Færsluflokkur: Bloggar
27.9.2006 | 18:01
Það er nú það
Jæja þá er nú enn einn dagur að kveldi kominn og hefur svo sem ekkert merkilegt gerst í dag annað en það að nú er ég komin sennilega með sýkingu í auga. Ég vaknaði á mínum vanalega tíma í morgun og fann fyrir eymslum í hæ. auga og þegar ég kíkti í spegil sá ég að það var kominn roði við og í kringum auga þó aðallega í augnkróknum og eftir því sem á daginn leið fann ég meira og meira fyrir þessu og nú undir kvöld er kominn svona eins konar graftarnabbi á augnlokið. Nú ég fór í apótek og spurði hvort ég gæti ekki fengið við þessu en það er nú bara því miður ekki hægt bara hægt að fá svona gervitár en þau virka bara á augnþurrk, svo ég ætla bara að vera með mína augnsýkingu og sjá hvað gerist annað hvort versnar hún eða lagast ekki satt
Nú annað í dag var lítið nema það að ég fékk að strippa í hjúkrun verklegri í dag he he , við erum nefnilega að læra að baða í rúmi og ég fékk að leika sjúklinga sem var böðuð í rúmi og þar sem áttti að baða mig mátti ég fara úr öllu (nema naríunum)
og var það bara mjög notalegt að láta baða sig svona nema hvað ég fékk ekki hárþvott þar sem þetta tók allt of langan tíma að baða mig og líka vegna þess að það er bara til tvö svona hárþvottaskálar og við vorum 3 sem voru sjúklingar (vitanlegar 3 hugrökkustu sem þorðum að strippa he he
). Nú eftir að þeim tíma lauk skellti ég mér í sund og synti mína 5oo m. og svo í lyfjafræðitíma en þá gat kennarinn ekkert verið með okkur, þurfti að vera annars staðar svo hún lét okkur bara hafa verkefni sem við unnum í tímanum og fórum svo bara.
Nú reyndar fór ég með nýja bílinn minn í smurningu í dag, mikið rosalega er það dýrt, rúmar 7000 kr. og þetta þarf maður að gera á 5000 km. fresti uss uss. Svo fór ég bara á bæjarflakk með Tinnu og Fjólu og mömmu minni og reyndar þurfti Tinna að komast í Tónamiðstöðina til að kaupa blöð í saxinn og einhverja bók sem hún þarf á að halda í tónlistinni. Svo fórum við í Euroðpris og á einhvern skómarkað úti á Granda og annan uppi í Grafarholtinu.
Nú svo ákvað ég að leyfa skottunum að elda og slappa aðeins af sjálf, en nú er kominn matur svo ég læt gott heita núna.
Stella.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2006 | 16:16
Meira af mér
Jæja enn er ég komin inn til að skrifa, þetta er bara voðalega gaman þegar maður kemst aðeins af stað með þetta, búin að setja inn eitthvað af myndum og fleira voðalega gaman.
Nú er ég búin í skólanum í dag, var í prófi í utn, held að mér hafi gengið ágætlega þrátt fyrir smá klúður en tókst þó að laga það fyrir rest og klára prófið á réttum tíma.
Fjóla mín var að tilkynna mér að það væri komin upp lús í skólanum hennar, í 9 bekk, en hún er í 10 og Tinna í 8, samt sem áður maður verður víst að hafa varan í þessum óþverra, því þetta er alveg hrikalegt ef þær fá þetta báðar með mikið og sítt hár
En nú verð ég víst að hætta Fjóla er að reka á eftir mér að koma í labbitúr niður í mjódd að kaupa hundamat, bæ bæ
Stella
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2006 | 13:46
Fjör í sundi
Góðan daginn,
Jæja dagurinn í dag byrjaði vel, enda svaf ég afskaplega vel í nótt, loksins, tók líka tvær verkjatöflur fyrir svefninn og svaf svo með íspoka undir vinsta herðablaði vegna verksins sem ég er búin að vera með, en það gerði ég nú bara samkvæmt ráði hnykkjarans míns, en hvað um það vaknaði hress og verkjalaus að mestu og skellti í mig kaffi og tvær ristaðar brauðsneiðar og fór síðan í skólann en kræstur hvað það er heitt og mollulegt í þessum blessuðum stofum, eftir ca. 20 mín. var maður bara orðinn hálfmeðvitundarlaus og ekki tók betur við í næsta tíma, sami hitinn þar líka. Nú eftir þessa tvo tíma dreif ég mig í sund og synti þar eins hratt og ég gat í ca. 20 mín., og var það bara virkilega hressandi, bjargaði alveg deginum hjá mér. Síðan var ég nú bara eitthvað að útrétta í Smáralindinni og hér heima, mikill munur þessi heimabanki, hvað allt er auðvaldara við að borga og fleira. Læt gott heita í bili.
Stella
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2006 | 13:50
Dagurinn í dag
Góðan daginn þetta er nýja bloggsíðan mín en ég er algjör jólasveinn í þessu þar sem ég hef aldrei bloggað áður þrátt fyrir háan aldur, en svona er þetta en nú verð ég víst að hætta þar sem ég er að fara til hnykkjara, er öll í skralli vegna þess að ég fékk tak í vi. herðablað sl. laugardag og verkurinn leiðir upp í háls og fram í bringu, en nú læt ég bara flakka og vona það besta að allt fari vel.
Bæ bæ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2006 | 13:36
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)