19.10.2008 | 18:24
Búin í aðgerðinni
Já jæja, þessi aðgerð gekk fljótt og vel fyrir sig, ég mætti sem sagt þarna á sankti Jósepsspítala á fimmtudagsmorguninn, reyndar með magann í hnút af kvíða, nú það var nú fyrst tekið við mér á jarðhæðinni í afgreiðslunni og síðan var mér vísað upp á aðra hæð þar sem ég þurfti eiginlega að gefa sömu upplýsingar og ég hafði gefið niðri, þannig að ég var eiginlega skráð inn tvisvar he he. Nema hvað ég var spurð af því hvort að ég væri kvíðinn sem ég viðurkenndi og fékk ég þá einhverja töflu við því sem reyndar sló mig bara út, reyndar ekki fyrsta hálf tímann eða svo en eftir það þá átti ég bara virkilega erfitt með að halda augunum opnum og svo þegar kom að því að fara í aðgerðina að þá var ég eiginlega ekki á staðnum, þannig að ég var keyrð fram í rúminu, eitthvað vaknaði ég til lífsins þegar fram á skurðstofu var komið þannig að ég gat að mestu leyti fært mig sjálf á milli rúma, síðan var mér gefið eitthvað meira í æð sem virkaði eiginlega þannig að ég var þarna vakandi en samt ekki, man voðalega lítið eftir þessu, man samt að ég var að kíkja á blóðþrýstingsmæirinn annað slagið þegar hann fór í gang, en man lítið annað eftir aðgerðinni, síðan var ég færð inn á herbergi í rúminu aftur, tók aðgerðin mjög stuttan tíma, ca. 1/2 - 1 klst, samt var ég engan vegin fær um að taka tíma eða vissi neitt hvað tímanum leið, þetta var bara það sem mér var sagt. Nú síðan dormaði ég eitthvað fram eftir degi, fékk eitthvað að borða en það skrítna við það að þarna er eiginlega enginn almennilegur matur í boði, bara súpur og grautar og brauð, samt gott að fá eitthvað. Nú daginn eftir fór ég svo bara heim, var og er reyndar helheim allt í kringum lífbeinið og svo tekur svolítið í saumana en það voru víst gerð tvö göt á mig svo nú er ég götótt he he.
Annað er það að hún Anna Lísa mín er líklegast búin að leigja íbúðina sína, hún flutti nefnilega á stúdentagarðana í Keflavík þar sem hún hafði ekki efni á að reka sína íbúð, ætlaði reyndar að selja en tókst ekki en sem betur fer fékk hún leigjanda sem vonandi verður þarna næsta árið, þannið að núna eru hún og Kiddi að tæma íbúðina hennar alveg, eitthvað var af húsgögnum þarna enn þá þannig að leigjandinn ætti að geta flutt inn á morgun. Jæja gott í bili.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.