9.12.2006 | 01:08
Loksins, loksins
Já ég segi ekki annað en loksins eru prófin hjá mér búin, var í seinna prófinu í morgun
og þvílíkur maraþonlestur er búinn að vera fyrir þetta próf,
enda ekki neitt smávegis sem þurfti að læra fyrir þetta, er ég búin að vera lesa fyrir það meira og minna síðan sl. mánudag en svo í gær byrjaði ég um 8 leytið um morguninn og svo kom Anna Lísa mín til mín rúml. 1 og þá var fyrir alvöru tekið á því, hún hafði svo lítið getað lesið í vikunni þar sem hún var í fleiri prófum svo það þurfti heldur betur að taka sig á og lesa og lesa og spyrja og spyrja og spá og spá og allt þar fram eftir götunum, við lásum fram til miðnættis þá vorum við orðnar svo heiladauðar
að við gátum ekki meir, svo mætti hún til mín aftur rétt um 8 í morgun og enn var tekið til við að lesa og reyna muna og spyrja og spá og spekúlera,
alveg þar til við mættum í prófið kl. 11. Okkur gekk svona og svona og nú er bara að vona að við náum prófinu báðar, ef hún nær því ekki þá tefur það útskriftina hjá henni fram á næstu áramót
og ef ég næ því ekki þá get ég ekki tekið það upp fyrr en næstu haustönn
því þetta fag er ekki kennt nema aðra hverja önn sem er vitanlega fáránlegt
. En það er bara að vona að við náum því báðar. Við vorum svolítið sniðugar eða þannig en til að reyna muna öll þessi lyfjanöfn þá bjuggum við til sögur í kringum nöfnin og það hjálpaði okkur svolítið í prófinu, a.m.k. þegar við sáum þessu nöfn sem að sögurnar voru um þá rifjaðist alltaf eitthvað upp um þau, allt svo hvaða lyfjaflokki þau tilheyrðu, ein sagan var t.d. svona "Norðurpóllinn valt og hvæsti á Klöru og svo fengu þau öll ofnæmi",
en þetta eru þá vitanlega ofnæmislyf og heita Polarmin, Vallargan, Histasín og Clarityn,
nú önnur saga var svona "pósturinn fékk sér kaffi um borð í skipinu"
en þetta eru veltiveikislyf (skipið) og heita Postafen og Koffinátín og svona gerðum við í kringum flest öll lyfin og gekk þá aðeins betur að muna lyfjaheitin og lyfjaflokkana eins og t.d." Alli og Balli runnu á brjóstið"
en þetta eru brjóstsviðalyf (brjóstið) og heita Alminox, Balancid Novum og Rennie. En núna ætla ég að hætta að bulla og fara að koma mér í háttinn, það sem er eiginlega verst við þetta að núna losna ég ekki við sögurnar úr höfðinu
en ég er a.m.k. mikið fegin að vera búin í þessum prófum og vonandi geta ég aðeins farið að lifa lífinu aftur og gera eitthvað á þessu heimili.
Góða nótt














Athugasemdir
hvernig er med thessi myndaalbum hja ther? a ekki ad bæta i thau??. Ja vid ætlum ad setja fleiri myndir inna hja okkur. Kvedja fra Noregi
Villi og Heidi (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.