Gleðilegt ár

Já jæja þá er enn eitt nýtt ár hafið og bara kominn 1 janúar 2007.  Það er ýmislegt að gerast á þessu ári hjá mér eins og alltaf t.d. er ég að ferma yngstu dóttur mína þann 18 mars, nú skólinn fer að hefjast aftur þann 8 janúar og í vor færist ég enn nær því að útskrifast vonandi a.m.k.  Anna Lísa mín ætti að útskrifast sem sjúkraliði núna í vor og bróðir minn elsti verður 50 ára þannig að það er fullt að gerast eins og vanalega, einnig er yngri bróðir minn að ferma fósturdóttur sína í vor og tvær vinkonur mínar að ferma syni sína, önnur er með tvíbura þannig að nóg að snúast hjá henni, með tvo til að ferma.  En ég vona bara að þetta ár verði skemmtilegt og gefandi eins og öll önnur og að allir verðir heilir heilsu eins og alltaf, ef það verður þá verður árið fínt hjá manni, heilsan skiptir öllu máli að mínu mati.  Kannksi að ég bregði mér til Báru og reyni að taka á mínum fituvandamálum þar he he ekki veitir af eftir þessi jól en það á allt eftir að koma í ljós hvernig stundarskráin mín verður og hvaða tíma maður hefur í þetta allt saman en manni veitti svo sem ekki af því að gera eitthvað í þessu, búin að slaka allt of mikið á.  Nú svo þarf ég reyndar að skella tjaldvagninum í viðgerð í vor eða á næstunni svo hann verði tilbúin fyrir ferðalag í sumar, ætli maður reyni ekki að skella sér á vit ævintýra í sumar, kannski hver veit nema að við getum farið saman systurnar með fjölskyldum þar sem þau eiga líka tjaldvagn.  Það eru margir staðir hér á landi sem ég hef ekki skoðað enn, einhvernvegin hefur það farið svo að maður fer alltaf sömu leiðina en ég ætla að reyna að fara eitthvað nýtt í sumar, hvað verður kemur svo í ljós. Jæja læt gott heita svona í ársbyrjun bæbæ.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband