Sumarfrísmyndir

Jæja þá er ég búin að setja inn slatta af myndum úr sumarfríinu að norðan. 

Annars er allt fínt að frétta héðan, ég var að taka aukavakt á 12G í gær, sem var svo sem allt í lagi nema hvað að ég þekki þessa deild ekki neitt, komst samt skammlaust frá þessu sem var fínt en svo var verið að hringja í mig áðan og biðja mig um að taka næturvakt á 12G í nótt, féllst ég á það en veit vitanlega ekkert hvað ég á að gera svo nú verð ég bara að reyna að ná í systur mína í dag þar sem hún er búin að vinna á þessari deild í mörg ár og fá einhverjar upplýsingar um það hvað gert er á nóttunni.  Meira seinna.


Smá fréttir af okkur

Jæja það er eiginlega kominn tími á að skrifa hérna eitthvað, langt síðan síðast.  En hvað um það ég er núna loksins hætt á Hrafnistu, sagði upp 1 júní og uppsögnin tók gildi 1 september, núna er ég farin að vinna á Borgarspítalanum eða Landspítala Fossvogi, er ráðin þar á deild A5 sem er bæklunardeild, reyndar er ég að vinna á deild B5 eins og er þar sem A5 er lokuð vegna alsherjar yfirhalningu, stendur til að opna þá deild núna í september, hún verður rosalega flott, kíkti aðeins þar yfir í gærkvöldi og var að skoða hana, ekki neitt smá sem búið er að laga og breyta.  Nema hvað á Bæklunardeild koma allir sem hafa brotnað illa og þurfa að fara í aðgerð, einnig fólk sem er að fara í prothesu aðgerðir eða liðskipti, spengingar og svoleiðis.  Þarna er mjög fínt að vinna, mórallinn er bara æðislegur og gott starfsólk.  Reyndar er ég aðallega að vinna á nóttunni sem mér finnst bara mjög gott, yfirleitt rólegar næturnar þarna.  Nú annað að frétta er að ég tók mér alveg 4-5 vikna sumarfrí sem var bara virkilega nauðsynlegt hvað mig varðar, enda lítið frí tekið sl. ár, fórum við norður í 2 vikur og var það æðislegt, skruppum norður að Mývatni einn daginn í jarðböð, svo fórum við annan dag á Akureyri í sund, versla og út að borða, svo helgina áður en við fórum heim voru sæludaga á Sauðárkróki sem haldnir voru í reiðhöllinni og fórum við vitaskuld þangað, þar var heilmikið um að vera sem gaman var að fylgjast með.  Núna eru skólarnir komnir á fullt og allir byrjaðir í skóla aftur nema ég og finnst mér alveg æðislegt að vera laus við skólann, á fullt af tíma til að gera það sem mig langar til að gera.  Kiddi heldur áfram í Borgarholts að læra rennismítðina, Anna Lísa skellti sér í hjúkrun í háskólanum, Fjóla er áfram í MK og Tinna kominn í 10 bekk Hjallaskóla, hugsa sér litla barnið mitt að klára grunnskólann næsta vor, hvað tíminn líður.  Læt gott heita í bili.


Gengið á Esjuna

Já nú má ég til með að monta mig aðeins því að ég og yngri dætur mínar ákváðum að ganga á Esjuna í gær og kom vinkona þeirra með okkur.  Við lögðum af stað frá Esjurótum rétt rúmlega 11 um morguninn og vorum um 3 tíma á leiðinni upp.  Var þetta mjög erfið ganga, aðallega fyrir mig þar sem að lungun hjá mér eru ekki gerð fyrir svona mikla áreynslu, þurfti ég oft að stoppa eftir því sem ofar dró til að leyfa lungum og hjarta að vera með, einnig var mig virkilega farið að verkja í hnén og lærin þegar nær dró toppnum en á toppinn fórum við og þvílíkt útsýni þaðan.  Við hvíkdum okkur vel á toppnum og fengum okkur að borða, vorum með langlokur og einhverja drykki með okkur ásamt kexpakka sem veitti ekki af að fá smá sykur til að efla orkuna.  Reyndar var ég orðin virkilega svöng ca. klst áður en við náðum topnnum en ætlaði ekki að borða fyrr en á toppinn var komið, hafa eitthvað að hlakka til.  Annars er búið að bæta heilmikið aðstöðuna fyrir göngufólk þarna síðan ég fór síðast fyrir einhverjum árum síðan, það eru t.d. komnar keðjur til að halda sér í við hamrabergið sem auðveldar mun göngufólki að komast bæði upp og niður, einnig er komnar tvær tröppur neðst í berginu svo auðveldara er að byrja að fikra sig upp, þannig að þessi efsti hluti er mun auðveldari heldur en síðast er við fórum.  Ég ætla að reyna að setja hér inn myndir frá ferðinni.  Gott í bili.

 

Sjáið tindinn, þarna fórum við

Sjáið tindinn, þangað fórum við


Þórsmerkurferð og nýjar myndir

Jæja nú er ágætt að láta aðeins í sér heyra, það er ansi mikið búið að gerast hér og í mínu nánasta umhverfi frá því ég lét í mér heyrast síðast.  Minnir að ég hafi eitthvað minnst á veikindi Finnboga, pabba barnanna minna síðast, nema hvað að hann greindist með briskrabbamein í byrjun des., og var honum ekki gefinn langur tími, en hann lést núna 12 júní sl. og var jarðsettur 18 júní, þannig að þetta er búið að vera mjög erfitt hérna.  Finnbogi lenti á spítala aðfaranótt hvítasunnudags og voru miklar líkur á að hann myndi ekki hafa nóttina af vegna þess hversu mikið hann kastaði upp af blóði, nema að það náði að stabilisera hann um nóttina og fékk hann aðeins lengri tíma, hann var samt á krabbameinsdeildinni þar til hann fór á líknardeildina þar sem hann lést svo.  Jarðaförin var mjög fjölmenn, komu vinir hans bæði úr þjóðdansafélagi Reykjavíkur og einnig úr Komið og Dansið, einnig voru margir vinnufélagar hans þar viðstaddir og svo vitaskuld aðrir vinir og ættingjar en hann á 7 börn, eitthvað af barnabörnum, bæði beint og á ská og svo vitaskuld börn Sigrúnar og tengdabörn, bræður, makar þeirra og fleiri.  Athöfnin var falleg en hún fór fram í Garðakirkju og var hann jarðsettur í kirkjugarðinum í Garðahverfi sem er mjög fallegur staður, hann hafði beðið Önnu Lísu dóttur okkar að syngja við jarðaförina sem hún og gerði og gerði hún það virkilega vel, var þetta sennilega sá fallegasti söngur sem fluttur var við jarðaförina.

En annað er það að ég og yngri dæturnar, Tinna og FJóla, ásamt Lappa fórum í Þórsmörkina með Hildi, Borgari og Tómasi, var þetta virkilega góð ferð og mjög fallegt í Mörkinni, þrátt fyrir rigningarskúri og smá vind var þetta skemmtileg ferð, gengum við aðeins um en aðal göngutúrinn var sennilega á leiðinni heim en þá gengum við inn í Stakkholtsgjá en þar var foss sem Fjóla vildi endilega sýna okkur, (hún hafði séð hann fyrir ca. 3 árum þegar hún fór með skólanum).  Setti ég slatta af myndum inn á bloggið sem hægt er að skoða í albúmið "Landið okkar"


Útskriftir o.fl.

Jæja þá erum við Anna Lísa loksina útskrifaðar, ég lauk mínu sjúkraliðaprófi og hún stúdentsprófi föstudaginn 23 maí sl. og vorum við með smá veilsu í tilefni þess í gær, laugardaginn 24 maí sem tókst frábærlega vel, það var svo sem ekkert fjjölmenni sem mætti má segja að það hafi verið fámennt og góðmennt, vinkonur mínar úr saumaklúbbnum mættu og vitaskuld Hildur og sonur hennar, foreldrar mínir, systkyni og makar þeirra og börn, einnig föðurbræður Önnu Lísu og vinir hennar og bræður hennar og systur, en eins og ég sagði var þetta bara mjög góð stund sem við áttum þarna saman, þetta var svo búið á þeim tíma að við náðum heim til að horfa á eurovision.  Það að ísland skyldi ná 14 sætinu í því er ég bara þokkalega sátt við, Rússneska lagið sem vann var að mínu mati bara nokkuð gott, einnig það gríska og úkrainska en eins og alþjóð veit voru þessi lönd í 3 efstu sætunum.

Nú annað er það að frétta að Kiddi og Fjóla eru búin í skólanum þessa önnina og náði Kiddi öllum sínum prófum með stæl vitaskuld, Fjóla náði öllu nema stærðfræðinni en hún er alveg sátt við að þurfa taka það upp aftur, hún vonast til að ná því þá þeim mun betur upp á framhaldið að gera.  Tinna er að byrja í prófum þessa dagana en hún er nýkomin frá Danaveldi en hún fór í það ferðalag með skólanum, þau komu heima aftur sl. miðvikudagskvöld eða eiginlega aðfaranótt fimmtudag þar sem að þau lentu ekki fyrr en um 00:30, hafði orðið einhver seinkun á fluginu en upphaflega áttu þau að lenda 22:40.  Skilst mér á Tinnu að þetta hafi verið meirihátta skemmtileg ferð, hafði hún reyndar áhyggjur af pabba sínum þar sem hann liggur veikur á spítala en ég hafði talað við kennarana sem fóru með út og lét þá vita um ástandið á honum svo hún gat fengið að hringja í hann þegar henni langaði til þess og einnig var fylgst vel með henni ef það sást að henni leið illa út af þessu. 

Nú annað er það að það er búið að vera mjög gott veður fyrir gróðurinn sem varð til þess að ég fór að slá garðinn í dag og held ég bara að þetta sé í fyrra lagi í ár að fyrsti sláttur er hjá mér, var grasið orðið ansi loðið svo ekki veitt af slætti, ég hef undanfarið verið að reyna aðeins að snyrta beðin en arfnn er ansi framsækinn, ætla ég að kíka á morgun eða hinn hvort ég eigi ekki einhverstaðar eitur á arfann, er voðalega löt við að reyta he he. 

Annars var ég að hætta á A5 þann 18 maí og byrja ég aftur á Hrafnistu á morgun, geri það nú bara vegna þess að ég á gott sumarfrí inni hjá þeim en svo hætti ég á Hrafnistu í sumar og fer í frí en byrja svo aftur á A5 í byrjun september svo þetta verður bara fínt, fer í 80% vinnu og þarf af í 50% næturvaktir. ætla að prófa það og vonast til að geta haldið það út á meðan ég er að ná niður yfirdrættinum og losna aðeins við skuldi he he.  Jæja læt gott heita í bili.


Vorverkin að hefjast:

Jæja ætli það sé ekki kominn tími til að láta heyra eitthvað frá mér svona bara til að láta vita að ég sé á lífi enn þá Smile.  Nema hvað að núna er allur gróður að koma til og hef ég haft mikið gaman að fylgjast með garðinum mínum þegar allar plönturnar eru að lifna og byrja að grænka og blómstar, reyndar fór illa fyrir stórblóma krókusnum mínum en hann kól og dó bara fljótlega eftir að hann var kominn í fullan blóma vegna þess að það fraus eina nóttina en svona er það nú, en svo er ég með blóm sem heitir Íris og hún er í fullum blóma og búin að breiða mikið úr sér hér við gangstéttina hjá mér, virkilega flott að sjá hana.  Einnig er ég með minni krókusa úti í beði sem eru á fullu að stinga sér upp og byrjaðir aðeins að blómasta þeir eru gulir, ljós lilla og hvítir á litinn, mynda hring í kringum tjörnina hjá mér og eru virkilega flottir að sjá.  Nú þegar allt fer að lifna svona í garðinum að þá langar mig svo til að byrja að hreinsa allt og gera fínt en manni er víst ráðlagt að gera það ekki strax vegna hættu á frosti.  En ég fór nú samt í það í dag að raka öll laufblöðin í innkeyrslunni hjá mér í dag og einnig af túninu á morgun er ég svo að spá í að kantskera hjá mér beðið við innkeyrsluna og hitt sem er á milli lóða, ekki veitir af því þar sem grasið sækir stíft inn í beðin, ekki gott.  Einnig er ég að spá í að klippa glansmispilinn hjá mér svolítið hressilega niður, fannst hann heldur hár í fyrrasumar hjá mér og svo vitanlega snyrta glansmispilinn sem er við innkeyrsluna líka, tek reyndar eftir því að það vantar eins og eina plöntu hjá mér, sennilega hefur hún ekki lifað af svo ég þarf að fá mér eina gljávíðirsplöntu og setja niður í næsta mánuði.  Það er ágætt að vera búin að hreinsa, kantskera og klippa fyrir mánudaginn þar sem að það verða sorphreinsunardagar í næstu viku þannig að ég get losað mig við garðúrganginn út á gangstétt og aðrir hirða það fyrir mig. 

Nú það sem annað er að frétta héðan að nú nálgast skólalok hjá krökkunum mínum a.m.k þeim sem eru í framhaldsskóla, 3 dagar eftir í kennslu og svo eru bara prófin eftir hjá þeim.  Anna Lísa var að dimmitera í gær og skilst mér á henni að það hafi verið mikið stuð, fóru krakkarnir úr Ármúlskólanum upp á klædd sem Kærleiksbirnirnir um bæinn og víða.  Fjóla hefur verið mjög dugleg að keyra og hefur náð heilmiklum framförum frá því hún tók prófið, hún er enn að borga það en það kemur allt saman.  Hún þarf að taka 4 lokapróf og vona ég innilega að hún nái þeim öllum svo hún geti haldið áfram með nýtt námsefni næstu önn.  Ég er ekki viss um að Kiddi þurfi að taka nein próf, hann hélt kannski eitt en var ekki viss, hann er búinn að fá vinnu hjá Marel í sumar og skilst mér að það sé mjög góður vinnustaður og ef allt gengur vel í sumar gæti hann haldið áfram næsta vetur með skólanum og held ég að það sé bara frábært.  Nú Anna Lísa er að hætta á 12E a.m.k. í sumar og fer í blóðtökurnar, fær hún góða þjálfun til að byrja með og held ég þetta verði henni bara til framdráttar, eitthvað er hún svo að spá í meira nám með haustinu.  Nú það helsta af mér er það að ég hef unnið mjög mikið og sjaldan í fríi, er í 100% vinnu og tek líka aukavaktir.  Sl. viku var ég ansi oft á næturvöktum en ég kann mjög vel við mig þarna á bæklun og ætla að reyna að fá vinnu þar með haustinu.  Finnst mér frábært að fylgjast með bata fólksins og sjá það labba út, vissulega fáum við inn tilfelli þar sem gamalt fólk dettur og brotnar illa og við erum ekki að losna við það aftur fyrr en jafnvel eftir einhverja mánuði en sem betur fer er það mjög sjaldgæft.  En nú læt ég gott heita.


Fjóla komin með bílpróf

Já jæja ég mátti til með að deila með ykkur ánægju minni með dóttur mína en hún fór í bilprófið í dag og vitaskuld náði hún því, hún er ekki neitt smá ánægð með það þar sem henni kveið svolítið fyrir þessu og var létt þegar þessu var lokið og hún náði.  Á morgun getur hún farið á skriftofu sýslumanns og náð í bráðabirgðarskírteini en svo fær hún ökuskírteinið vonandi fljótlega.  Reyndar verður hún sennilega í allt sumar að borga upp ökutímana en það er allt í lagi, þetta hefst allt með tímanum he he.  En nú eigum við Fjóla mín skemmtilegt verk fyrir höndum, það er nefnilega að skreppa nokkuð oft í bíltúr, stutta túra á meðan hún er að ná tökum á að keyra bílinn minn, sem verður örugglega töluvert öðruvísi heldur en að keyra bíl ökukennarans því sá bíll er víst ekki neitt smá tæknivæddur og svo kannski með haustinu getur hún farið að spá í að fá sér bíl he he.  Það yrði bara frábært hjá henni en það á bara allt eftir að koma í ljós.

Annað er það að frétta að hér eru búin að vera veikindi, ég fór eiginlega veik heim úr vinnu sl. föstudag og er bara búin að halda mig innandyra alla helgina og líka í dag með leiðindahósta, hnerra og nefrennsli, er þó miklu skárri í dag en undanfarið svo ég fer til vinnu á morgun.  Tinna mín vaknaði svo í morgun með leiðindahósta og hita en eftir að hafa tekið tvær Pratabs og drukkið slatta af heitum vökva og fengið fullt af beiskum brjóstsykri er hún miklu betri, a.m.k er hitinn horfinn og hóstinn skárri.  Vonandi að hún nái sér sem fyrst þar sem hún er að fara í bústað með pabba sínum á miðvikudaginn og hann má ekki við neinum sýkllum þar sem hann er alltaf í lyfjameðferðum núna.  Nú annars eru allir aðrir hressir, allir komnir í páskafrí a.m.k. frá skólum, hjá Kidda er það vinnan sem tekur við og svo vinn ég vitaskuld alla páskana en skvísurnar fara sem sagt í bústað eitthvað vestur og eiga örugglega eftir að skemmta sér vel.  Gott í bili.


Vinna, vinna og meiri vinna.

Jæja nú ætla ég aðeins að koma með smá fréttir héðan, þannig er að ég byrjaði í starfsþjálfun á A5 þann 18 feb., ég er vitaskuld í 100% vinnu svo ég nái að klára áður en útskriftin verður en hvað haliði, ég er búin að vinna gott betur en 100% vinnu síðan ég byrjaði, þessa fáu daga sem ég er í fríi þá er hringt og ég spurð hvort ég geti ekki mætt í vinnu þar sem það vanti svo agalega á deildina og vitaskuld brenni ég af stað enda heldur maður alltaf að maður sé ómissandi en þetta er orðið svolítið erfitt, nóg er að vera í 100% vinnu en svo kemur öll þessi aukavinna líka, eins og t.d. í dag átti ég að vera í fríi, búin að ætla mér að reyna gera helst ekki neitt eða þannig, reyndar heilmikill þvottur sem hefur safnast upp og þess háttar, nema hvað að ég vaknaði nú samt snemma og skutlaði Fjólu minni í skólanna og ætlaði svo að leggja mig til 9:30, var eitthvað hálf tuskuleg og fann að ég var að byrja að fá í hálsinn líka, nema vitaskuld var hringt og ég beðin um að mæta og vitaskuld sagði ég já, hugsaði sem svo að ég hlýt að fá almennilega útborgað, en þetta var reyndar 4 aukavaktin síðan ég byrjaði og tek ég 5 aukavaktina á laugardaginn en ég á að vera í fríi um helgina en deildarstjórinn spurði hvort ég gæti ekki tekið laugardagskvöldið og ég samþykkti það, það var reyndar í gær og ég vissi ekki þá að ég þyrfti að vinna í dag en mikið hlýt ég að fá mikinn pening um næstu mánaðarmót eða þannig, ætli skatturinn hirði ekki allt saman Errm .  Já þannig er þetta búið að vera þannig að það er hægt að reikna það út hvað ég fengið marga frídaga síðan ég byrjaði, 100% vinna þýðir 5 vaktir á viku svo eru 4 aukadagar þar fyrir utan þannig að síðan ég byrjaði hef ég unnið 24 vaktir á 25 dögum, hmmmmmm þetta er svolítið mikið er það ekki W00t   Nú annað að frétta héðan er að hún Fjóla mín hefur verið á fullu að læra á bíl, hún er búin að taka allt bóklegt sem hún þarf að taka sem sagt Ö1 og Ö2 og bóklega prófið sem hún stóðst vitaskuld og svo var hún í tvem ökutímum í dag og fer líklegast í ökutíma á mánudaginn og svo í ökuprófið samt ekki alveg víst þar sem hún kom með þær fréttir í dag að hún skuldaði kr. 118.000 kr. (sem mér finnst svolítið mikið miðað við að hann sagði fyrir stuttu að það væri rúmar 70.000 kr. sem hún skuldaði, hún er búin að borga um 61.000 kr.) og hún þarf að vera búin að borga það fyrir næsta mánudag eða áður en hún fer í ökuprófið, sem hún vitaskuld getur engan vegin, þannig að hún ætlar að reyna að semja við hann um að fá að borga inn á hann um hver mánaðarmót þar til hún hefur borgað það upp, ef það gengur ekki þá verður hún bara að fresta prófinu þar til að hún hefur borgað þetta upp, fá þá bara æfingarakstur þangað til.  En svona er þetta, Fjóla er reyndar komin í páskafrí, einn dagur eftir hjá Tinnu svo er hún komin í páskafrí og Kiddi líka, býst samt við að Kiddi reyni að vinna eitthvað og vitaskuld er ég að vinna alla páskana.  Jæja læt gott heita í bili af þessu kjaftæði héðan. Wizard

Nýjar myndir og myndband

Jæja vildi bara aðeins leyfa ykkur að sjá nýjar myndir ef þið hafið áhuga á þvi set hérna inn smá myndbandaskot af Kiöru að spjalla við sjálfa sig Þarna er hún að spjalla við spegilmynd sína í glugganum og eitthvað að forvitnast.  Kiara og Púki í baðkarinuHér er svo ein mynd af Kiöru og Púka á einum af uppáhaldsstöðunum sínum, sem sagt í baðkarinu.

Annars er allt gott að frétta héðan, er loksins búin með vinnustaðanámið og núna er bara starfsþjálfunin eftir, byrja ég á A5 á mánudagsmorguninn og verð þar fram í miðjan maí og þá er bara útskriftin eftir. Gott í bili.


Jei gaman saman he he

Já nú get ég bara verið virkilega stolt af mér, þannig er nefnilega að ég var að halda upp á afmælið hennar Fjólu núna í kvöld og ákvað að hafa matarboð fyrir fjölskylduna í staðinn fyrir kaffi og kökur, nema að það að elda er ekki mín sterkasta hlið, var ég búin að velta þessu fyrir mér fram og til baka hvað ég ætti að hafa, ákvað svo að hafa tvo kjúklingarétti, annan sem ég hef oft gert og er frekar vinsæll hérna og svo hinn sem ég fann inn á holta.is, hét bara kjúklingur með grænmeti og ostrusósu, svo fékk ég uppskrift af geðveikt góðu pastasalati frá einni vinkonu minni sem ég var líka með, steikti svo kjúklingaleggi fyrir yngri börnin, var með hrísgrjón, piknik og kokteilsósu og fleira tilheyrandi, í eftirrétt var ég svo með gott gums og ís, nema hvað að eldamennskan tókst þvílíkt vel og allir svo ánægðir og fannst maturinn svo góður að ég var bara virkilega montin með hvað allt tókst vel.  Annað er svo sem ekki mikið að frétta frá mér, nema hvað að ég er búin með eina viku á geðinu og hefur það gengið ágætlega, finnst samt eins og ég sé bara að þvælast þarna um, málið er að þarna inni er virkilega veikt fólk, andlega veikt og ég veit ekkert hvað ég á að gera, er mikið í upplýsingasöfnun, spái mikið í fólkið, sé að sjúkraliðarnir eru ótrúlega lunknir við allt og alla þarna og vitaskuld allt starfsfólk sem vinnur þarna er ótrúlega duglegt að meðhöndla þessa einstaklinga, en þar sem ég þekki ekki til réttu handtakanna þá gengur mér svolítið erfiðlega að átta mig á þessu, var samt voðalega ánægð með sjálfa mig á föstudaginn þegar mér tókst að ná einum ungum manni fram í morgunmat

Jæja læt gott heita bili.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband