3.1.2009 | 12:24
Gleðilegt ár
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2008 | 21:09
Flott að mínu mati a.m.k.
Hæ hæ má til með að deila þessu með ykkur fór í dag og sótti fullt af myndum úr innrömmun og er ég búin að setja þær inn á síðuna en hér koma þær.
Bloggar | Breytt 6.11.2008 kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2008 | 19:15
Helló
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2008 | 15:27
Í nógu að snúast
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2008 | 18:50
Komin á vetrardekkin
Bloggar | Breytt 31.10.2008 kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2008 | 18:24
Búin í aðgerðinni
Já jæja, þessi aðgerð gekk fljótt og vel fyrir sig, ég mætti sem sagt þarna á sankti Jósepsspítala á fimmtudagsmorguninn, reyndar með magann í hnút af kvíða, nú það var nú fyrst tekið við mér á jarðhæðinni í afgreiðslunni og síðan var mér vísað upp á aðra hæð þar sem ég þurfti eiginlega að gefa sömu upplýsingar og ég hafði gefið niðri, þannig að ég var eiginlega skráð inn tvisvar he he. Nema hvað ég var spurð af því hvort að ég væri kvíðinn sem ég viðurkenndi og fékk ég þá einhverja töflu við því sem reyndar sló mig bara út, reyndar ekki fyrsta hálf tímann eða svo en eftir það þá átti ég bara virkilega erfitt með að halda augunum opnum og svo þegar kom að því að fara í aðgerðina að þá var ég eiginlega ekki á staðnum, þannig að ég var keyrð fram í rúminu, eitthvað vaknaði ég til lífsins þegar fram á skurðstofu var komið þannig að ég gat að mestu leyti fært mig sjálf á milli rúma, síðan var mér gefið eitthvað meira í æð sem virkaði eiginlega þannig að ég var þarna vakandi en samt ekki, man voðalega lítið eftir þessu, man samt að ég var að kíkja á blóðþrýstingsmæirinn annað slagið þegar hann fór í gang, en man lítið annað eftir aðgerðinni, síðan var ég færð inn á herbergi í rúminu aftur, tók aðgerðin mjög stuttan tíma, ca. 1/2 - 1 klst, samt var ég engan vegin fær um að taka tíma eða vissi neitt hvað tímanum leið, þetta var bara það sem mér var sagt. Nú síðan dormaði ég eitthvað fram eftir degi, fékk eitthvað að borða en það skrítna við það að þarna er eiginlega enginn almennilegur matur í boði, bara súpur og grautar og brauð, samt gott að fá eitthvað. Nú daginn eftir fór ég svo bara heim, var og er reyndar helheim allt í kringum lífbeinið og svo tekur svolítið í saumana en það voru víst gerð tvö göt á mig svo nú er ég götótt he he.
Annað er það að hún Anna Lísa mín er líklegast búin að leigja íbúðina sína, hún flutti nefnilega á stúdentagarðana í Keflavík þar sem hún hafði ekki efni á að reka sína íbúð, ætlaði reyndar að selja en tókst ekki en sem betur fer fékk hún leigjanda sem vonandi verður þarna næsta árið, þannið að núna eru hún og Kiddi að tæma íbúðina hennar alveg, eitthvað var af húsgögnum þarna enn þá þannig að leigjandinn ætti að geta flutt inn á morgun. Jæja gott í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2008 | 22:52
Á leið í aðgerð.
Já núna er ég á leið í smá aðgerð, á víst að hekla eða prjóna upp (hengja upp) þvagblöðruna hjá mér, fer ég í þessa aðgerð í fyrramálið og verð víst að vera eina nótt á spítala og síðan verð ég að vera frá vinnu í 1-2 vikur, vonandi ekki lengur. Læknirinn sagði það við mig þegar ég talaði við hann í vor að það yrði þessi tími frá vinnu en svo hafa aðrir sagt að ég þurfi að vera 4-6 vikur frá, ég vona bara innilega að það verði ekki, veit ekki hvað ég á af mér að gera svo lengi frá vinnu, reyndar er ég búin að sanka að mér heilmikilli handavinnu þannig að næstu daga sit ég bara hér heima og sauma út og prjóna nóg að gera í því. Alltaf gaman að dúlla sér í því.
Nú annað að frétta er það að ég er loksins búin að planta út öllum haustlaukunum mínum, lenti í smá vandræðum með staðsetningu með þá, þetta var orðið eiginlega allt of mikið magn til að gróðursetja, þannig er nefnilega ef ég fer í Blómaval eða Garðheima á haustin þá fæ ég bara kaupæði á lauka, kaupi og kaupi svo veit ég ekkert hvar ég á að planta þessu, núna setti ég þetta svona í hrauka hér og þar úti í beði, verður fróðlegt að sjá hvort að eitthvað af þessu kemur upp, ef þetta heppnast þá ætti þetta samt að koma ágætlega út. Einnig er ég búin að hreinsa og loka tjörninni og taka inn alla álfana og annað dót sem var úti í garði svo garðurinn er tilbúinn fyrir veturinn. Reyndar á ég eftir að saga fullt af greinum og trjám niður en kannski nýti ég veikindadagana í það eitthvað, sé til í hvernig ástandi ég verð eftir þetta, vona bara að ég verði hress og geti gert allt eins og áður.
Já haldið svo að Lappi minn hafi ekki stungið af í dag, Tinna hleypti honum út að pissa og hann bara hvarf, þetta var um 12:30, ég vissi ekkert af þessu þar sem ég svaf á mínu græna eyra eftir næturvakt, þegar ég svo vaknaði um 2 leytið þá tók ég eftir að hann var horfinn, ca. klst seinna ákvað ég að fara í smá bíltúr og gá hvort að ég myndi rekast á hann, þá voru liðnir um 3 klst. síðan hann hvarf og var mér eiginlega hætt að lítast á blikuna vegna þess að síðustu tvö skiptin sem hann hefur skroppið frá var hann kominn aftur eftir 1/2 tíma, nú ég keyri af stað og ákvað að kíkja hérna í eina hliðargötuna ekki langt frá mér og hvað haldið þið, er ekki minn á röltinu þar, hann þekkti bílinn strax og var svo lúpulegur þegar ég kallaði á hann, ekki neitt smá skömmustulegur, kom strax og upp í búr í bílnum. Hann er búin að vera voðalega stilltur og rólegur síðan eiginlega bara sofið. Annars hélt ég að hundar hættu að stinga svona af þegar þeir eru orðnir þetta gamlir, hann er jú orðinn 11 ára kallinn minn. Jæja læt gott heita í bili.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2008 | 19:56
Voða dugleg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2008 | 15:13
Nóg að gera
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2008 | 16:58
Jæja, jæja
Jæja nú er sko gaman að fara í vinnuna, þannig er að deildin sem ég er ráðin á á gamla Borgarspítalanum er búin að vera lokuð í allt sumar en nú er komið að því að opna hana að nýju og er þetta bara alveg ný deild, reyndar átti að taka inn 3 sjúklinga í dag en það var því miður ekki hægt vegna ýmissa atriða t.d. að acút vagninn var nú ekki kominn til baka og það má víst alls ekki opna deild nema hann sé á staðnum, einnig voru öll lyfin ekki mætt og svona smátterí, en ég var nú samt að vinna á deildinni í dag þó engir sjúklingar væru, vorum við aðallega bara í að snurfusa eitt og annað, m.a. kom lín í dag og vorum við að setja það á línvagnana, fylla á inni á böðin, og svo vitaskuld að koma restinni fyrir inni á línherbergi, reyndar er það herbergi ekki tilbúið, við erum búin að fá hillur þar en það vantar alla skúffuskápa og skilst mér að þeir komi ekki fyrr en eftir mánuð, einnig verða eitthvað af iðnaðarmönnum að vinna á deildinni næstu 2-3 vikurnar við að laga eitt og annað, t.d. viljum við fá hanskastatíf inn á allar stofur, áður voru svona litlar körfur sem aldrei voru til friðs, svo var verið að fara tengja sjónvörpin í dag og já bara ýmislegt að gerast, en svo átti ég að vera á næturvakt í nótt en þarf ekki þar engir eru sjúklingarnir en fer svo á morgun á næturvakt og tvær nætur þar á eftir, sem sagt nóg að gera, alltaf verið að breyta vöktum og taka aukavaktir og svoleiðis, fullt af peningum handa mér he he. Nú svo ætlar deildin að vera með innflutningspartý á deildinni næsta fimmtudag, allir eiga að koma með eitthvað gúmmelaði og verður voða mikið nammi gott á boðstólnum, ég ætla bara fara með einn af saumaklúbbsréttunum mínum sem kallast bara gott gums, en það er í því marengs, rjómi, súkkulaðirúsínur og salthnetur minnir mig, en það er alla vega mjög gott. Jæja gott í bili.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)