóttina en að öðru leyti svaf hann bara að mestu leyti, enda á verkjalyfjum sem kannski IMG_0009hafa eitthvað sljógvað hann.  Nú ég fór svo með hann aftur í morgun, dýralæknum ekki til mikillar ánægju að fá hann enn eina ferðina, skildi hann eftir og sótti hann aftur um tvö leytið og er hann sem sagt kominn heim aftur, núna með sýklalyf og kominn í enn eitt gipsið og mér sagt að reyna láta hann halda kyrru fyrir, svo að hann er bara í hundabúrinu hans Lappa, greinilega ekkert sérlega ánægður þar, því ég heyri mikið brölt og klór í honum, en hann er búinn að fá að borða og svoleiðis.  EN svo ef þetta tollir á honum þá á ég að koma með hann aftur eftir 1 - 2 vikur til að ath. brotið, það hafði víst eitthvað gengið til og sem sagt hann er kominn á sýklalyf sem hann á að fá tvisvar á dag.                                                             

 Hér eru svo tvær myndir af honum í nýja gipsinu. 

 

                                                                                                                                                                                          IMG_0007


Púki kominn í gips

Jæja þá er kominn tími til að segja smá fréttir af mér og mínum, helstu fréttir af mér eru þær að skólinn er byrjaður og gengur bara vel, er bara í tveim fögum sem betur fer eru þau samfelld þannig að ég er bara í tvo samfelldum tímum á dag, 4 daga vikunnar, nú Kiddi minn er vitaskuld byrjaður í skólanum líka og heyrist mér á honum að það gangi bara allt vel þar, einnig Anna Lísa, hún hélt vitaskuld áfram og ætlar að klára stúdentinn vonandi næsta vor og þar gengur allt vel, og svo hún FJóla, hún er rosalega dugleg hjólar á hverjum degi í skólann en hún er í MK og gengur rosalega vel, eitthvað er af götum í stundaskránni hennar en þau notar hún til að læra og svo ætlar hún að fara að stunda sund en það verða íþróttirnar hennar í vetur, reyndar er hún eini nemandinn í öllum MK skólanum sem vill frekar fara í sund en í Sporthúsið en það er bara flott, stutt að hjóla í laugina úr skólanum og hún er í góðum götum bæði á fimmtudag og föstudögum sem hún getur notað í þetta.  En aðalfréttin er kannski af honum Púka, honum tókst að fótbrjóta sig, hvernig hann fór að því er ekki vitað en hann fór út eitt kvöldið og skilaði sér ekkert heim þá nóttina sem var ekki alveg samkvæmt venju, ekki kom hann neitt heim daginn eftir heldur og þá var ég farin að hafa áhyggjur af honum því hann kemur alltaf mörgum sinnum á dag til að borða, nú næstu nótt hrökk ég upp við eymdarvæl við gluggann hjá mér og þá var hann kominn og vældi á mig, ég reyndi að fá hann til að koma inn en ekkert gekk svo ég fór út og sótti hann, þegar ég setti hann niður þá datt hann bara út á hlið og sá ég þá að eitthvað var að, ákvað að hafa hann bara í rúminu mínu um nóttina og fylgjast með honum og fór svo með hann um morgunin til dýra, þar var hann allann daginn og þegar ég sótti hann seinnipartinn var mér sagt að hann hefði hælbrotnað, og var hann kominn í flottar spelkur, fór ég með hann heim og fékk einhverj verkjalyf með honum, þegar heim kom setti ég hann á gólfið og fór að sækja mat handa honum en þá tókst honum að ná af sér spelkunni einhvernveginn þannig að ég þurfti að brenna með hann aftur til dýra og þegar ég var búin að bíða í ca. 2 tíma var ákveðið að láta hann gista um nóttina, fór ég svo aftur á hádegi í dag til að sækja hann en enn var hann ekki tilbúinn, höfðu þær sett á hann gipsspelku kvöldið áður en þegar þær mættu í morgun var hann búinn að ná henni af sér líka, þannig að enn þurfti að svæfa hann og nú var hann settur í gamaldagsgips, sótti ég hann síðan um 6 leytið og er hann núna í hundabúrinu í herberginu hennar Fjólu, hálf drugeraður og slappur, reyndar búinn að borða svolítið og drekka, reynir mikið að brölta um                  

IMG_0270

IMG_0272Hér eru tvær myndir af Púka í gipsinu, vonandi að það tolli nú bara á honum. 

Smá fréttir eftir frí

Jæja þá er víst kominn tími til að koma hérna með smá fréttir af okkur eftir sumarfríið, búin að vera í 3 vikna sumarfrí, byrja að vinna aftur á morgun, fyrstu vikuna var ég nú bara heima að dúlla mér að taka til, slaka á og slá garðinn og fleira í þeim dúr en þann 6 júlí fórum við mæðgur norður á Selnesið og erum sem sagt búnar að eiga þar frábæra 16 daga, reyndar vorum við minnst einar þar, við komum norður á föstudegi en pabbi og mamma komu svo á þriðjudegi, á miðvikudegi bar byrjað að slá upp stillas fyrst fyrir vestan hús og síðan austan megin þar sem það átti að drífa í því að taka þakið í gegn, nú þau fóru svo aftur á mánudagsmorni en á sunnudeginum kom Anna Lísa mín og við skelltum okkur inn á Akureyri á mánudeginum eftir að pabbi og mamma fóru, skruppum í Hagkauo, sund, út að borða, og í Bónus, vitaskuld allar 4 mæðgurnar.  Nú svo fór Anna Lísa um kvöldið heim aftur enda þurfti hún að fara í vinnu næsta morgunn.  Síðan fengum við smá frið til að dúlla okkur einar alveg fram á miðvikudag og þó ekki því Danni bróðir minn og sonur hans komu á þriðjudeginum í girðinarvinnu, sást reyndar lítið til þeirra þar sem landið er stórt og margar girðinar sem þurfti að huga að, svo undir kvöld þegar búið var að laga allar girðingar þá fékk hann stelpurnar mínar og soninn til að reka hrossinn neðan af nesi upp í rétt og síðan var þeim slepp upp á hamrabergið.  Nú svo á miðvikudeginum eða réttarasagt á fimmtudagsnóttina komu Steinar og Þórdís og dætur en þá voru Danni og Jón Helgi ásamt Beggu og Davíð búin að vera allan daginn uppi á þaki (allt svo Danni og Jón Helgi voru á þakinu) að rífa plöturnar af og byrjaðir að setja nýjar plötur á og þegar Steinar mætti svo á svæðið var hann drifinn upp á þak líka og var unnir til að verða 2 um nóttina við að laga þakið vestan megin á húsinu og var a.m.k. allt járn komið á þeim megin, nú á fimmtufeginum komu svo pabbi, mamma, Heiða, Gummi og börn og var haldið áfram með þakið næstu daga og var enn verið að vinna við það þegar ég fór heim á sunnudeginum 22, en þá var nú reyndar langt komið, járn komið á báðum megin, mænirinn kominn á, reyndar átti eftir að klára festa hann og fleira eftir að gera en þetta klárast smátt og smátt.  En þrátt fyrir þetta erum við búnar að eiga yndislega daga þarna, veðrið búið að vera virkilega fínt, reyndar fór hitinn í 36°C einn daginn svo nóg var um það. Svo var ég að setja nýjar myndir inn núna, reyndar bara af hestunum en kem með fleiri nýjar myndir fljótlega vonandi. Læt gott heita í bili.

Þrif o.fl.

Jæja þá er ágætt að fá smá fréttir af mér.  Það eru annars litlar fréttir frá mér núna aðrar en þær að ég fór til húðsjúkdómalæknis um daginn til að láta meta nokkra fæðingarbletti og það fór nú þannig að hún vildi endilega taka 2 bketti hjá mér, annan af bakinu og hinn af maganum, ákveðið var að ég mætti viku seinna eða mánudaginn 18 júní kl. 12 á hádegi til að láta fjarlægja þetta, það gekk bara ótrúlega vel og var mikið hlegið, þessi læknir sem ég fór til er nefnilega mjög hress og skemmtileg, hafði ég nefnt það við hana áður en hún byrjaði að taka af bakinu á mér að ég væri skelfilega kitlin og yrði að taka tillit til þess þannig að þegar hún ætlaði að fara spritta blettinn fyrir töku þá skellti hún bara á mig ískaldri grisju með spritti í svo að ég hefði ekki tíma til að láta mig kitla, var mikið hlegði að þessum aðförum LoL .  Nú síðan bara bara deift og gekk það bara vel sá sársauki þó í miðri deifingu bæði við bak og magablettinn en svo boraði hún blettinn burt og fann ég nákvæmlega ekkert fyrir því, var bara spjallað á léttu nótunu á meðan á þessu stóð, gekk þetta bara allt hratt og vel fyrir sig.  Seinna um kvöldið þegar öll deifing var farin úr þá fór mig að klæja og finna aðeins til eins og togað væri í saumana en það eru tvö spor á hvorum stað en saumarnir verða teknir eftir 10 daga.  Hún sendi svo báða blettina í rannsókn og fæ ég að vita niðurstöðurnar úr þeim eftir viku 10 daga.  Annars er ég búin að standa á haus sl. tvo daga við að þrífa hjá mér þar sem hún móðir mín ætlar að koma í heimsókn með danskan frænda sinn sem hefur aldrei komið til landsins áður en reyndar hitti móðir mín þennan frænda sinn í fyrsta skipti sl. ár eftir 50 ára aðskilnað.  Mamma kom nefnilega hingað til landsins tvítug að aldri og ætlaði bara að vera hérna í eitt ár en á leiðinni til landsins kynntist hún föður mínum og fór ekkert heim aftur nema til að heimsækja móður sína sem var reyndar allt of sjaldan eftir því sem börnunum fjölgaði, nema hvað að mamma er einbirni en mamma hennar var ein af 12 systkynum mynnir mig og átti mamma þennan uppáhaldsfrænda sem hún hafði alltaf samband við þegar hún var ung stúlka og Danmörku, svo þegar hún kom til Íslands þá missti hún allt samband við frændfólk sitt en fyrir tilviljun fyrir nokkrum árum síðan þegar hún var að fara í gegnum gögn sem mamma hennir átti (en móðir hennar lést árið 1982 og sambýlismaður hennar 1987) þá fann hún boðskort í fermingarveislu til þessa frænda síns sem hún hélt svo mikið upp á og á þessu boðskorti var gefið upp símanúmer svo móðir mín ákvað að hringja í þetta númer upp á von og óvon að hann væri enn með þetta símanúmer þar sem þetta boðskort var orðið nokkura ára gamalt (ca. 25-30 ára gamalt) en hún náði reyndar bara í talhólf eða símsvara sem hún talaði skilaboð inn á og viti menn þessi frændi hennar hringdi svo í hana aftur, hann var þá enn með sama númerið og hafa þau verið í sambandi síðan, mamma og pabbi fóru svo út sl. sumar og hittu á hann og konuna hans og sem sagt þau eru að koma til Íslands núna í heimsókn til pabba og mömmu og munum við systkynin því kynnast þessum löngum týnda frænda okkar og vonandi að börnin okkar fái tækifæri til að hitta á hann líka, reyndar er hún Tinna mín að fara til Svíðþjóðar á sunnudaginn svo ég sagði mömmu það að þau yrðu að koma þá í heimsókn í síðasta lagi á laugardaginn ef Tinna ætti að ná að hitta þau og skilst mér að svo verði að þau komi á laugardaginn þannig að það eru búin að vera hérna alsherjar þrif enda kannski ekki nema þörf á því þar sem það gefst aldrei tími né tækifæri til að taka svona vel til hjá mér en ég virkjaði allar dætur mínar til að aðstoða mig í þessu og hefur það bara allt gengið vel.  Nú eitthvað er ég búin að kaupa af sumarblómum í garðinn og búin að fá fullt af plöntum frá vinnufélaga mínum sem ég gróðursetti í beðin mín. 

Fleiri útskriftir

Já það er sko ekki ein báran stök í þessum útskriftum, ekki nóg með að Anna Lísa mín var að útskrifast sem sjúkraliðið en svo var hún Fjóla mín að útskrifast úr grunnskóla og var það gert við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 6 júní, fóru þar fram ýmis ræðuhöld en samt á léttari nótunum og í mikið styttri kantinum heldur en hjá FÁ, nema hvað að það voru veitt ýmis verðlaun fyrir ýmsan frábæran námsárangur t.d í ensku, dönsku, stærðfræði, náttúrufræði o.fl. og hlaut flest verðlaunin ein ákveðin stúlka sem ég hafði reyndar oft heyrt minnst á í gegnum árin, oftast talaði Fjóla mín um hana sem proffan í bekknum enda fékk hún 9 og 10 í öllum prófum sama hvort heldur voru samræmdu pófin eða skólaprófum, svo hún átti sannarlega skilið þessi verðlaun sem hún fékk, nú ekki sat hún samt alveg ein að verlaunum því einnig voru veitt verðlaun fyrir frábæran árangur í menntaskóla stærðfræði en þar voru tveir piltar sem höfðu lokið stærðfræði 103, 203, 303, 403 og að mig minnir 503 líka telst þetta nú ansi gott hjá þeim og voru þeir með 9 og 10 í einkunn í þessum prófum.  Nú einnig voru veitt verðlaun fyrir listnám en það var fyrir bestan árangur í textílmennt öðru nafni handavinnu og var þar ein ung stúlka sem fékk þau og svo í myndmennt og þá var það hún Fjóla mín sem fékk þau verðlaun enda með 10 í myndmennt, enda frábærlega listræn þegar kemur að teikningu og því um líku.   Nú eftir allar verðlauna og einkunarafhendingar var komið að því að borða og var á borð borið yndislegur matur en það voru brúnaðar kartödlur, svína- og lambakjöt, og meðlæti svo þetta var alveg yndisleg kvöldstund þarna með þessum krökkum sem voru að klára grunnskólann í ár, mikið held ég að kennarar Hjallaskóla eiga eftir að sakna þessara baran, enda eru þau alls staðar til fyrirmyndar eins og Friðþjófur og skólastjóri Hjallaskóla sögðu, Nú daginn eftir að þann 7 maí fór ég svo í foreldraviðtal hjá Tinnu og var allt bara fráfrært að frétta af henni ræddi ég við umsjónarkennara hennar sem hafði reyndar lítið verið með hana í vetur en einnig ræddi ég við sérkennslukennara hennar sem voru með hana í stærðfræði en reyndar mátti hún taka sig aðeins á þar í vinnusemi og eftirtekt var samt með fínar einkun í stærðfræði eða 6 sem er bara ágætis einkun að mínu mati en hún má svo sem alveg bæta sig.  Nú einnig hafði ég rætt við sérkennslukennarann hennar í íslensku og hún var bara mjög ánægð með hana, talaði um að hún væri svo listræn í ljóðagerð og sögum og bara hún væri duglegasti nemandinn sem hún hefði haft svo það voru frábær ummæli.  Nú annars fékk hún fínar einkunir 8,5 í ísl., 8,5 í ensk., 6 í dönsku, 6 í nát., 8 í upplýsingamenntun, 9,5 í myndmennt, 8 í handavinnu, 8 í íþróttum, en reyndar bara 5 í sögu, enda ekki skemmtilegasta fagið.  Nú annað er svo sem ekki merkilegt að gerast hérna, læt heyra frá mér vonandi fljótlega aftur, ég er alltaf að vinna er reyndar í fríi í dag og á morgun en fer svo á 8 daga vakt.  Gott í bili.

Flutningar

Já ég er aldeilis búin að standa i stórræðum í dag en samt ekkert á við Önnu Lísu, því þegar hún ákveður eitthvað þá er bara farið af stað eins og jarðýta sé á ferðinni, málið var að ég bauð henni að koma heim þar til hún er búin að finna sér endanlegt húsnæði en hún leigir eins og er af vinkonu sinni en nú er sem sagt búið að selja íbúðina sem hún leigir og því þarf hún að flytja, en sem sagt bauð ég henni að koma heim til að spara henni peninga allt svo þá þarf hún ekki að borga leigu þar til að hún er búin að finna sér íbúð (en hún ætlar að kaupa) og getur flutt.  Hún var frekar treg til en svo hringdi hún í mig í gærmorgun og lét mig vita að hún ætlaði að taka tilboðinu og var þá búin að láta vinkonu sína vita þessari sem hún leigir af og að hún myndi flyta á næstu 2-3 dögum, allt í lagi með það nema hvað að ég átti eftir að taka til í bílskúrnum svo hægt væri að koma búslóðinni hennar fyrir og Tinna mín þurfti að flyta dótið sitt eða allt svo fötin sín yfir í mitt herbergi og taka til í herberginu sínu því Anna Lísa fær það þangað til hún flytur, nema Anna Lísa mætir til mín í morgun til að fá bílinn minn lánaðan því hann er með krók síðan dreif hún sig heim til að byrja taka til í bílskúrnum, nema hvað þegar ég kem heim þá er bara bílskúrinn lá við tómur, eina ferð fór ég jú í sorpu en það var nú svo lítið sem ég fór með, aðallega dót úr geymslunni, nú svo fórum við heim til hennar og byrjuðum að ryðja húsgögnunum hennar niður en hún býr á 2 hæð, og fylltum ganginn niðri af dóti, vorum með kerruna og æltuðum bara að flytja allt dótið hennar í kerrunni heim til mín, smá rigndi reyndar en svo jókst alltaf rigningin, nú við vorum að í 3 tíma og ég fékk reyndar pabba minn og mömmu til liðs við okkur líka en svo ákváðum við að hætta rúml. 9 því það var komin svo mikil rigning og pabbi hafði bent mér á að tala við mann sem hann þekkir og er á sendiferðarbíl, hann ætlar að reyna koma á morgun og taka restina, nema hvað að við erum næstum búnar að tæma íbúðina hennar, allt í stofunni, litla herberginu og eitthvað fleira er komið í skúrinn, hún heldur reyndar rúminu og kisurnar hennar eru enn heima, en býst sem sagt við að þetta klárist á morgun, sem sagt búið að vera mikið að gera í dag, gott í bili, þarf víst að mæta til vinnu á morgun.

 


Jæja mætt til vinnu aftur

Já þá er ég mætt í vinnuna mína aftur og hefur bara ekkert breyst nema einn vistmaður lést á meðan ég var fjarverandi, en svona er víst gangur lífsins, þessi maður hefði orðið 90 ára á árinu.  EN hvað um það ég fór í rafting í gærkvöldi og Anna Lísa mín með og var bara voða gaman, fyrst var vitanlega farið í rútu og mér er svo illa við rútur en núna var bara allt í lagi, oft verður mér flökur bara við að sjá rútuna en þar sem við Anna Lísa höfðum ekki hist neitt í einhverntíma þá höfðum við um svo margt og mikið að tala að ég gleymdi alveg að láta mér líða illa í rútunni he he, nú lagt var af stað um rétt eftir kl. 16 og komið á áfangastað um kl 18, þá var byrjað á því að koma með fullt af samlokum og gosi og gefa fólki smá snarl sem var alveg tilvalið þar sem margir komu beint úr vinnu.  Nú eftir það fórum við fram til að hlusta á leiðbeiningar starfsmanna varðandi klæðnaðinn sem við áttum að vera í en hann samanstóð af blautbúningsbuxum sem náðu frá kálfa vitanlega og upp á axlir, eins konar smekkbuxur, nú svo var okkur ráðlagt að fara í peysu helst í flíspeysu og svo í anorakk sem var reyrður við úlnliði og háls og með gúmmíteygju við mitti, (eða þannig), síðan var svo utan yfir þessa múnderingu fengum við björgunarvesti og hjálma og að lokum skóm og helst að vera berfætt í þeim nema ef við værum með gamaldagsullarsokka.  Inn undir buxunum áttum við bara að vera í nærfötum eða sundfötum.  Nú eftir þennan fyrirlestur fórum við og fengum búningana og síðan í búningsklefana og það var sko heilmikil leikfimi að komast í buxurnar, flestar buxurnar voru blautar eftir fyrri ferðir um daginn, bara það gerði þær svolítið erfitt að komast í þær, nú í öðru lagi þá voru þær svo þröngar að eftir mikið puð, tog og teygjur og rikkingar og við vorum loksins komnar í þær þá vorum við orðnar voða grannar og næstum brjóstalausar og buxurnar svo sleiktar á manni að það komst ekki einu sinni skóhorn á milli, nú jæja þá var jakkinn eftir og það var nú önnur eins leikfimi að komast í hann, síðan fórum við fram og einhvernvegin tókst okkur að beygja okkur og komsat í skó, þá var vestið sett utan yfir og þá gat maður alveg sleppt því að anda svo reyrður var maður orðin og komin svo með hjálminn var maður loksins tilbúin, nú þá var haldið út í ákveðnar "rútur" sem voru svo gamlar að ég held að þær séu fyrir íslenska bílinn eða þannig, þessar rútur skröltu svo með okkur þangað sem ákveðið var að leggja í hann á bátunum, ekki var nú allt búið enn, við þurftum svo að bera bátana smá spotta niður að ánni, það var og gert eftir að búið var að útskýra fyrir okkur reglurnar um borð í bátana, loksins var nú hægt að sigla af stað, þetta var bara virkilega skemmtilega en róleg siglins, stoppað á einum stað þar sem fólkið gat leikið sér að því að hoppa fram af kletti út í ána, ekki lagði ég eða Anna Lísa í það er hreinlega nenntum því ekki, síðan var haldið áfram að sigla þar til komið var á lendingarstað, þar biðu "rúturnar" eftir okkur og skrölt var á þeim upp að húsi, hristingurinn var svo mikill í rútunni að það var meiri heldur en á allri siglingunni.  Þegar komið var upp að húsi, þá máttum við afklæðast þessum búning, ganga frá honum og síðan beið okkar indælis grillveisla, seti var og borðað fram eftir kvöldi en eins og alltaf þegar farið er í svona vinnustaðaferðir þá þarf bakkus alltaf að vera með og vitanlega helltu margir í sig þarna og gekk erfiðlega að fá fólkið til að pilla sér heim aftur, en loksins var nú lagt af stað heim a leið og var komið í bæinn kl. að ganga 2 um nótt, var mikið gott að komast heim í bólið enda átti ég að mæta í vinnu daginn eftir. 

Vinnustaðanámi lokið o.fl.

Já þá koma smá fréttir af mér og mínum en í dag lauk ég vinnustaðanáminu á K2 Landakoti, er þetta búið að vera skemmtilegur og góður tími, margt lært og mikið gert sem ég geri ekki í vinnunni minni, svo er bara að sjá hvort að ég fái að gera eitthvað þegar ég mæti til  vinnu aftur reynslunni ríkari en ég fer að vinna á laugardaginn aftur, frí á morgun og kem ég til með að nota morgundaginn til að klára verkefnin og dagbókina og fleira sem þarf að gera svo að ég geti skilað af mér til kennarans, helst á morgun.  Nú annað er það að hún Fjóla mín fékk einkunnirnar sínar í dag úr samræmdu prófunum og voru bæði ég og hún mjög ánægðar með þær en hún fékk 6,5 í dönsku og náttúrufræði, 7 í íslensku og stærðfræði og 8 í ensku, þannig að hún náði öllu með stæl, þar sem hún ætlar í MK næsta haust á náttúrufræðibraut var mikilvægt fyrir hana að ná lágmarkseinkunn 6 í ensku, stærðfræði, náttúrufræði og íslensku sem hún og gerði þannig að þetta er bara frábær árangur hjá henni að mínu mati.  Nú lítið annað er svo sem að frétta, ég ætla reyndar að fara í rafting á morgun með starfsfólki Hrafnistu og bauð ég Önnu Lísu með mér, reyndar erum við bara 2 sem förum af minni deild eða ég og Kata hjúkka en svo fullt af öðru fólki því að það fer vitanlega fólk frá öllum deildum Hrafnistu.  Jæja læt gott heita í bili, læt svo vita hvort að ég drukkna í raftinginu eða ekki he he. 

Útskrift og fleira

Jæja þá er hún Anna Lísa mín útskrifuð sem sjúkraliði, stóð sig vel stelpan, fyrsta barnið mitt útskrifað en samt ekki alveg hún ætlar að halda áfram námi næsta haust og klárar þá líklega stúdentinn næsta vor, þannig að við mæðgur útskrifumst saman þá næsta vor voða stuð þá.  Einnig sá ég fyrrverandi samstarfskonu mína útskrifast sem læknaritari í gær, til hamingju með það Kristjana mín, ef þú lest þetta.  Annars fannst mér athöfnin í Háskólabíói allt of löng, flestir farnir að dorma undir ræðu aðstoðarskólastjórans, hann er reyndar að hætta svo hann ætlaði greinilega að nota tækifærið og fá að tala svolítið, hefði samt mátt stytta mál sitt um helming eða svo.  Einnig fannst mér lítið varið á hljómsveitina sem spilaði þarna, kannski aðallega vegna þess að mér fannst þetta allt of mikil hávaðamengun, allt of mikið tjúnuð upp í hávaða og blessaður söngvarinn söng ekkert aðallega gargaði að mínu mati en svona er þetta.  Nú eftir athöfnina þá var skvísan mín með smá veislu heima hjá sér sem tókst bara virkilega vel, hafði hún boðið eitthvað af vinum sínum, mér, afa sínum og ömmu og systkynum og reyndar pabba sínum en hann komst ekki vegna þess að hann þurfti að vinna, reyndar mætti hann samt í Háskólabíó og eftir athöfnina færði hann henni pakka sem reyndist svo vera sjúkraliðaúr en hún átti reyndar svoleiðis fyrir, en býst samt við að hún haldi þeim báðum þar sem annað er stál með áletrun á og hitt er gyllt með ljósi he he, bæði kostum búin.  Svo fékk hún reyndar voða sætt háslmen frá afa sínum og ömmu.  Nú svo fór ég reyndar á slysadeildina með hana Fjólu mína þar sem hún flaug á hausinn og bar hendina fyrir sig og eitthvað var hún að kvarta um mikinn verk, fórum við því uppeftir og biðum í 2 klst. fengum að hitta lækni í 2-3 mín. sem sagði að hún væri bara tognuð, aðeins togaði hann í hendina og sveigði og síðan fékk hún teygjusokk á hendina sem hún á að hafa í nokkra daga.  Nú eftir þetta fór ég í saumaklúbb, þann síðasta á þessum vetri, ákváðum við svo að fara út að borða 5 júní á sjávarréttarkjallarann, en við endum alltaf veturinn á því að fara út að borða, helst alltaf á einhvern nýjan stað, svo þetta verður ábyggilega gaman.  Núna í dag er ég búin með 10 vaktir í vinnustaðanáminu og á ég því bara 5 vaktir eftir, klára sem sagt á fimmtudaginn í næstu viku.  Er þetta búið að vera heilmikill lærdómur að vera þarna, gert margt sem ég geri yfirleitt ekki í vinnunni minni, en kannski nýtist þetta mér í framtíðinni, ég vona það a.m.k.  Jæja læt gott heita.

Vorið er komið

Já vorið er komin og þar með eru vorverkin í garðinum hafin, hef ég verið að vinna í garðinum mínum undanfarið og núna má segja að hann sé svona nokkurn veginn kominn í það horf sem ég vil hafa hann, a.m.k. í bili, ég er sem sagt komin með tjörn með gosbrunni í, svo í dag keypti ég mér rós og rósamold svo er bara sjá og bíða hvort að þessi rós lifir hjá mér, ég er búin að gera tvær aðrar tilraunir að planta rós hjá mér en þær hafa ekki lifað, svo nú vona ég að þetta takist, þessi rós sem ég keypti í dag á að vera sú harðgerðasta af þeim öllum er mér sagt, nú svo í dag setti ég út alla álfana mína og mylluna svo að þetta fer nú allt að koma held ég.  Ég var líka að prufa að setja inn myndbönd eða smá videoklips úr myndavélinni minni, annað er af Tinnu og vinum hennar í fallturninum í fjölskyldugarðinum, en við fórum þangað í dag þar sem það var frítt í garðinn og veðrið mjög gott, og hitt er af garðinum mínum.  Einnig setti ég inn nýjar myndir af garðinum mínum eins og hann lítur út í dag.    Hér er mynd af rósinni sem ég keypti og álfurinn sem er að vökva hana mun vonandi vernda hana og styrkja, he he. 

 og hér sést mynd af gosbrunninum í tjörninni, einnig eru nokkrir álfar þar í kring, svo í framtíðinni ætla ég að fá mér stytti líka í tjörnina sem annað hvort bunar vatni yfir í tjörnina eða rennur vatn yfir styttuna og í tjörnina aftur, er reyndar búin að sjá voða flotta styttu af konu sem heldur á blómakeri yfir höfði sér og rennur vatn úr blómakerinu yfir konuna og niður í tjörnina aftur, voða flott, ætli það verði ekki sú sem ég kaupi fyrir rest.  Gott í bili.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband