14.12.2006 | 13:42
Spennan magnast
Já það er ekki laust við það að ég sé komin með fiðring í magann og spennt að sjá einkunnirnar mínar en ég fæ þær á morgun. Annað er það að við erum loksins búnar að gera öll jólakortin, skrifa á þau og þau eru tilbúin til sendingar meira að segja frímerki og alles á þeim, en ég hendi þeim svo inn á pósthús á eftir um leið og ég fer í vinnuna, en ég er á kvöldvakt í kvöld sem er bara allt í lagi. Verð að vinna fram á næsta miðvikudag en þá er ég komin í 4 daga frí sem ég ætla að nota til að klára restina fyrir jólin annars er eiginlega allt komið, á bara eftir 2-3 gjafir og svo að kaupa svínabóginn sem er jólamaturinn hér á þessum bæ og svo allt sem tilheyrir honum og súpuna og brauðin og þess háttar en það er ekkert stress vegna þessa þetta hefur allt sinn gang. En læt gott heita í bili, læt vita hvernig fer með einkunnirnar hjá okkur mæðgum. BÆBÆ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.