22.1.2008 | 13:10
Mikið að gera
Jæja það er kominn tími til að láta aðeins í sér heyra, það er búið að vera mikið að gera hjá mér, ég byrjaði í vinnustaðanámi 7 janúar og er búin að vinna alla daga síðan, en í kvöld er síðasta vaktin hjá mér á deild A5 því miður, þetta er búið að vera skemmtilegur tími þarna og ætla ég að reyna ná á deildastjóra A5 á eftir og sjá hvort að ég geti ekki tekið starfsþjálfunina þarna hjá þeim, mig langar virkilega til að kynnast þessari deild betur. Það er margt sem er að gerast þarna og vaktirnar misjafnar eins og þær eru margar. Nú svo á mánudaginn á ég að byrja á deild 33C sem er geðdeild, skilst að hún sé bráðamóttaka fyrir anorexiur, alcoholsjúklinga og fleira svoleiðis en það kemur allt í ljós, ætla reyna að skreppa á morgun og vita hvort á nái á leiðbeinanda minn þar og setja niður vaktir, maður verður bara að vona að það gangi upp. Ég veit svo sem fyrirfram að ég og geðið eigum ekki samleið en það þýðir ekkert annað en að vera jákvæður og reyna að komast í gegnum þetta sem ég vitaskuld geri, fer nú ekki að flýja af hólmi kominn þetta langt. Nú svo á hún Fjóla mín afmæli á morgun, verður hún 17 ára skvísa, hún er byrjuð að læra á bíl, búin að taka 6 tíma held ég og gengur bara virkilega vel, hún fer í Ö1 fyrstu helgina í febrúar en 3 helgina fer hún og Tinna með pabba sínum og Sigrúnu í bústað, einnig fara eitthvað af barnabörnum hennar með, þetta verður ábyggilega góð ferð, hann hefur verið svolítið meira með þeim núna eftir að hann veiktist sem er bara gott mál, þær njóta hverrar stundar með honum sem þær geta. Ég vildi óska að ég gæti tekið með sumarbústað á leigu einhverstaðar en held að ég geti það bara ekki, sýnist eins og það séu bara ekki bústaðir á lausu a.m.k. ekki hjá þeim sem ég gæti leyft mér að taka, en hver veit kannski einhvern tímann. Annars er mig virkilega farið að hlakka til að klára námið, núna er ég farin að sjá fram á það að ég klári þetta í vor, er þetta stór áfangi fyrir mig að hafa getað þetta og er ég bara svolítið montinn með mig he he.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.1.2008 | 11:25
Gleðilegt ár
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2007 | 01:07
Nýjar myndir
Jæja ég var að setja inn nýjar myndir frá jólunum, má þar m.a. nefna sjaldgæfa sjón á mínu heimili en það er þegar allar kisurnar mínar sitja við sama diskinn og borða rækjur, en það var jólamaturinn þeirra, Perla kvæsti ekkert á yngri kisurnar við það hátíðarborðhald . Annar náði Kiddi líka öllum prófunum sínum, hvað annað, hann var með eina 7 og svo eitthvað af 9 og 10 í hinum fögunum svo hann stóð sig með glæsibrag. Annars hafa jólin verið róleg og fín hjá mér, reyndar búin að borða allt of mikið nema hvað eru jólin ekki til þess, fór svo að vinna þann 25 des og verð að vinna fram á 2 jan. tek reyndar tvöfalda vakt á nýársdag eða allt svo kvöldvakt næturvakt, enda með stæl, svo verð ég eitthvað lítið á Hrafnistu eftir áramót fram á vorið, verð í vinnustaðanámi frá 7 jan. í 6 vikur, vinn þá reyndar á Hrafnistu aðra hvora helgi, aðallega til að fá smá útborgað en eftir þessar 6 vikur þarf ég að taka launalaust frí í 11 vikur en þá verð ég komin í starfsþjálfun, vonandi, fram að útskrift í maí og eftir það ætti ég að fara nálgast útskriftina eða þannig. Jæja læt gott heita í bili, ætla að skella mér í bólið, var annars að horfa á afskaplega hugljúfa mynd á stöð 2, tók hana meira segja upp, hún hét hollidays, var svona ekta konumynd he he.
Set hérna inn eina mynd af Kiöru, Perlu og Púka að snæða jólamatinn, eru þær ekki æðislegar allar saman .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.12.2007 | 18:30
Fyrstu kynni Kiöru af jólatré
Var að reyna setja inn myndband af fyrstu kynnum af Kiöru af jólatrénu, er reyndar óskýrt en ætti samt alveg að sjást hvað er á því. Læt eina mynd fylgja með af henni í trénu he he.
Bloggar | Breytt 20.12.2007 kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2007 | 15:47
Frábær árangur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2007 | 13:42
Prófin búin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2007 | 09:31
Smá fréttir
Jæja hér koma smá fréttir frá okkur, varla maður þori að skrifa á þetta blogg þar sem mbl. virðist geta tekið sér það bessaleyfi að birta skrifin manns, ekki nóg með það heldur allar helstu persónuupplýsingar um mann, ég er ekki alveg nógu sátt við það, hefði haldið að það þyrfti leyfi fyrir slíku, en hvað með það, maður verður bara að gæta að því sem maður skrifar.
Annars er það helsta að frétta að Perla er orðin sjálfri sér lík reyndar rólegri ef það er hægt, a.m.k. er hún ekki eins hvefsin við yngri kisurnar eins og hún var, kannski var henni farið að leiðast eigin félagsskapur þessa 10 daga sem hún var í einangrun þar til saumarnir voru teknir, en hún er sem sagt eldhress og spræk ökkur öllum til mikillar ánægju.
Annað er það helsta að ég er á kafi í prófalestri núna þessa dagana, búin í prófi í hju503 og er að fara í próf í 403 á morgun, verður gott að vera búin í þessu. Nú Fjóla mín var að klára síðasta prófið sitt í gær, hún er búin að sjá niðurstöður úr nokkrum prófum eins og íslenskunni, enskunni og dönskunni, einnig lífsleikni og íþróttum og er hún búin að ná þeim öllum, vantar bara niðurstöðurnar úr stærðfræðinni og náttúrufræðinni, vonandi nær hún þeim bara llíka. Kiddi minn þurfti bara að fara í eitt próf í íslensku sem hann var í í gær en annars er hann búinn að ná öllum áföngum á þessari önn. Svo er það hún Tinna skotta sem er einnig á fullu í prófum, er hennar fyrsti prófdagur í dag en hún er búin að taka nokkur sem voru bara á skólatíma eins og t.d. dönskuna. Jæja læt gott heita í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2007 | 13:15
Jólabaksturinn
Jæja þá er ég byrjuð á jólabakstrinum, reyndar að verða búin að baka, búin að nota helgina vel. Á föstudeginum hnoðaði ég í 3 tegundir sem Tinna og Fjóla bökuðu úr, en svo í dag er ég að gera tvær tegundir sem eru hrærðar í hrærivél og settar á plötu með teskeið, önnur tegundin er svona maregnskókostoppar með súkkulaði og salthnetum í, algjört sælgæti, en hin er gömul uppskrift frá mömmu heitir einfaldlega vélhrærðar smákökur, en það er súkkulaði í þeim líka og kúrenur, þessar smákökur eru líka rosalega góða. Ég er voða ánægð með sjálfa mig og stelpurnar mínar að ná að klára jólabaksturinn þessa helgina, einhvern vegin finnst mér ég aldrei geta hlakkað almennilega til jóla fyrr en baksturinn er búinn. Einnig er ég búin að setja upp jólaóróana mína í stofuna en svo verður skreytt seinna, annað hvort næstu helgi eða í vikunni á eftir, a.m.k. reyni ég alltaf að skreyta fyrstu vikuna í desember. Við mæðgurnar erum allar að vinna næstu helgi þannig að líklega verður skreytt bara í vikunni. Svo fer maður fljótlega að setjast niður og skrifa jólakortin, líklegast kaupum við bara kortin í ár en undanfarin ár hafa stelpurnar og ég búið til kortin en ekki gefist tími í það núna.
Annað er það að frétta að Perla okkar er öll að koma til, hún er farin að borða og drekka alveg og er ég mjög fegin því. Hún er og verður á sýklalyfjum í einhverja daga. Reyndar er hún afskaplega óhress með að komast ekki út, vakti mig í morgun með óánægjumjálmi yfir því að hún gat ekki opnað gluggann til að komast út, var ekkert samt í því að gefa þetta eftir en því miður má hún ekki fara út næstu daga, a.m.k. ekki fyrr en búið er að fjarlægja saumana hjá henni en það verður gert minnir mig 3 des.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2007 | 20:32
Gleymska
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2007 | 10:57
Perla komin heim frá dýra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)