23.10.2008 | 18:50
Komin á vetrardekkin
Jæja nú er ég komin á vetrardekkin,, ætlaði ég reyndar að reyna fresta því fram að næstu mánaðrmótum að setja þau undir en þegar ég vaknaði í gærmorgun þá var bara alhvít jörð, hafði snjóað alla nóttina og kyngdi enn niður snjónum, svo spáir hann áframhaldandi snjókomu. Nema hvað að ég ákvað að skutla Fjólu í skólann í gær, treysti henni ekki alveg að keyra og skildist á henni að hún hafi verið ósköp fegin að vera ekki að keyra sjálf í gær þar sem að bíllinn var á næstum því sléttum dekkjum, a.m.k. var ósköp lítið munstur eftir af þeim. Ætlaði reyndar að nota morguninn í að baka en svo fór þó ekki. Eftir að hafa skutlað henni fram og til baka og aftur í skólann fór ég á dekkjaverkstæðið pitstop í Dugguvogi, var búin að hringja víða og var þessi staður ódýrastur að umfelga. Þegar ég mætti þangað var heljar biðröð, svo ég skellti mér í röðina og mátti bíða þar í rúman klst. áður en ég komst að, það var svo sem allt í lagi, var með góða músík í bílnum og slakaði bara á. Nú svo kom að mér og tók þetta engar stund. Reyndar dekkin sem ég setti undir voru aðeins stærri en þau sem voru fyrir, hafði ég keypt þau, eða réttara sagt Steinar bróðir hafði reddað mér þeim eftir að ég sá þau auglýst á kassi.is, fékk þau miklu ódýrari heldur en að versla þau frá einhverri verslun eða á 20.000 kr. öll 4 stk. en flestir voru að selja stk. á þessu verði. Þannig að núna er bíllinn minn aðeins hærri he he, reyndar urgar líka þegar ég legg á hann, dekkinn rekast í brettin en það er allt í lagi. Nú eftir að ég var búin að láta umfelga hjá mér fór ég í Tölvulistann í Noatúni þar sem að hleðslutækið hennar Fjólu við fartölvuna hennar ákvað að hætta hlaða tölvuna, reyndist vera einhver bilun í tækinu svo hún fékk bara nýtt þar sem þetta var enn í ábyrgð. Síðan fór ég heim og bakaði heilmikið, a.m.k. kláraði ég það sem ég ætlaði að gera um morguninn og í morgun bakaði ég aðeins meira og gerði 1 stk. brauðtertu sem ég skreyti svo á morgun. Á morgun ætla ég svo að skreyta allt heila klabbið og búa til nokkra kalda rétti og svo er tiltektin framundan, eins gott að allt sé hér hreint og snyrtilegt þar sem familien kemur í kaffi á laugardaginn he he. Jæja læt gott heita í bili.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.