Jólastress

Jahérna nú held ég að landinn sé endanlega farinn yfir á stressinu fyrir jól, ég ætlaði að reyna að skreppa í búð í dag þar sem ég er í fríi í dag og lagði af stað snemma eða um 11 leytið, taldi að búðin sem ég var að fara í myndi opna þá, en vitanlega hafði hún opnað fyrr og allt orðið yfirfullt af fólki alls staðar og vandræði með að finna sér bílastæði, það var alveg sama hvert ég fór, alls staðar var allt brjálað að gera, ég þurfti að snúast á nokkra staði og það var sama sagan alls staðar, þrátt fyrir hálfbrjálað veður hér á höfuðborgarsvæðinu þá lét landinn það ekki á sig fá, það var eins og allir væru í fríi í dag og þurftu að komast í búð, mikið var ég fegin að komast heim aftur, held að ég sé endanlega búin að öllu fyrir jólin og ætla mér helst ekki út úr húsi fyrr en eftir jól aftur eða þannig, a.m.k. ekki í búð.  ÞArf reyndar að fara að keyra út pakka annað hvort í dag eða á morgun, kannski jafngott að klára það í dag, sé til það er svo leiðinlegt veður að ég varla nenni út aftur.  En það kemur allt í ljós hvað ég geri á eftir.  Bæbæ.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband