Helló

Jæja nú er ágætt að skrifa aðeins, þó er ekkert merkilegt að frétta héðan, annað en það að nú fer að styttast í að ég fari að vinna aftur, byrja næstu þriðjudag, fer þá á morgunvakt og næturvakt og svo aftur næturvakt og svo verður bara nóg að gera í vinnunni, reyndar ætla ég að reyna ná mér í 2-3 aukavaktir á þessu launatímabili sem líkur reyndar 15 nóv., þannig að það gæti orðið erfitt að ná sér í aukavakt.  Annað er það að ég skellti mér út í gær með sög til að saga greinar af birkinu mínu sem stóð allt of mikið út í gangstéttina, sagaði ég heilmikið af greinum en ég á reyndar eftir að fara með það í sorpu, svo þarf ég að reyna fá pabba til að koma og hjálpa mér að saga niður tréin bak við skúrinn, vonandi verður ekki langt í það.  Nú svo er familien búin að panta sér borð á jólahlaðborð í Perlunni, allt svo stórfjölskyldan, en við ætlum að fara þann 15 desember út að borða, þessi dagur varð fyrir valinu þar sem Kiddi heitinn hefði orðið 50 ára þann dag.  Við Lappi höfum verið dugleg við að fara út á Geirsnes undanfarna daga og er alltaf svolítið gaman að koma þangað, yfirleitt fullt af hundum þar sem Lappa finnst gaman að þefa af og svo reyndar líka fullt af fólki sem maður kynnist, oftast hef ég nú gengið einn hring á nesinu en Lappi hleypur bara þvers og krus sem er bara allt í lagi, hann fær fína hreyfingu út úr því.  Nú svo er ég með saumklúbb á mánudaginn svo eitthvað verð ég nú að útbúa fyrir hann, er ég að spá í að vera með heitann brauðrétt og svo gott gums sem er afskaplega fljótlegt að gera, svo verð ég með osta og kex, haldiði að það verði fínt.  En læt gott heita í bili.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ frænka takk fyrir kommentid, ég veit ad thú skrifar oft á síduna mína og finnst mér mjög gaman af thví, en thad eru bara alltaf sama fólkid sem kemur inn á síduna og skrifar aldrei neitt.. en svona er thad nú bara.. eru hundarnir sídhærdir sem koma út á Geirsnes? er thad ekki samojed í stadinn fyrir alaskan husky ef their eru alveg hvítir og sídhærdir?? thad er mjög gaman ad koma á svona hunda stadi.. mér finnst thad alveg ædislegt, hundarnir hafa gott ad thví ad umgangast ókunnuga hunda, verda mikid félagslyndari á thví.

bid ad heilsa heim á klakann :) knús frá danaveldinu.

Guðbjörg (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 20:11

2 identicon

Hæ hæ frænka, já það er alltaf gott að vera jákvæður, manni líður mikið betur og nýtur lífsins meira. En þessir hundar sem þú sérð út á Geirsnesi, er alveg örugglega Samojed spids, alla vegana eins og þú lýsir honum, það er svona hundur sem mig langar í í framtíðinni.. :) þú getur séð mynd af svona hundi inn á þessari slóð: http://www.kupipsa.com/html/images/slike_pasmine/samojed02op.jpg ef það er þessi hundur, þá eru þeir ótrúlega fallegir, og í framtíðinni mun ég alveg örugglega eiga 2-4 af þessari tegund :)

Bið að heilsa. Guðbjörg

Guðbjörg (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband