Í nógu að snúast

Það er nú meira hvernig dagarnir geta farið öðruvísi en ég hef planað þá, eins og t.d. í dag ætlaði ég að vakna ekkert of snemma en nota daginn til að skreita kökur og klára það sem ég átti eftir að gera, en nei þá var hringt í gær frá Domus Medica og ég látinn vita að Tinna kæmist í MRI í fyrramálið kl. 9, hún er nefnilega búin að vera slæm í vinstra hné sl. 3 ár eða svo en farið versnandi á þessu ári, fór hún í röntgen ekki alls fyrir löngu en það kom ekkert út úr því, nema hann sagði mér að vaxtalínurnar væru næstum lokaðar, þannig að hún ætti að fara hætta stækka sem er fínt, held hún sé orðinn nógu stór, a.m.k. svolítið hærri en ég, meira segja komin upp fyrir Fjólu.  Jæja en hvað um það, þannig að ég þurfti að vakna um 8 leytið í morgun til að drífa mig með hana niður í Domus, þar var okkur sagt að þessi rannsókn tæki eina klst., nú ég beið á meðan eftir henni.  Svo loksins þegar hún var búin þá bað hún mig að koma við á Lansanum þar sem hún hafði frétt af því deginum áður að vinkona hennar hefði lent í spítala með sprunginn botnlanga, nú við fórum og spurðumst fyrir um hana og var okkur sagt að hún væri enn á bráðamóttöku barna.  Við fórum þangað og fengum þar þær fréttir að hún væri enn í rannsókn og kæmi eftir smá stund, einnig innti ég eftir því hvort að hún væri með sprunginn botnlana og var okkur sagt að það væri ekki.  Við fengum okkur sæti og biðum og biðum en þegar rúm klst var liðin og ekkert bólaði á vinkonunni sagði ég við Tinnu að þetta gengi ekki, hún skildi bara senda henni sms og biðja hana um að hafa samband við fyrsta tækifæri.  Síðan lá leið okkar á minn vinnustað þar sem ég var að skila inn staðfestingu á því að ég hefði lokið námskeiði og gæti hækkað um einn launaflokk einnig var ég fá inn vaktir í fyrri hluta nóv., síðan var farið í Bónus og svo heim.  Þannig að þá var langt liðið á daginn eða þannig, a.m.k komið fram yfir hádegi og ég ekki byrjuð að skreita, svo nú er ég búin að standa í því síðan ég kom heim að skreita og kökur og brauðtertu, einnig að gera pastarétt og ýmislegt fleira, alveg búin á því, en sem betur fer er ég alveg að vera búin þannig að þá get ég loksins sest niður og farið að sauma út.  Á morgun ætla ég mér svo að sofa fram eftir og síðan að taka hressilega til áður en familien kemur í heimsókn.  Gott í bili.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband