Færsluflokkur: Bloggar
8.10.2006 | 22:33
Erfiður dagur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2006 | 19:54
Fiðrildaveiðar.
Jæja þá er laugardagur að kveldi kominn og mest lítið gerst í dag, enda var ég að vinna, nema hvað að þegar ég var að fylgja einni konu fram í matsal um kaffileytið verður mér litið í átt að glugganum og þar sá ég eitt fallegasta fiðrildi sem ég hef séð, það var ca. 2 - 2,5 cm. að stærð, allt svo þegar það var með útbreidda vængina, afskaplega litskrúðugt, með ekta haustlitum í, svona rauðbrúnt, ljós drapp, búkurinn var svartu og örlítið loðinn mér tókst að fanga það í lófa minn en um leið og ég opnaði hann þá flaug það strax aftur að glugganum og flögraði það alveg ótt og títt, svo að á endanum náði ég því í glas og sleppti því út, mig grunar að þetta hafi verið einhverskonar innflytjandi, a.m.k. hef ég ekki séð svon fallegt fiðrildi áður og svona stórt.
Nú eftir vinnu brenndi ég heim og fór að versla í Bónus, maður tekur nú bara orðið út fyrir að versla það er svo dýrt, dregur það sem lengst í von um að halda aðeins lengur í aurinn sinn en að lokum sverfur hungur að fjölskyldunni og þá neyðist maður til að fara að versla í matinn, a.m.k. eitthvað smávegis, reyndar var ég nú svo stórhuga í dag að ég keypti bayone skinku til að hafa í matinn annað kvöld, ja þvílíkt bruðl á manni.
Nú eftir þetta þá ákvað ég nú bara að skreppa í Garðheima, Fjóla mín er búin að vera biðja mig um að kíkja þangað til að skoða svona föndurvörur í sambandi við jólin og skoðuðum við fullt af svoleiðis, það sem hreyf okkur mest eru svona plastkúlur í allavegana stærðum sem maður setur saman en áður en maður setur þær saman að þá er hægt að setja fullt af svona jóla jóla dóti inn í þær t.d. litlar styttur af stelpum, strákum, böngsum, jólasveinum eða snjókörlum svo vitanlega svona jólasnjó með og eitthvað af trjám síðan eru þessar kúlur límdar saman, rauður eða einhverskonar litaður borði settur utan um samskeytin og svo skreytt með svona plastjólastörnu þar sem það samskeytin á borðanum eru, þetta er virkilega fallegt og hið mesta skraut. Nú eftir þetta fórum við bara heim, gengum frá vörunum og fórum síðan að bera út moggann en nú er kominn matur svo ég læt gott heita í bili, bæb.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2006 | 00:08
Föstudagur

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2006 | 08:23
Heilsufarið


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.10.2006 | 10:21
Veikindi
Jæja góðan daginn eða þannig, já nú er ég bara hálf lasin, svaf illa í nótt vegna magaverkja og í morgun þurfti ég að hendast á WC og það gekk bæði upp og niður af mér gaman, gaman eða þannig, ég druslaðist samt í skólann vegna þess að ég var að fara í próf í hjúkrun og sít núna við tölvuna í skólanum að skrifa, ákvað að reyna halda daginn út í skólanum fyrst ég var mætt en heilsufarið er ekki upp á sitt besta samt aðeins skárra en fyrst í morgun, einhver ólga í mér samt og maður verður að passa sig að leysa alls ekki vind það gæti orðið eitthvað kostulegt
. Nú annað er svo sem ekki merkilegt. Ætlaði að fara í bæinn í dag og kíkja í Kúnígúnd þar sem ég þarf ekki að vinna en það verður víst að bíða betri tíma
eða heilsan að lagast a. m.k. Sé til seinna í dag hvað verður hvort að heilsan lagast eitthvað eða hvort að ég leggst bara undir feld og læt mér líða illa eftir að heima er komið. Læt gott heita í bili veikindakveðjur bæb.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2006 | 09:59
Leiðinlegt
Jæja góðan daginn, nú sit ég hér í tölvunni í skólanum og læt mér leiðast og bíð eftir að næsti tími hefjist en hann er ekki fyrr en kl. 10:35. Ég ákvað nefnilega að fara ekki heim milli tíma núna, spara svolítið bensínið og ætlaði að nota tímann og vinna næsta verkefni í utn. en þá er það bara ekkert komið í tölvuna svo ég gat það ekki.
Annars er lítið að frétta héðan, ég fór í Perluna í gær og gat skipt disknum og sú sem að afgreiddi mig sagði að það hefðu nokkrir sloppið svona í gegn, enda var ekkert mál að skipta þær könnuðust við þessi mistök. Nú svo var ég með pitsaveislu í gæ og öll mín börn voru í mat og nokkur til viðbótar he he. Anna Lísa koma um t ö leytið til mín og við skruppum í Smáralindina og kíktum á ostakynninguna og í búðir og svo fórum við og sóttum Tinnu en hún kom heim rúmal 4 úr æfingabúðunum og var virkilega gaman sagði hún en mikið spilað og svo í morgun grét hún úr þreytu þá var þreytan að koma yfir hana eftir helgina, verð bara að muna það að næst þegar hún fer í æfingarbúðir að láta hana fara að sofa fyrr um kvöldið, það gengur ekki ef hún getur ekki mætt í skólann eftir svona ævintýri, hún kvartaði reyndar mest um verki vörunum en hún spila á saxófón og eftir því sem hún segir mér var spilað meira og minna frá kl. 9 á morgnana og til 17 á daginn með stuttum og litlum hléum. Nú annars vart dagurinn í gær bara fínn, saumaði út framan af deginum og skrapp svo út eftir hádegi gæti ekki verið betri svo um kvöldið var pitsa og horft á DVD en annars er DVD spilarinn minn alveg að syngja sitt síðasta svo að ég þarf að huga að því að fá mér nýjan eða a.m.k. setja hann á óskalistann fyrir jólin he he. Læt gott heita í bili
bæ bæ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2006 | 10:32
Nýr mánuður
Jæja góðan daginn, þá er nú nýr mánuður að hefja göngu sína, mikið skelfing leið sl. mánuður hratt, mér fannst rétt að vera byrja og þá er hann búinn. Nú það hefur svo sem mest lítið gerst hjá mér síðan síðast nema hvað ég skrapp á ostakynningu í gær
og var mikið af góðum ostum að smakka þar gæti meira en verið að ég skryppi aftur í dag þar sem ég var búin að tala um það við hana Önnu Lísu mína að við skryppum í dag en hún komst ekki í gær þar sem hún er búin að vera á næturvöktum undanfarið og þá verður lítið úr deginum hjá henni.
Nú svo jú reyndar hafði ég það afrek af í gær að þrífa hjá mér og þá finnst mér alltaf voða gott að vera heima hjá mér og reyndi ég það líka í gær og sat og saumaði út (loksins að ég hafði tíma í það
). Nú í dag verð ég víst að skreppa í perluna og ath,.. hvort að geisladiskamarkaðurinn sé þar enn þar sem ég keypti DVD mynd þar um síðustu helgi sem ég hef ekki haft tíma til að horfa á en í gær ætlaði sonur minn að horfa á hana, þetta var einhver spennumynd með Piers Brosnan í aðalhlutverki en viti menn þegar strákurinn opnar myndina og þá meina ég tekur utan af henni umbúðirnar og opnar hulstrið þá var þar DVD diskur með Ronju Ræningjadóttur í
ekki alveg myndin sem átti að vera í þessu hlulstri svo að nú þarf ég að reyna að fá þessu skipt og vona bara að þessu markaður sé þarna enn þá
. Svo lenti ég reyndar í því í gærkvöldi eftir mat að ég fékk þennan líka skelfilega höfuðverk
og ætlaði varla að geta keyrt heim en mamma hafði boðið mér og Fjólu í mat (reyndar Kidda líka en hann vildi ekki), svo þegar ég loksins komst heim þá var bara farið beint í bólið, öll ljós slökkt og og breitt yfir höfuð því þá var höfuðverkurinn orðinn það slæmur að ég þoldi ekki ljósið
en er bara góð núna sem betur fer
. Það er sko ekkert grín að fá svona höfuðverk. Nú svo kemur hún Tinna mín heima í dag aftur úr æfingabúðum skólahljómsveitarinnar og það verður gaman að heyra hvernig hafi gengið hjá henni. Þetta er í fyrsta sinn sem hún fer í svona æfingabúðir en hún er nýkomin upp í B sveit en er búin að vera 2 ár í A sveit en sú sveit fer ekki í svona æfingabúiðir bara B og C sveitir. Ég þarf bara að komast að því hvenær hún kemur heim er með það á blaði einhverstaðar he he. En nú læt ég gott heita.
Kveðja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2006 | 15:02
Leti
Já ég leyfði mér bara að vera löt í morgun, þannig að eftir að stelpunar voru farnar í skólann þá skreið ég bara aftur í rúmið og steinsofnaði og svaf til 10:30, mikið skelfing var það gott að kúra svona áfram, síðan skellti ég mér í skólann en ég er bara í einum tíma á föstudögum, skelfing freistandi að sleppa honum en ég er staðföst og mæti he he .
Nú á leiðinni heim kom ég við í garnabúð, vantaði garn í peysuna sem ég er að prjóna og viti menn komið nýtt prjónablað sem ég mátti vitanlega til með að skoða og mikið rosalega var mikið af fallegum peysum í blaðinu. Einnig kom ég við í bókabúð þar sem mig vantaði svona penna með mörgum litum til að nota í hjúkrunaráfanganum, alltaf eitthvað sem vantar . Síðan fór ég heim fékk mér að snæða og við Fjóla fórum svo aðeins út, kíktum í rúmfatalagerinn aðallega tékka á því hvort að þeir væru enn að auglýsa eftir starfsfólki en hún Fjóla er búin að senda inn tvær umsóknir og reyndar skilaði þeirri þriðju núna áðan og alltaf eru þeir að auglýsa eftir fólki en geta svo ekki drullast til að svara henni, mér finnst þetta óþolandi framkoma hjá fólki. En hvað um það svo ákváðum við að kíkja á kaffihús sem er þarna í Smáratorgi og hittum þá foreldra mína sem voru eitthvað að skoða í rúmfatalagernum og enduðu með að fá þau líka á kaffihús. En nú læt ég gott heita er að fara á aukavakt í vinnunni svo bara bæb.
Stella
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2006 | 00:47
Þreytt
Já nú er ég sko þreytt, var að koma heim af kvöldvakt, var kölluð út eða hringt var í mig um hádegisbilið í dag og ég beðin að koma á aukavakt og ég gat nú ekki neitað því þar sem ég var búin að skrifa það á vaktaplanið að ég gæti tekið auka kvöldvakt ef vantaði og vitanlega þurfti einhver að vera veikur eða eitthvað en hvað um það ég er komin þreytt heim og er að fara skella mér í bólið, reyndar þurfti ég koma við í búð á leiðinni heima af vaktinn þar sem hún Tinna mín er að fara í ferð með skólanum um 8 í fyrramálið og þarf að hafa með sér hollt og gott nesti svo ég þurfti vitanlega að redda því fyrir hana, svo auðvitað að fara í hraðbanka til að taka út fyrir ferðinni, hún kostar vitnalega, ekkert fæst gefins í dag .
En annars fékk ég fínar fréttir í dag, tölvukennarinn minn kallaði mig á sinn fund og bauð mér að fá kaupt forrit sem ég get haft í tölvunni minni næstu 5 mán. og þá þarf ég ekki að mæta í tímana í skólanum, bara gera verkefnin sem birtast á heimasíðu tölvunámsins (WebCT) og skila þeim til hennar á tölvunni annað hvort á WebCT eða í vefpósti og þá er ég í góðum málum, mikið lifandi skelfing er ég ánægð með þetta, því þessir tímar eru hálfgerðir klepptíma, mikið af krökkum eða unglingum í þessum tíma sem hafa engan áhuga á því sem fram fer í tímanum, gjamma hvert upp í annað svo ekki heyrist mannsins mál og vitanlega enginn vinnufriður, þannig að ég þáði þetta með þökkum og get þá bara setið við töluna heima og gert þetta, nú ef ég lendi í vandræðum þá get ég annað hvort mætt í tíma og rætt við kennarann eða sent henni tölvupóst ekki málið .
Nú annað var það svo sem ekkert merkilegt sem gerðist í dag, nema hvað að við erum enn að strippa í hjúkrun verklegri eða þannig, nú var það reyndar aðrar sem fengu að leika sjúklinga og láta baða sig og við hinar að æfa okkur og þetta fer nú allt að koma, a.m.k. gekk þetta þokkalega, reyndar smá klúður með hve mörg þvottastykki ég þurfti á að halda, og hve mörg handklæði og hversu stór og svoleiðis en allt tókst þetta að lokum og það án þess að skaða þá sem lék sjúklinginn en ég kemst reyndar betur að því á morgun hvort það sé allt í lagi með hana og hvor að hún haldi hárinu og svoleiðis he he , en nú er ég farin að sofa svo ég segi gott í bili.
Kveðja Stella
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2006 | 10:01
Meira um sundferðir
Góðan daginn eða þannig
Jæja þá er enn einn nýra dagur að hefja göngu sína, reyndar fór ég á fætur um 7 eins og vanalega og kom stúlkunum mínum í skólann en svo ákvað ég að skella mér í sund sem ég hef verið að gera daglega undanfarið og þar sem að ég þarf ekki að mæta fyrr en 10:35 í skólann í dag ákvað ég bara að fara snemma og synda. Nú ég ætlaði að fara í Salalaugina í Kópavogi, hafði ekki farið þangað svolítið lengi nema þegar ég mætti þangað þá var nú staðan þannig að pottarnir og barnalaugin + rennibrautin voru opin og innilaugin en aðallaugin var bara tóm og ekki í notkun . Mér fannst þetta nú heldur súrt þar sem ég fer í sund til að SYNDA og ekki gat ég synt í heitu pottunum né í barnalauginni svo á endanum ákvað ég að fara í Kópavogslaugina sem ég hef nú bara ekki farið í síðan ég veit ekki hvenær, enda finnst mér hún ekkert spes sú laug, svo að lokum gat ég synt mína 500 m. eins og ég er vön
Kv. Stella
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)