Gleðilegt ár

Jæja er ekki gott að byrja nýtt ár á því að skrifa hérna aðeins inn á bloggið mitt, það er orðið ansi langt síðan ég hef skrifað eitthvað hérna.  Nema hvað að það hefur svo sem ýmislegt gerst, jól og áramót búin og nýtt ár að hefjast vonandi með bjartari framtíð og von og betri tíð, síðasta ár var erfitt að mörgu leyti, margt gott eins og t.d. að ég útskrifaðist sem sjúkraliði og fékk starf sem mér líkar mjög vel í, einnig að öll mín börn eru að standa sig mjög vel í skóla og lífinu, mismunandi erfitt hjá þeim og mismunandi gengi en samt gott.  Annað ekki eins gott eins og t.d. andlát föður barna minna, einnig hafa aðrir látist á árinu sem ég þekki eins og Indriði, Freyja, Marteinn en þetta er allt fólk sem lést langt fyrir aldur fram vegna veikinda eða slyss, blessuð sé minning þeirra allra.  Nú annað gott á árinu er að ég ásamt elstu dóttur minni höfum farið að mæta á Þjóðdansaæfingar og höfum haft virkilega gaman af, stundum hafa yngri dætur mínar komið með og haft gaman af líka, vonast til að þær mæti oftar á nýju ári, allir hafa gott af svolítilli hreyfingu, einnig keyptum við, allt svo ég og yngri dætur mínar okkur kort í leikhús og vitaskuld völdum við okkur mjög skemmtileg leikrít til að sjá, búnar að sjá Fló á skinni og hlógum mikið, erum í kvöld að fara sjá Fólkið í blokkinni og verður ábyggilega gaman, með vorinu förum við svo að sjá Harry og Heimir og svo síðasta leikritið er Söngvaseiður en þessi leikrit eru ábyggilega mjög góð líka.  Nú vitaskuld keypti ég allt of mikið af rakettum og fleira dóti til að skjóta upp, ákvað að kveðja sl. ár með stæl þar sem það hefur verið frekar erfitt þó ýmislegt gott megi segja um það, samt í minningu barnanna erfitt.  Ég vona innilega að það birti til hjá þeim með hækkandi sól og nýju ári.  Ég hef einnig verið að spá í að reyna leigja mér bústað í nágrenni R.víkur bara til að fara úr bænum eina helgi og liggja í heita pottinum og spila og hafa gaman, þarf svona aðeins að skoða það samt í sambandi við tímasetninguna, hafði verið of dugleg að setja mig á næturvaktir í feb. og mars flest föstudagskvöld, er búin að tala við þá sem sér um þetta og ætlaði hún að reyna laga þetta fyrir mig, vonandi.  Nú annað framundar er bara eins og öll undanfarin ár að reyna laga fjármálin hjá mér, eitthvað gengur það nú hægt en það þýðir ekkert að missa vonina um það, það hlýtur að gerast einhverntímann í náinni framtíð að það takist.  Nú foreldrar mínir áttu svo Gullbrúðkaup á sl. ári eða nákvæmlega á gamlársdag, vorum við systkynin með svona surprise kaffiboð heima hjá systur minni þann 30 og gátum við komið þeim verulega á óvart, reyndar vorum við búin að senda þau í dekur niður í Laugar spa um morguninn sem kom víst mjög vel út, fengu þau heilnudd o.fl., einnig léttan hádegisverð og voru alveg alsæl með þetta, nú svo vorum við búin að bjóða fullt af vinum þeirra og frændfólki í kaffi seinni part dags og komum þeim hressilega á óvart, mjög gaman.  Síðan á gamlársdag vorum við öll samankomin hjá mér í mat og skemmtum okkur vel saman, tókst það allt mjög vel líka.

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Guðjónsdóttir

Sæl stella, gleðilegt ár til þín og þinna, það er gott að sjá að allt gengur vel hjá þér og ég samhryggist ykkur með fráfall föður barna þinna.

Margrét Guðjónsdóttir, 12.1.2009 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband