Nóg að gera

Já það er sko alveg nóg að gera og snúast þessa dagana, fyrir utan að ég er mikið að vinna þá er heilmikið að stússast hér heima við líka, nú t.d. var ég að klára fúaverja alla gluggana á húsinu hjá mér, allt svo á minni hæð, hann þarna uppi getur fúavarið hjá sér ef hann vill.  Um daginn lét ég loksins verða af því að kaupa nýtt gler í gluggann á svefnherberginu mínu, það var orðin svo mikil móða á milli glerja að það sást ekki út, reyndar var það búið að vera í mörg ár en loksins er sem sagt komið nýtt gler og þvílíkur munur að horfa út um gluggann núna.  Fékk ég pabba til að setja glerið í og þóttist ég eitthvað aðeins aðstoða hann var svona hálfgerður handlangari.  Einnig fékk ég hann til að skipta um útiljós hjá mér og setja upp nýtt ljós inni á baði, þar þurfti einnig að laga hurð á skáp sem hann gerði einnig fyrir mig.  Nú svo var hér allsherjar tiltekt á stéttinni við hliðin á húsinu og í bílskúrnum hjá mér, núna er bara voða mikið pláss á skúrnum og fínt hér í kring.  Svo fór ég og keypti fullt af haustlaukum sem á eftir að koma niður í moldina, hvort það verði gert í dag eða fljótlega veit ég ekki sé til hvað tíminn leyfir í dag.  Nú eitt enn sem ég þarf að gera svona í október eða svo það er að saga heilmikið af greinum af birkinu hjá mér sem slútta heilmikið yfir gangstéttina, það gengur ekki að fólk sé að rota sig á trjánum he he.  Einnig þarf ég að gera heilmikinn skurk hér baka til, þannig er nefnilega að pabbi fékk að setja niður nokkur tré hér fyrir all mörgum árum sem átti að geyma í smá tíma nema hvað að þau hafa vitaskuld vaxið og dafnað og núna verð ég bara að fara í að saga þau öll niður og henda, þau eru svo skökk og skrítin að það gengur ekki að hafa þau þarna, nema kannski eitt sem ég leyfi að vera, það er ösp sem er mjög bein og fín, annað verður að fara, svo er ég að spá í að hella eitri yfir allt illgresið þarna á bak við og reyna að slétta þetta eitthvað en það er seinni tíma vandamál, fyrst er að losna við tréin og safnkassana sem eru yfirfullir af rusli og illgresi, löngu orðnir ónýtir þarna.  En þetta kemur smátt og smátt, núna hef ég tíma til að ditta að einu og öðru sem ég hafði ekki á meðan ég var í skólanum.  Svo er ég að fara á vakt í nótt og næstu nótt, svo smá frí nema ég geti nælt mér í aukavakt, ekki veitir af eins og allt er að hækka og verða dýrara hérna á þessu landi.  Jæja læt gott heita.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband