7.10.2008 | 19:56
Voða dugleg
Já ég var bara voðalega dugleg í dag eða þannig, fyrst að það hætti loksins að rigna og rokast þá ákvað ég að drífa mig í að taka alla álfana mína inn og mylluna, tæmdi tjörnina og setti plötu yfir hana til að koma í veg fyrir að hún fyllist af vatni og laufi í vetur. Nú svo tók ég mig til og týndi allt glerbrotið úr glugganum sem var skipt út um daginn og setti það allt í kassa og fór með það í Sorpu. Nú svo hringdi móðir mín í mig og bað mig að koma í bíltúr út á Granda, sem ég gerði vitaskuld, hún var að fara þangað í verslun sem er með svona allt mögulegt úr steinum og keypti afmælisgjöf handa mér, rosalega flottan lampa úr saltsteini, ekki neitt smá flottur. Þarna í þessari verslun er mjög margt flott til og allt úr steinum alla vegana steinum, ráðlegg ég öllum sem hafa gaman af fallegum hlutum að kíkja í þessa verslun, hún er rétt hjá Seglagerðinni Ægir, keyrt reyndar framhjá þeim og þá sér maður þessa verslun, heitir eitthvað Steinn eða eitthvað, man ekki alveg nafnið. En núna er ég í vaktafríi, fer svo á kvöldvakt næturvakt á morgun, svo frí fram á sunnudag en á sunnudaginn tek ég aukavakt um morguninn og svo vinna bæði mánudag og þriðjudag, nóg að gera í vinnunni, en þetta er svo frábært. Nú reyndar fór ég einnig og reddaði hundamat, hann var víst alveg búinn, hundamaturinn er orðinn ansi dýr, kostar rúmar 9000 kr. af 15 kg. fóðri, en það endist líka í 2-3 mán., svo ég þarf svo sem ekki að kvarta yfir því. Nú á morgun ætla ég nú bara að leyfa mér að sofa fram að hádegi þar sem ég fer á næturvakt, en kl. 13 þarf ég svo að fara með Tinnu í litun, einnig þarf ég að skreppa niður í sjúkraliðafélag með viðurkenninguna sem ég fékk fyrir námskeið sem ég var á en það var 20 stunda námskeið svo að nú er ég komin með 200 stundir og ætti því að hækka um launaflokk, eins gott að fylgjast með því hvort að það gerist. En nú læt ég gott heita af þessu bulli.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.