26.12.2006 | 16:50
Annar í jólum
Já í dag er annar í jólum og hefur þetta bara allt saman gengið ljómandi vel það verð ég nú bara að segja, aðfangadagur var afskaplega rólegur og góður hjá mér, vaknaði reyndar upp með höfuðverk fyrst um kl. 5 um morguninn, fór þá fram og tók slatta af verkjatöflum og sofnaði aftur og vaknaði aftur um 10:30 enn með höfuðververk og tóka meira af verkjalyfum en hann hvarf ekki fyrr en ca. 8 um kvöldið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að láta hann hverfa með því að taka fleiri og fleiri verkjalyf en hvað um það þá var þetta mjög fínn dagur, setti steikina inn um 12 leytið eins og undanfarin ár og leyfði henni að malla til kvölds við lágan hita, nú svo var bara slakað á og horft á sjónvarpið framan af deginum og farið í kirkjugarðinn um 4 leytið, komið heim um rétt fyrir fimm og þá var farið að klæða sig upp og síðan fóru ég, Tinna, Fjóla og Anna Lísa til messu í Hjallakirkju og var það afskaplega ljúf stund, eftir messu var farið heim en fyrr um daginn var ég búin að gera allt klárt fyrir kvöldmatinn þannig að þegar heim var komið var maturinn tilbúinn og við fengum okkur að borða í rólegheitunum, í matinn var sveppa/aspassúpa rjómalöguð að sjálfsögðu og fullt af súpubrauði og smakkaðist þetta bara alveg himneskt, nú í aðalrétt var svo ferskur svínabógur með bæði sykurbrúnuðum og hvítum kartöflum og öllu tilheyrandi og að sjálfsögðu jólaöli og svo ís í eftirrétt en reyndar var hann borðaður svolítið seinna um kvöldið. Nú svo eftir matinn var farið í að taka upp pakka sem voru margir að vanda og fengu Tinna og Fjóla fullt af skartgripum, bókum og eitthvað af DVD myndum, og eitthvað fleira, ég fékk 3 DVD myndir, 1 CD disk, kertastjaka og ljósahús (kirkju), fleiri ljósahús, körfu frá Body shop með uppáhalds bodylotioninu mínu og ilmvatni og sturtugeli o.fl. svo eftir að pakkaflóðið var yfirstaðið var horft á eina DVD mynd og borðaður ís og farið að sofa eitthvað um 1 leytið eftir miðnætti sem sagt frábær dagur. Nú í dag og í gær var ég svo á morgunvakt, reyndar var ég svo með hangikjöt með öllu tilheyrandi í gær fyrir krakkana mína og sjálfa mig en svo fara þau öll til pabba síns í kvöld í matarboð og þá get ég slakað á í átinu sem betur fer. En nú læt ég gott heita bæbæb.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.