Gleðilegt ár

Jæja er ekki gott að byrja nýtt ár á því að skrifa hérna aðeins inn á bloggið mitt, það er orðið ansi langt síðan ég hef skrifað eitthvað hérna.  Nema hvað að það hefur svo sem ýmislegt gerst, jól og áramót búin og nýtt ár að hefjast vonandi með bjartari framtíð og von og betri tíð, síðasta ár var erfitt að mörgu leyti, margt gott eins og t.d. að ég útskrifaðist sem sjúkraliði og fékk starf sem mér líkar mjög vel í, einnig að öll mín börn eru að standa sig mjög vel í skóla og lífinu, mismunandi erfitt hjá þeim og mismunandi gengi en samt gott.  Annað ekki eins gott eins og t.d. andlát föður barna minna, einnig hafa aðrir látist á árinu sem ég þekki eins og Indriði, Freyja, Marteinn en þetta er allt fólk sem lést langt fyrir aldur fram vegna veikinda eða slyss, blessuð sé minning þeirra allra.  Nú annað gott á árinu er að ég ásamt elstu dóttur minni höfum farið að mæta á Þjóðdansaæfingar og höfum haft virkilega gaman af, stundum hafa yngri dætur mínar komið með og haft gaman af líka, vonast til að þær mæti oftar á nýju ári, allir hafa gott af svolítilli hreyfingu, einnig keyptum við, allt svo ég og yngri dætur mínar okkur kort í leikhús og vitaskuld völdum við okkur mjög skemmtileg leikrít til að sjá, búnar að sjá Fló á skinni og hlógum mikið, erum í kvöld að fara sjá Fólkið í blokkinni og verður ábyggilega gaman, með vorinu förum við svo að sjá Harry og Heimir og svo síðasta leikritið er Söngvaseiður en þessi leikrit eru ábyggilega mjög góð líka.  Nú vitaskuld keypti ég allt of mikið af rakettum og fleira dóti til að skjóta upp, ákvað að kveðja sl. ár með stæl þar sem það hefur verið frekar erfitt þó ýmislegt gott megi segja um það, samt í minningu barnanna erfitt.  Ég vona innilega að það birti til hjá þeim með hækkandi sól og nýju ári.  Ég hef einnig verið að spá í að reyna leigja mér bústað í nágrenni R.víkur bara til að fara úr bænum eina helgi og liggja í heita pottinum og spila og hafa gaman, þarf svona aðeins að skoða það samt í sambandi við tímasetninguna, hafði verið of dugleg að setja mig á næturvaktir í feb. og mars flest föstudagskvöld, er búin að tala við þá sem sér um þetta og ætlaði hún að reyna laga þetta fyrir mig, vonandi.  Nú annað framundar er bara eins og öll undanfarin ár að reyna laga fjármálin hjá mér, eitthvað gengur það nú hægt en það þýðir ekkert að missa vonina um það, það hlýtur að gerast einhverntímann í náinni framtíð að það takist.  Nú foreldrar mínir áttu svo Gullbrúðkaup á sl. ári eða nákvæmlega á gamlársdag, vorum við systkynin með svona surprise kaffiboð heima hjá systur minni þann 30 og gátum við komið þeim verulega á óvart, reyndar vorum við búin að senda þau í dekur niður í Laugar spa um morguninn sem kom víst mjög vel út, fengu þau heilnudd o.fl., einnig léttan hádegisverð og voru alveg alsæl með þetta, nú svo vorum við búin að bjóða fullt af vinum þeirra og frændfólki í kaffi seinni part dags og komum þeim hressilega á óvart, mjög gaman.  Síðan á gamlársdag vorum við öll samankomin hjá mér í mat og skemmtum okkur vel saman, tókst það allt mjög vel líka.

Flott að mínu mati a.m.k.

Hæ hæ má til með að deila þessu með ykkur fór í dag og sótti fullt af myndum úr innrömmun og er ég búin að setja þær inn á síðuna en hér koma þær.   IMG 1601

           IMG 1598                  IMG 1596              IMG 1597


Helló

Jæja nú er ágætt að skrifa aðeins, þó er ekkert merkilegt að frétta héðan, annað en það að nú fer að styttast í að ég fari að vinna aftur, byrja næstu þriðjudag, fer þá á morgunvakt og næturvakt og svo aftur næturvakt og svo verður bara nóg að gera í vinnunni, reyndar ætla ég að reyna ná mér í 2-3 aukavaktir á þessu launatímabili sem líkur reyndar 15 nóv., þannig að það gæti orðið erfitt að ná sér í aukavakt.  Annað er það að ég skellti mér út í gær með sög til að saga greinar af birkinu mínu sem stóð allt of mikið út í gangstéttina, sagaði ég heilmikið af greinum en ég á reyndar eftir að fara með það í sorpu, svo þarf ég að reyna fá pabba til að koma og hjálpa mér að saga niður tréin bak við skúrinn, vonandi verður ekki langt í það.  Nú svo er familien búin að panta sér borð á jólahlaðborð í Perlunni, allt svo stórfjölskyldan, en við ætlum að fara þann 15 desember út að borða, þessi dagur varð fyrir valinu þar sem Kiddi heitinn hefði orðið 50 ára þann dag.  Við Lappi höfum verið dugleg við að fara út á Geirsnes undanfarna daga og er alltaf svolítið gaman að koma þangað, yfirleitt fullt af hundum þar sem Lappa finnst gaman að þefa af og svo reyndar líka fullt af fólki sem maður kynnist, oftast hef ég nú gengið einn hring á nesinu en Lappi hleypur bara þvers og krus sem er bara allt í lagi, hann fær fína hreyfingu út úr því.  Nú svo er ég með saumklúbb á mánudaginn svo eitthvað verð ég nú að útbúa fyrir hann, er ég að spá í að vera með heitann brauðrétt og svo gott gums sem er afskaplega fljótlegt að gera, svo verð ég með osta og kex, haldiði að það verði fínt.  En læt gott heita í bili.

Í nógu að snúast

Það er nú meira hvernig dagarnir geta farið öðruvísi en ég hef planað þá, eins og t.d. í dag ætlaði ég að vakna ekkert of snemma en nota daginn til að skreita kökur og klára það sem ég átti eftir að gera, en nei þá var hringt í gær frá Domus Medica og ég látinn vita að Tinna kæmist í MRI í fyrramálið kl. 9, hún er nefnilega búin að vera slæm í vinstra hné sl. 3 ár eða svo en farið versnandi á þessu ári, fór hún í röntgen ekki alls fyrir löngu en það kom ekkert út úr því, nema hann sagði mér að vaxtalínurnar væru næstum lokaðar, þannig að hún ætti að fara hætta stækka sem er fínt, held hún sé orðinn nógu stór, a.m.k. svolítið hærri en ég, meira segja komin upp fyrir Fjólu.  Jæja en hvað um það, þannig að ég þurfti að vakna um 8 leytið í morgun til að drífa mig með hana niður í Domus, þar var okkur sagt að þessi rannsókn tæki eina klst., nú ég beið á meðan eftir henni.  Svo loksins þegar hún var búin þá bað hún mig að koma við á Lansanum þar sem hún hafði frétt af því deginum áður að vinkona hennar hefði lent í spítala með sprunginn botnlanga, nú við fórum og spurðumst fyrir um hana og var okkur sagt að hún væri enn á bráðamóttöku barna.  Við fórum þangað og fengum þar þær fréttir að hún væri enn í rannsókn og kæmi eftir smá stund, einnig innti ég eftir því hvort að hún væri með sprunginn botnlana og var okkur sagt að það væri ekki.  Við fengum okkur sæti og biðum og biðum en þegar rúm klst var liðin og ekkert bólaði á vinkonunni sagði ég við Tinnu að þetta gengi ekki, hún skildi bara senda henni sms og biðja hana um að hafa samband við fyrsta tækifæri.  Síðan lá leið okkar á minn vinnustað þar sem ég var að skila inn staðfestingu á því að ég hefði lokið námskeiði og gæti hækkað um einn launaflokk einnig var ég fá inn vaktir í fyrri hluta nóv., síðan var farið í Bónus og svo heim.  Þannig að þá var langt liðið á daginn eða þannig, a.m.k komið fram yfir hádegi og ég ekki byrjuð að skreita, svo nú er ég búin að standa í því síðan ég kom heim að skreita og kökur og brauðtertu, einnig að gera pastarétt og ýmislegt fleira, alveg búin á því, en sem betur fer er ég alveg að vera búin þannig að þá get ég loksins sest niður og farið að sauma út.  Á morgun ætla ég mér svo að sofa fram eftir og síðan að taka hressilega til áður en familien kemur í heimsókn.  Gott í bili.

Komin á vetrardekkin

Jæja nú er ég komin á vetrardekkin,, ætlaði ég reyndar að reyna fresta því fram að næstu mánaðrmótum að setja þau undir en þegar ég vaknaði í gærmorgun þá var bara alhvít jörð, hafði snjóað alla nóttina og kyngdi enn niður snjónum, svo spáir hann áframhaldandi snjókomu.  Nema hvað að ég ákvað að skutla Fjólu í skólann í gær, treysti henni ekki alveg að keyra og skildist á henni að hún hafi verið ósköp fegin að vera ekki að keyra sjálf í gær þar sem að bíllinn var á næstum því sléttum dekkjum, a.m.k. var ósköp lítið munstur eftir af þeim.  Ætlaði reyndar að nota morguninn í að baka en svo fór þó ekki.  Eftir að hafa skutlað henni fram og til baka og aftur í skólann fór ég á dekkjaverkstæðið pitstop í Dugguvogi, var búin að hringja víða og var þessi staður ódýrastur að umfelga.  Þegar ég mætti þangað var heljar biðröð, svo ég skellti mér í röðina og mátti bíða þar í rúman klst. áður en ég komst að, það var svo sem allt í lagi, var með góða músík í bílnum og slakaði bara á.  Nú svo kom að mér og tók þetta engar stund.  Reyndar dekkin sem ég setti undir voru aðeins stærri en þau sem voru fyrir, hafði ég keypt þau, eða réttara sagt Steinar bróðir hafði reddað mér þeim eftir að ég sá þau auglýst á kassi.is, fékk þau miklu ódýrari heldur en að versla þau frá einhverri verslun eða á 20.000 kr. öll 4 stk. en flestir voru að selja stk. á þessu verði.  Þannig að núna er bíllinn minn aðeins hærri he he, reyndar urgar líka þegar ég legg á hann, dekkinn rekast í brettin en það er allt í lagi.  Nú eftir að ég var búin að láta umfelga hjá mér fór ég í Tölvulistann í Noatúni þar sem að hleðslutækið hennar Fjólu við fartölvuna hennar ákvað að hætta hlaða tölvuna, reyndist vera einhver bilun í tækinu svo hún fékk bara nýtt þar sem þetta var enn í ábyrgð.  Síðan fór ég heim og bakaði heilmikið, a.m.k. kláraði ég það sem ég ætlaði að gera um morguninn og í morgun bakaði ég aðeins meira og gerði 1 stk. brauðtertu sem ég skreyti svo á morgun.  Á morgun ætla ég svo að skreyta allt heila klabbið og búa til nokkra kalda rétti og svo er tiltektin framundan, eins gott að allt sé hér hreint og snyrtilegt þar sem familien kemur í kaffi á laugardaginn he he.  Jæja læt gott heita í bili. 

Búin í aðgerðinni

Já jæja, þessi aðgerð gekk fljótt og vel fyrir sig, ég mætti sem sagt þarna á sankti Jósepsspítala á fimmtudagsmorguninn, reyndar með magann í hnút af kvíða, nú það var nú fyrst tekið við mér á jarðhæðinni í afgreiðslunni og síðan var mér vísað upp á aðra hæð þar sem ég þurfti eiginlega að gefa sömu upplýsingar og ég hafði gefið niðri, þannig að ég var eiginlega skráð inn tvisvar he he.  Nema hvað ég var spurð af því hvort að ég væri kvíðinn sem ég viðurkenndi og fékk ég þá einhverja töflu við því sem reyndar sló mig bara út, reyndar ekki fyrsta hálf tímann eða svo en eftir það þá átti ég bara virkilega erfitt með að halda augunum opnum og svo þegar kom að því að fara í aðgerðina að þá var ég eiginlega ekki á staðnum, þannig að ég var keyrð fram í rúminu, eitthvað vaknaði ég til lífsins þegar fram á skurðstofu var komið þannig að ég gat að mestu leyti fært mig sjálf á milli rúma, síðan var mér gefið eitthvað meira í æð sem virkaði eiginlega þannig að ég var þarna vakandi en samt ekki, man voðalega lítið eftir þessu, man samt að ég var að kíkja á blóðþrýstingsmæirinn annað slagið þegar hann fór í gang, en man lítið annað eftir aðgerðinni, síðan var ég færð inn á herbergi í rúminu aftur, tók aðgerðin mjög stuttan tíma, ca. 1/2 - 1 klst, samt var ég engan vegin fær um að taka tíma eða vissi neitt hvað tímanum leið, þetta var bara það sem mér var sagt.  Nú síðan dormaði ég eitthvað fram eftir degi, fékk eitthvað að borða en það skrítna við það að þarna er eiginlega enginn almennilegur matur í boði, bara súpur og grautar og brauð, samt gott að fá eitthvað.  Nú daginn eftir fór ég svo bara heim, var og er reyndar helheim allt í kringum lífbeinið og svo tekur svolítið í saumana en það voru víst gerð tvö göt á mig svo nú er ég götótt he he. 

Annað er það að hún Anna Lísa mín er líklegast búin að leigja íbúðina sína, hún flutti nefnilega á stúdentagarðana í Keflavík þar sem hún hafði ekki efni á að reka sína íbúð, ætlaði reyndar að selja en tókst ekki en sem betur fer fékk hún leigjanda sem vonandi verður þarna næsta árið, þannið að núna eru hún og Kiddi að tæma íbúðina hennar alveg, eitthvað var af húsgögnum þarna enn þá þannig að leigjandinn ætti að geta flutt inn á morgun.  Jæja gott í bili.


Á leið í aðgerð.

Já núna er ég á leið í smá aðgerð, á víst að hekla eða prjóna upp (hengja upp) þvagblöðruna hjá mér, fer ég í þessa aðgerð í fyrramálið og verð víst að vera eina nótt á spítala og síðan verð ég að vera frá vinnu í 1-2 vikur, vonandi ekki lengur.  Læknirinn sagði það við mig þegar ég talaði við hann í vor að það yrði þessi tími frá vinnu en svo hafa aðrir sagt að ég þurfi að vera 4-6 vikur frá, ég vona bara innilega að það verði ekki, veit ekki hvað ég á af mér að gera svo lengi frá vinnu, reyndar er ég búin að sanka að mér heilmikilli handavinnu þannig að næstu daga sit ég bara hér heima og sauma út og prjóna nóg að gera í því.  Alltaf gaman að dúlla sér í því.

Nú annað að frétta er það að ég er loksins búin að planta út öllum haustlaukunum mínum, lenti í smá vandræðum með staðsetningu með þá, þetta var orðið eiginlega allt of mikið magn til að gróðursetja, þannig er nefnilega ef ég fer í Blómaval eða Garðheima á haustin þá fæ ég bara kaupæði á lauka, kaupi og kaupi svo veit ég ekkert hvar ég á að planta þessu, núna setti ég þetta svona í hrauka hér og þar úti í beði, verður fróðlegt að sjá hvort að eitthvað af þessu kemur upp, ef þetta heppnast þá ætti þetta samt að koma ágætlega út.  Einnig er ég búin að hreinsa og loka tjörninni og taka inn alla álfana og annað dót sem var úti í garði svo garðurinn er tilbúinn fyrir veturinn.  Reyndar á ég eftir að saga fullt af greinum og trjám niður en kannski nýti ég veikindadagana í það eitthvað, sé til í hvernig ástandi ég verð eftir þetta, vona bara að ég verði hress og geti gert allt eins og áður. 

Já haldið svo að Lappi minn hafi ekki stungið af í dag, Tinna hleypti honum út að pissa og hann bara hvarf, þetta var um 12:30, ég vissi ekkert af þessu þar sem ég svaf á mínu græna eyra eftir næturvakt, þegar ég svo vaknaði um 2 leytið þá tók ég eftir að hann var horfinn, ca. klst seinna ákvað ég að fara í smá bíltúr og gá hvort að ég myndi rekast á hann, þá voru liðnir um 3 klst. síðan hann hvarf og var mér eiginlega hætt að lítast á blikuna vegna þess að síðustu tvö skiptin sem hann hefur skroppið frá var hann kominn aftur eftir 1/2 tíma, nú ég keyri af stað og ákvað að kíkja hérna í eina hliðargötuna ekki langt frá mér og hvað haldið þið, er ekki minn á röltinu þar, hann þekkti bílinn strax og var svo lúpulegur þegar ég kallaði á hann, ekki neitt smá skömmustulegur, kom strax og upp í búr í bílnum.  Hann er búin að vera voðalega stilltur og rólegur síðan eiginlega bara sofið.  Annars hélt ég að hundar hættu að stinga svona af þegar þeir eru orðnir þetta gamlir, hann er jú orðinn 11 ára kallinn minn.  Jæja læt gott heita í bili.


Voða dugleg

Já ég var bara voðalega dugleg í dag eða þannig, fyrst að það hætti loksins að rigna og rokast þá ákvað ég að drífa mig í að taka alla álfana mína inn og mylluna, tæmdi tjörnina og setti plötu yfir hana til að koma í veg fyrir að hún fyllist af vatni og laufi í vetur.  Nú svo tók ég mig til og týndi allt glerbrotið úr glugganum sem var skipt út um daginn og setti það allt í kassa og fór með það í Sorpu.  Nú svo hringdi móðir mín í mig og bað mig að koma í bíltúr út á Granda, sem ég gerði vitaskuld, hún var að fara þangað í verslun sem er með svona allt mögulegt úr steinum og keypti afmælisgjöf handa mér, rosalega flottan lampa úr saltsteini, ekki neitt smá flottur.  Þarna í þessari verslun er mjög margt flott til og allt úr steinum alla vegana steinum, ráðlegg ég öllum sem hafa gaman af fallegum hlutum að kíkja í þessa verslun, hún er rétt hjá Seglagerðinni Ægir, keyrt reyndar framhjá þeim og þá sér maður þessa verslun, heitir eitthvað Steinn eða eitthvað, man ekki alveg nafnið. En núna er ég í vaktafríi, fer svo á kvöldvakt næturvakt á morgun, svo frí fram á sunnudag en á sunnudaginn tek ég aukavakt um morguninn og svo vinna bæði mánudag og þriðjudag, nóg að gera í vinnunni, en þetta er svo frábært.  Nú reyndar fór ég einnig og reddaði hundamat, hann var víst alveg búinn, hundamaturinn er orðinn ansi dýr, kostar rúmar 9000 kr. af 15 kg. fóðri, en það endist líka í 2-3 mán., svo ég þarf svo sem ekki að kvarta yfir því.  Nú á morgun ætla ég nú bara að leyfa mér að sofa fram að hádegi þar sem ég fer á næturvakt, en kl. 13 þarf ég svo að fara með Tinnu í litun, einnig þarf ég að skreppa niður í sjúkraliðafélag með viðurkenninguna sem ég fékk fyrir námskeið sem ég var á en það var 20 stunda námskeið svo að nú er ég komin með 200 stundir og ætti því að hækka um launaflokk, eins gott að fylgjast með því hvort að það gerist.  En nú læt ég gott heita af þessu bulli.

Nóg að gera

Já það er sko alveg nóg að gera og snúast þessa dagana, fyrir utan að ég er mikið að vinna þá er heilmikið að stússast hér heima við líka, nú t.d. var ég að klára fúaverja alla gluggana á húsinu hjá mér, allt svo á minni hæð, hann þarna uppi getur fúavarið hjá sér ef hann vill.  Um daginn lét ég loksins verða af því að kaupa nýtt gler í gluggann á svefnherberginu mínu, það var orðin svo mikil móða á milli glerja að það sást ekki út, reyndar var það búið að vera í mörg ár en loksins er sem sagt komið nýtt gler og þvílíkur munur að horfa út um gluggann núna.  Fékk ég pabba til að setja glerið í og þóttist ég eitthvað aðeins aðstoða hann var svona hálfgerður handlangari.  Einnig fékk ég hann til að skipta um útiljós hjá mér og setja upp nýtt ljós inni á baði, þar þurfti einnig að laga hurð á skáp sem hann gerði einnig fyrir mig.  Nú svo var hér allsherjar tiltekt á stéttinni við hliðin á húsinu og í bílskúrnum hjá mér, núna er bara voða mikið pláss á skúrnum og fínt hér í kring.  Svo fór ég og keypti fullt af haustlaukum sem á eftir að koma niður í moldina, hvort það verði gert í dag eða fljótlega veit ég ekki sé til hvað tíminn leyfir í dag.  Nú eitt enn sem ég þarf að gera svona í október eða svo það er að saga heilmikið af greinum af birkinu hjá mér sem slútta heilmikið yfir gangstéttina, það gengur ekki að fólk sé að rota sig á trjánum he he.  Einnig þarf ég að gera heilmikinn skurk hér baka til, þannig er nefnilega að pabbi fékk að setja niður nokkur tré hér fyrir all mörgum árum sem átti að geyma í smá tíma nema hvað að þau hafa vitaskuld vaxið og dafnað og núna verð ég bara að fara í að saga þau öll niður og henda, þau eru svo skökk og skrítin að það gengur ekki að hafa þau þarna, nema kannski eitt sem ég leyfi að vera, það er ösp sem er mjög bein og fín, annað verður að fara, svo er ég að spá í að hella eitri yfir allt illgresið þarna á bak við og reyna að slétta þetta eitthvað en það er seinni tíma vandamál, fyrst er að losna við tréin og safnkassana sem eru yfirfullir af rusli og illgresi, löngu orðnir ónýtir þarna.  En þetta kemur smátt og smátt, núna hef ég tíma til að ditta að einu og öðru sem ég hafði ekki á meðan ég var í skólanum.  Svo er ég að fara á vakt í nótt og næstu nótt, svo smá frí nema ég geti nælt mér í aukavakt, ekki veitir af eins og allt er að hækka og verða dýrara hérna á þessu landi.  Jæja læt gott heita.

Jæja, jæja

Jæja nú er sko gaman að fara í vinnuna, þannig er að deildin sem ég er ráðin á á gamla Borgarspítalanum er búin að vera lokuð í allt sumar en nú er komið að því að opna hana að nýju og er þetta bara alveg ný deild, reyndar átti að taka inn 3 sjúklinga í dag en það var því miður ekki hægt vegna ýmissa atriða t.d. að acút vagninn var nú ekki kominn til baka og það má víst alls ekki opna deild nema hann sé á staðnum, einnig voru öll lyfin ekki mætt og svona smátterí, en ég var nú samt að vinna á deildinni í dag þó engir sjúklingar væru, vorum við aðallega bara í að snurfusa eitt og annað, m.a. kom lín í dag og vorum við að setja það á línvagnana, fylla á inni á böðin, og svo vitaskuld að koma restinni fyrir inni á línherbergi, reyndar er það herbergi ekki tilbúið, við erum búin að fá hillur þar en það vantar alla skúffuskápa og skilst mér að þeir komi ekki fyrr en eftir mánuð, einnig verða eitthvað af iðnaðarmönnum að vinna á deildinni næstu 2-3 vikurnar við að laga eitt og annað, t.d. viljum við fá hanskastatíf inn á allar stofur, áður voru svona litlar körfur sem aldrei voru til friðs, svo var verið að fara tengja sjónvörpin í dag og já bara ýmislegt að gerast, en svo átti ég að vera á næturvakt í nótt en þarf ekki þar engir eru sjúklingarnir en fer svo á morgun á næturvakt og tvær nætur þar á eftir, sem sagt nóg að gera, alltaf verið að breyta vöktum og taka aukavaktir og svoleiðis, fullt af peningum handa mér he he.    Nú svo ætlar deildin að vera með innflutningspartý á deildinni næsta fimmtudag, allir eiga að koma með eitthvað gúmmelaði og verður voða mikið nammi gott á boðstólnum, ég ætla bara fara með einn af saumaklúbbsréttunum mínum sem kallast bara gott gums, en það er í því marengs, rjómi, súkkulaðirúsínur og salthnetur minnir mig, en það er alla vega mjög gott.  Jæja gott í bili.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband