Skólinn hefst á ný

Já nú hefst skólinn á ný á morgun hjá mér, fór sl. fimmtudag og sótti stundaskrána, reyndar er ég bara í 2 bóklegum fögum þessa önnina hju 203 og hju 303 en það tókst að skjóta þessum tveim fögum yfir allann daginn alla daga vikunnar Errm en það er ekkert við því að gera, reyni bara að nota götin á milli að skreppa í sund eða eitthvaðSmile , skráði mig reyndar í JSB í TT og er þetta 9 vikna námskeið sem hefst 15 jan og stendur til 17 mars, ekki veitir af að taka sig aðeins áUndecided , ég vona a.m.k. að mér gangi að léttast eitthvað fram að fermingu, hef áður farið á svona námskeið og það gekk velHalo .  Nú annað er það að ég er loksins búin að fá námslánið en vitaskuld var eitthvað bölvað rugl á því, Angry því þegar ég sótti um lánið var mér sagt að það væri nóg að skila 13 einingum til að fá 500 þús. króna lán en núna kemur það fram að það var bara nóg fyrir 75% láni eða ég fékk sem samsvarar 464 þús. og vantar því ca. 35000 kr. upp á það sem ég sótti umAngry , nú ég hringdi vitaskuld í LÍN og fékk sem sagt þessar upplýsingar um einingarnar og að ég hefði þurft að skila 19 einingum til að fá allt lániðDevil en sú sem ég talaði við ætlaði að hækka lánsumsóknina í fullt lán og þá vonandi fæ ég það sem á vantar á þessi 500 þús. og kannski aðeins meira, þ.e.a.s. ef þeim tekst ekki að klúðra þessu enn meira eins og allt virðist ganga fyrir sig þarna hjá þeimAngry , það er eins og ég geti aldrei fengið fullnaðar upplýsingar hjá þeim á því sem ég er að sækja um, jafnvel þó ég spyrji hreint út og svo er bara sagt, því miður þú hefur fengið rangar upplýsingar, eða eitthvað í þá áttina, ferlega pirrandiW00t .  Annars er ég búin að vera í ágætu fríi núna eða samfellt í 3 daga og er það bara búið að vera voða næs, skrapp til Keflavíkur í dag og heimsótti vinkonu mína sem býr þar en við höfðum ekki hist svo lengi og höfðum um nóg að talaLoL , Tinna og Fjóla komu með mér og vitanlega Lappi og fóru skotturnar í sund með syni vinkonu minnar og skilst mér að það hafi verið voða gaman, nú mér dvaldist þarna fram til að verða sex og þá brunaði ég heim, eldaði mat, voða góðan pastarétt og síðan er ég bara búin að sitja og horfa á sjónvarpiðWink .  Annað er það að Fjóla mín er að skipta um vinnu fór í Bónus á Smiðjuveginum í gær og sótti um þar og fékk vinnuSmile , hún er svo sem ágætlega sátt á Subway en þarf meiri vinnu en 2 vaktir í mán., hún er að fara í menntaskóla næsta haust og er að komast á bílprófsaldurinn svo það er ýmislegt sem hún þarf að borgaUndecided , svo var hún reyndar að kaupa sér voða flott rúm sem hún keypti á VISA raðgreiðslum á mínu korti svo hún verður næstu 12 mán. að borga mér það til bakaHalo .  Tinna mín ætlaði reyndar að reyna fá vinnu í Bónus líka en fékk ekki vegna þess að hún er ekki orðin 14 ára,Frown en hún verður það í apríl svo hún verður bara að fara aftur þá og sækja um í von um að fá vinnu þáGetLost , annars sagði konan að hún fengi örugglega vinnu í haust ef hún fengi ekki vinnu í vor, það er bara vona að hún fái vinnu í vor því hún þarf líka að kaupa sér rúm og er virkilega farin að langa til að vinna og eignast peningaJoyful , henni finnst lífið og tilvera afskaplega ósanngjarnt þessa dagana, segir að Fjóla fái allt en hún ekkertAngry , en þetta er því miður bara svona og vonandi lagast þetta eitthvað eftir að hún nær 14 ára aldri, það eru einhverjir sem ráða þann aldur í vinnuHalo .  En nú læt ég gott heita í bili bæbæ. Sleeping

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband