Færsluflokkur: Bloggar

Komin heim frá Dublin og Perla fór til dýra.

Já nú er maður kominn heim aftur frá Dublin, búin að safna smá orku aftur eftir ferðina, svona verslunarferð er sko full time job eða þannig, gengið um í 12-14 tíma á dag í búðum, a.m.k. á daginn og á kvöldin kíkti maður  á lífið í aðal hverfinu, fékk sér gott að borða og fleira í þeim dúr.  Nú við mæðgur versluðum heilmikið, samt eiginlega ekkert á okkur sjálfar, nema vitaskuld verslaði ég mikið af nærbuxum, brjóstarhöldurum og sokkum á mig og svo fékk ég mér loksins mokkajakka/kápu, rosalega flotta og hlýja.  Annars byrjaði ferðin ekkert allt of vel, við mættum í flugstöðina á réttum tíma eða 2 tímum fyrir brottför en gátum samt ekki fengið sæti hlið við hlið og vorum við frekar vonsviknar yfir því, ég fékk sæti í röð 30 en Anna Lísa í röð 25, voða gaman að ferðast svona saman.  Nú eftir þessi vonbrigði fórum við samt að versla í fríhöfninni, reyndar verlsaði ég snyrtivörur fyrir Tinnu og Fjólu fyrir rúmar 12000 kr. og fyrir svipaða upphæð var ég að versla óróa frá Georg Jensen.  Eitthvað versluðum við pínu meira, nú svo var sagt að það væri einhver seinkun á fluginu sem reyndist svo vera alveg klst. seinkun.  Jæja við komumst í loftið og lentum ca. 2 tímum seinna í Dublin, þá var farið með rútu á hótelið, við vorum á hóteli sem heitir Jurys Inn sem var bara meiriháttar flottur staður og er ég ákveðin í því ef ég fer aftur til Dublin að vera á því hóteli aftur, svo var líka mjög stutt í stóru Penneys verslunina frá hótelinu en við versluðum mest í henni.  Nú við bókuðum okkur inn, skutluðum töskunum inn á herbergi, létum panta fyrir okkur bíl og fórum í Liffey Valley verslunarmiðstöðina, fengum alveg frábæran bílstjóra sem gerðist hálfpartinn einkabílstjóri okkar á meðan við vorum þarna úti, sótti okkur aftur í Liffey, og einnig sótti hann okkur á hótelið og keyrði okkur á flugvöllinn, alltaf kominn vel tímanlega og bara frábær náungi á allann hátt, spjallaði heilmikið og sagði okkur margt.  Nú daginn eftir ákváðum við að skreppa niður að St. Stephen Green verslunarmiðstöðinni, þar fór ég í verslun sem heitir Paco og verslaði þar úplur, boli og fékk meira að segja flott stígvél á Tinnu, síðan seinni partinn fórum við í Penneys og ég missti mig algjörlega í nærfötum á stelpurnar, meina 4-5 evrur í nærfatasett, ekkert verð, nema við versluðum voða mikið þar, mikið stuð og fjör að versla, næsta dag vorum við líka í Penneys, kíktum aðeins í Evans og Dorothy Perkins og eitthvað smá annað en annars var það bara Penneys alla daga enda allt á mjög góðu verðir þar.  Svo tókum við sem sagt Taxa út á flugvöll á sunnudeginum, þá svo gengnar upp að herðablöðum að maður gat varla staðið undir sjálfum sér, síðan lenti maður í heilmiklum leiðindum við að fá Tax Free nóturnar endurgreidda, get svo svarið það, maður gæti haldið það að manneskjan sem afgreiddi þar fengi borgað fyrir að vera fúl og að hún þyrfti að borga úr eigin vasa en samt eftir hátt í 2 tíma þref við hana fengum við þetta til baka, síðan tók við bið eftir flugi, reyndar fengum við sæti saman núna, við neyðarútgang svo það var meira fótarými, það varð nú samt um klst. seinkun á brottför frá Írlandi en heim komumst við, versluðum eitthvað slatta í fríhöfninni af nammi og enduðum svo á að lenda í tollinum og þurftum að borga toll.  En þrátt fyrir allt vesenið var þetta skemmtileg ferð og frábært hótel, frábær bílstjóri og gaman að versla.

Annað er það helsta að frétta héðan að ég þurfti að fara með hana Perlu mína sem er elsta kisan okkar til dýralæknis í morgun, hún var komin með svo þaninn kvið og einhver útferð var frá henni, óttaðist ég mest að hún væri komin með krabbamein þar sem hún hefur verið á pillunni frá því hún var um 6 mán., en svo hringdi dýralæknirinn í mig og sagði mér að hún væri með legbólgu og yrði að fara í aðgerð, sem betur fer var hún ekki með krabba, þannig að hún ætti að ná sér alveg.  Hún er enn hjá dýra, býst samt við að geta sótt hana eftir skóla í dag eða rúml. 2.   Gott í bili.


Meira um Púka

Jæja ég má til með að koma með smá meira um hann Púka.  Þannig er eins og alþjóð veit þá kom hann heim gipslaus í gær en með skerm og bundið um fótinn vegna þess að hann var kominn með ljótt sár undan gipsinu, nema hvað að ég hélt að skermurinn ætti að varna því að hann næði í umbúðirnar á sárinu en hvað haldið þið, hann Púki náði samt í umbúðirnar og var búinn að ná þeim af sárinu þannig að í kvöld mátti ég gjöra svo að klippa umbúðirnar af fætinum og er það með sanni að sárið eða réttara sagt sárin eru ansi ljót, fyrir utan það að fóturinn er orðinn svo rýr að hann er eiginlega bara bein, allir vöðvar horfnir þannig að sárið er inn að beini alveg og frekar ljót að sjá, svo ég bar á þetta AD krem og vafði fótinn aftur, vonandi lætur hann svo umbúðirnar í friði núna.  Annað er það að ég ætlaði að reyna að gefa honum sýklalyfið í morgun og var það ekki alveg að ganga en held að það hafi tekist fyrir rest.  

Aðrar fréttir héðan eru þær að ég held að ég sé búin með ritgerðina sem ég þarf að skila af mér í næstu viku, var að leggja lokahönd á hana í dag að ég held, ætla svo að biðja Önnu Lísu mína að lesa hana yfir fyrir mig og koma með komment á hana, síðan ætla ég að reyna skila henni af mér bara á mánudaginn.  Nú styttist í að skóla líkur ekki nema mánuður eftir og svo prófin, mikið hlakkar mig til því þetta eru síðustu tvö bóklegu fögin mín, eftir þau er bara verknámið eftir, ligg bara á bæn að ég nái þessum síðustu prófu.  Einnig skilst mér á Kidda, Önnu Lísu og FJólu að þeim gangi öllum vel í skólunum sínum, vona bara að þau nái öll sínum prófum líka.  Einhver smá uppreins var í Tinnu minni á tímabili í sambandi við islenskukennarann hennar en það er allt komið í lag og hefur hún verið að bæta námið núna.  Gott í bili 


Loksins, loksins

Já loksins er Púki laus úr gipsinu, fór með hann um 8 leytið í morgun til dýralæknisins, skildi hann eftir þar, sú ferð gekk nú ekki alveg áfallalaus, því eins og venjulega þurfti ég að skutla Kidda mínum í Grafarvoginn í skólann fyrst í morgun, það var nú allt í lagi, Kiddi hélt á töskunni með Púka í nú svo lá leiðin sem sagt úr Grafarvoginum í Garðabæinn, en í öryggisskyni setti ég töskuna á gólfið fyrir framan farþegasætið því Púki var svo órólegur og ég var hrædd um að hann myndi henda sér og töskunni í gólfið.  Nú allt í lagi með það nema hvað að þegar ég er að nálgast Árbæjarsafnið kemur ekki Púki upp úr töskunni, hafði hann þá einhvernveginn tekist að opna töskuna og komast úr henni, nú voru góð ráð dýr, umferðin frekar mikil, færðin léleg og ég með lausan kött í bílnum sem var ekki sáttur í þessari bílferð og mikið á ferðinni, fór hann um allann bíl, upp í fangið á mér, þvældist um allt aftur í bílnum og fleira í þeim dúr, var þetta frekar erfið ferð að reyna að fylgjast bæði með kettinum inni í bílnum og svo umferðinni sem var mjög mikil en allt tókst þetta nú fyrir rest og komumst við heilu og höldnu bæði ég, Púki og bíllinn í Gaðabæinn til dýra.  Þar skildi ég Púka sem sagt eftir og hringdi svo um 12 leytið til að kanna líðan hans og mátti ég þá sækja hann.  Þegar ég mætti á staðinn þá ræddi ég við dýralæknirinn sem hafði annast hann um morguninn, sagði hún mér að brotið væri loksins gróið en hann hefði fengið mjög ljótt sár undan gipsinu þannig að nú er hann kominn á sýklalyf aftur, með skerm og bundið er um fótinn á honum teygjubindi.  Hann þarf að vera á sýklalyfinu í 14 daga, skerminn má ég taka eftir viku og kíkja á sárið eftir 1 - 3 daga.  Einnig fékk ég heim með honum nýjar umbúðir og plástur ef sárið er enn mjög ljótt þegar ég tek umbúðirnar af þá þarf að vefja aftur, einnig voru fyrirmæli um það að hann má ekki fara út næstu vikuna. En allt er gott sem endar vel og það er fyrir mestu að brotið er góið hjá honum.  Nú svo er hann svo druggeraður af svefnlyfjunum enn þá að hann svona rúllar einhvernvegin um, rúllaði reyndar fram úr rúmi áðan en allt í lagi með hann að öðru leyti. IMG_0004                                                                            IMG_0006     Loksins get ég þvegið á mér tærnar sem eru búnarað vera innilokaðar í 8 vikur.

 

 

 

 

 

 

 

 

Æ hvað ég er þreyttur 

                                                                   
 

 

 


Komin í helgarfrí

Jæja loksins á ég smá frí úr vinnu, heila 2 daga, er búin að vera vinna alveg í rúma viku eða 9 daga samfleytt, var á aukavakt í morgun en sem sagt komin í 2 daga frí og er ég voðalega ánægð því að þetta er fyrsta helgin í langan tíma sem ég og dætur mínar erum saman í fríi, mér tókst nefnilega að rugla vinnuhelgunum mínum einhverntíman í sumar þannig að ég hef alltaf verið að vinna þær helgar sem þær eru í fríi og öfugt.  Nema núna er ég að baka þar sem ég ætla að vera með smá fjölskyldukaffi á sunnudaginn í tilefni af þeirri s0rglegu staðreynd að ég er að verða árinu eldri, reyndar ekki fyrr en á þriðjudaginn 30 en ætla að nota þessa fríhelgi til að vera með smá kaffi fyrir foreldra mína og syskyni.  Nú annars var hún Tinna mín svo rosalega dugleg að taka til í dag, þreif allt eldhúsið fyrir mig hátt og lágt, þvoði meira að segja gardínurnar, tók einnig til í holinu og ryksugaði stofuna, Fjóla dreif sig í að þrífa herbergið mitt eftir að hún kom heim úr skólanum.  

Nú nýjustu fréttir af Púka eru þær að hann er enn í gipsinu, ekki nýjar fréttir, ég fékk hann heim aftur eftir sólarhrings dvöl hjá dýralækninum fyrir rúmri viku og hefur nýja gipsið tollað á honum, dýralæknirinn er búinn að rétta alveg úr fætinum á honum og hefur hann verið frekar aumur síðustu daga, á erfitt með gang, dregur fótinn einhvernvegin á eftir sér og baslast þetta um, það má varla koma við hann þá vælir hann og er svolítið að halda vöku fyrir Fjólu á nóttunni, grey skinnið líður ekki vel, en hann á sem sagt að fara næst til dýra á þriðjudaginn 30 sem sagt á afmælisdaginn minn og vonandi losnar hann við gipsið þá endanlega.  Annars veit ég ekki hvað hægt er að gera, það eru að verða 8 vikur síðan hann brotnaði og er hann búinn að vera í gipsi meira og minna síðan.

e-ð heima hjá sölku og fl 010

                                                               

 

 Svona er búið að rétta mikið úr fætinum mínum og þetta er vont

 

 






e-ð heima hjá sölku og fl 011Mikið er ég þreyttur á þessari inniveru, en ég verð víst að sætta mig við hana enn um óákveðinn tíma.


Framhaldssagan Púki

Jæja ég má til með að koma með smá fréttir af Púka.  Þannig var að ég fór með hann til dýralæknis á miðvikudeginum sl. teknar voruöntgenmyndir, kom þá í ljós að það er kominn gróandi en ekki nógu mikill gróandi, dýralæknirinn ræddi við mig og sagði að hún vildi hafa hann eina viku í viðbót í gipsinu, en svo yrði hún að taka það því hann mætti ekki vera lengur í því, enda í dag komnar 6 vikur síðan hann brotnaði og 5 vikur í þessugipsi.  Nú hann var sem sagt bókaður í gipsatöku í dag, var hann mjög órólegur í bílnum á leiðinni enda þurfti ég fyrst að þvælast með hann alla leið upp í Grafarvog þar sem þurfti að skutla syni mínum í skólann og síðan í Garðabæinn, jæja þetta tókst allt án þess að hann slasaði sig í töskubúrinu.  Nú ég skildi við hann í höndum dýralæknanna sem sagt um 8 leytið í morgun og hringi svo um hádegisbilið til að vita hvernig staðan er á honum, fæ samband við dýralækninn sem hefur verið með hann (hann er sko kominn með eigin læknir Grin hann er búinn að koma svo oft þarna) og hún segir að því miður hafi verið ákveðið í samráði við annan lækni að hafa hann í gipsinu í 2 vikur til viðbótar, segir að hún skuli sýna mér myndirnar þegar ég kem.  Nú ég fer suður í Garðabæ og fæ kisann minn og geri upp og svo bíð ég í ca. 1/2 tíma til að ná sambandi við dýralækninn, svo kemur hún fram og sýnir mér myndirnar og ég er nú bara fegin að hann sé áfram í gipsinu því það er alls ekki kominn nægur callus í þetta, hún benti mér á hvar þær vilja fá betri gróanda en þar var bara bil á milli beinenda.  Nú svo segir hún mér að þær hafi tekið gipsið af, fóturinn er reyndar orðinn skelfilega rýr, en fóturinn var vel þveginn og sárið sem hann hafði fengið á fyrstu vikunni var gróið, vantaði bara hár á staðinn, en svo hafði hann reyndar fengið smá sár undan síðasta gipsi en það var svo lítið að það var í lagi, nú einnig voru neglur klipptar á fætinum og fleira í þeim dúr, svo þegar ég er að fara fara með Púka þá er dýralæknirinn eitthvað að knúsa hann og segir allt í einu, heyrðu er hann að missa gipsið, og viti menn, gipsið var að detta af honum, svo það endaði með því að enginn Púki fór heim, bara ég og má ég ath. með hann einhverntímann á morgun og vonandi get ég þá sótt hann og að gipsið tolli á honum, vonandi byrjar ekki sama vesenið og var fyrstu vikuna, endalausar ferðir til að setja nýtt gips sem tollir ekki.  

Nýjustu fréttir

Jæja þá er tímabært að koma með smá fréttir héðan, nýjustu fréttirnar af mér eru þær að ég er búin í miðannarprófunum og gekk bara þokkalega, fékk 9,8 úr hjúkrun 403 og 9,3 úr hjúkrun 503 þannig að ég er bara þokkalega sátt við það, nú annað er það að ég þarf virkilega að fara að snúa mér að ritgerð sem ég þarf að gera í hjúkrun 503, ætla ég að taka fyrir fyrirburana og hef svolítið verið að trassa það en nú þarf ég að hella mér út í þetta, enda þarf ég að skila þessari ritgerð 6 nóv. minnir mig.  Nú nýjar fréttir afhonum Púka, ég fór með hann til dýra í morgun og vonaði innilega að gipsið yrði tekið en sú varð raunin ekki, Hanna dýralæknir ákvað að sýna mér brotið á röntgenmynd og er það ansi slæmt, eins og hún sagði ef hann hefði bara brotnað aðeins ofar þá hefðu þær geta pinnað það saman en þar sem hann er brotinn er alveg vonlaust að setja pinna í því það er engin festing á móti, svo hann má vera í gipsinu í eina viku enn en svo verður það tekið, þá búinn að vera í því í 5 vikur en það er hámarkstími fyrir hann í gipsinu, þá verður það tekið og vonandi verður í lagi, í dag er kominn meiri gróandi en fyrir 2 vikum en enn mjög viðkvæmt, svo Hanna vildi ekki taka sénsinn á að taka það því þá gæti hann bara brotnað aftur við að stökkva niður úr rúmi og þá áhættu viljum við ekki taka, Púki er orðinn svolítið pirraður á inniverunni en annars rólegur, sefur mikið í rúminu hennar Fjólu en samt farinn að hreyfa sig meira en hann hefur gert, reynir að nota hvert tækifæri til að skjótast út úr herberginu og þess háttar. 

Ég er dáin

Já ég er eiginlega hálf dáin, samt ekki úr ást heldur af vinnu, málið er að ég þurfti vitanlega að spenna bogan aðeins of hátt, samt ekki viljandi en þar sem ég er að fara til Dublin í nóvember ákvað ég að reyna að ná mér í nokkrar aukavaktir á þessu launatímabili svo ég hefði smá pening til að eyða úti (samt fær maður alltaf frekar lítið, skatturinn hirðir allt af manni Angry) nema hvað að ég átti vakt í gærkvöldi en ég vitleysingurinn ákvað að taka aukavakt í gærmorgun og í morgun, nú í gærmorgun skrifaði ég mig á aukavakt í baði vildi ekki vinna 16 tíma á ganginum enda önnur sem var búin að skrifa sig á baðið líka, nema mín heppni, sú sem var búin að skrifa sig á vaktina með mér í baðinu í gærmorgun ákvað að hætta við á síðustu stundu eða deginum áður að taka vaktina svo ég var ein í baðinu, fékk reyndar smá hjálp frá einni sem var á ganginum, sem betur fer, hún tók eina fyrir mig í sturtu, nú svo var vitanlega undirmannað um kvöldið á vaktinni eða það leyt út fyrir að það yrði en tókst að redda því á síðustu stundu, vaktin var alveg ferleg, manneskja alltaf að detta þarna  í, nú það þurfti að senda einn vistmann á spítala í gær um hádegi, en viti menn sjúkrahúsið hringir svo um fjögur leytið og segir að þeir ætli að senda  hana til baka um 8 leytið, allt fullt, ekki hægt að hafa hana, maður gæti haldið að spítalar væru ekki gerðir til að hafa veikt fólk, nú nú við áttum sem sagt von á þessum einstaklingi um 8 leytið, hjúkkan gerði allt klárt og reyndi að flýta sér að gera öll sín verk áður en þessi einstaklingur kæmi, nei nei svo kom hún bara ekkert, ekki var einu sinni hringt og við látin vita, biðum meira og minna allt kvöldið í hálf gerðum kvíða að fá þennan einstakling til baka, þar sem hann er frekar erfiður viðureignar.  Jæja að öðru leyti var ekkert í lagi á þessari vakt og settist maður varla niður alla vaktina. 

Nú svo í morgun mætti ég, og hvað halið þið, undirmönnuð vakt, vantaði tvær en okkur tókst að redda hálfri vakt, reyndar kvöldinu áður, jæja ekki var þessi vakt neitt skárri, allir að veikjast og bara allt í volli, nú svo kom einstaklingurinn sem fór á sjúkrahúsið deginum áður til baka um 2 leytið í dag og varla búin að vera í klst. þegar hún datt í gólfið, þvílík vakt, held bara svei mér þá að allt sé að verða vitlaust, nema hvað nóg var að gera og þegar ég loksins var búin í dag þá stóð ég varla undir sjálfri mér svo þreytt var ég orðin, hafði það af að komast heim og svo í sund, fór reyndar bara í heita pottinn og sat þar og spjallaði við mömmu ábyggilega í tæpan klst., mikið var það gott að láta hitann losa um þreytina í fótunum.  Er reyndar bara rétt að geta stigið í fæturna núna án þess að verkja mikið, bara smá enn.  


Miðannarprófin

Jæja þá er víst farið að nálgast miðja önnina í skólanum og því tilheyrir víst miðannarpróf, fór ég í próf í hjúkrun 403 í gær og kennarinn var svo snögg að fara yfir það að við fengum baraprófin í dag aftur, fékk ég 9,8 úr prófinu og er bara mjög sátt við það, nú svo er próf í hjúkrun 503 á morgun, þykist ég eitthvað vera að lesa fyrir það, samt er ég ekki alveg að fatta þennan áfanga a.m.k. ekki allt talið um fjölskylduhjúkrun þar sem mér finnst þetta ekkert tengjastgjúkrun frekar svona félagsfræðinni.  Nú en sem sagt það er próf í þessu á morgun, svo er ég að fara að vinna í kvöld.  Í dag skruppum við í Össur í Ármúlanum, þar tók á móti okkur mjög hress maður sem tók það að sér að tala um gervifætur við okkur, hvernig þróunin hefur verið og hvernig allt ferlið er í kringum það þegar fólk þarf á gervifæti að halda og fleira í þeim dúr, mjög skemmtilegt.  Annað er svo sem ekki að frétta, Púki minn enn í gipsinu og fer ég sennilega ekki með hann fyrr en í næstu viku aftur í tékk. 

Enn um Púka og fleiri fréttir

Jæja þá eru komnar enn fleiri nýjar fréttir af honum Púka en málið er að ég fór með hann til dýralæknis sl. þriðjudag eða þann 25 september, en þá voru komnar 2 vikur og 1 dagur síðan hann var settur í síðasta gips og það toldi enn, skildi hann eftir en dýralæknirinn hringdi bara í mig ca. 1/2 tíma seinna, reyndar var ég komin í skólann þá, en hvað um það, þá var búið að röntgenmynda hann og sagði dýralæknirinn mér að það væri kominn ágætis gróandi í brotið en samt enn mjög viðkvæmt, brotið er á vondum stað svo ekki hefði neitt þýtt að negla hann eða neitt svoleiðis, nema hvað hún vildi ekki eiga neitt við gipsið vegna þess hversu brotið var viðkvæmt og sagði að hann ætti að vera í gipsinu 1 viku eða 10 daga til viðbótar, þá á ég að koma með hann aftur í myndatöku og sjá hvernig staðan er, en ég er að reyna að dæla í hann mjólk og vítamín þessa dagana til að reyna flýta eða auka gróandann í beininu, þarf reyndar að ath. það í dýrabúð hvort ég fái ekki A og D vítamín því það hjálpar kalkbúskap líkamans.  Núna eru komnar 3 og 1/2 vika síðan hann brotnaði, hann er allur að koma til er reyndar á röltin hérna á gólfinu eins og er, virðist ekki mikið finna fyrir því að hann sér brotinn svo þetta hlýtur allt að vera koma hjá honum, reyndar hefur hann grennst svolítið þar sem hann liggur mikið fyrir og sefur og matarlystin er ekki mikil en hún er að koma líka.  

Nú aðrar fréttir eru þær að nú eru miðannarprófin framundan hjá mér svo að ég ligg þessa daga eða þannig og les undir próf, þykist vera voðalega dugleg, allavegana er ég að fara í próf í hjúkrun 403 á þriðjudaginn og 503 á fimmtudaginn.  Er búin að vera vinna alla síðustu viku og í dag og verð að vinna einnig á morgun en er svo í fríi mánud. og þriðjudag sem er gott til að geta lesið.  Jæja læt gott heita núna.  


Nýjar fréttir af Púka

Jæja þá er tímabært að koma með smá fréttir af honum Púka, en nú er komin ca. 1 og 1/2 vika síðan hann var gipsaður síðast og tollir gipsið á enn, hann er búinn að vera voðalega góður og stilltur þannig að hver dagur til viðbótar sem hann er í gipsinu er bara til góðs, ef allt fer eins og ég vona þá fer hann ég með hann til dýralæknis næsta þriðjudag í skoðun, þarf þá sennilega að skilja hann eftir því hann verður örugglega svæfður eina ferðina enn og gipsið tekið af, nema hægt sé að röntgenmynda hann með gipsinu veit ekki hvernig það er en a.m.k. þá á að skoða brotið og sjá hvernig það grær.  Hann hefur að mestu leyti bara legið fyrir í rúminu hennar Fjólu inni í herbergi aðeins farið í kassann en hann hefur horast mikið niður, borðar lítið og drukkið lítið líka, samt höfum við reynt að halda að honum mat og drykk.  En hann kemst í bæði alveg held bara að hann sé lýstalítill af hreyfingarleysi.  Stundum hef ég sett hann inn í stofu til Kiöru en þeim semur mjög vel, finnst gott að vera hjá hvort öðru og fá félagsskapinn. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband