22.9.2008 | 16:58
Jæja, jæja
Jæja nú er sko gaman að fara í vinnuna, þannig er að deildin sem ég er ráðin á á gamla Borgarspítalanum er búin að vera lokuð í allt sumar en nú er komið að því að opna hana að nýju og er þetta bara alveg ný deild, reyndar átti að taka inn 3 sjúklinga í dag en það var því miður ekki hægt vegna ýmissa atriða t.d. að acút vagninn var nú ekki kominn til baka og það má víst alls ekki opna deild nema hann sé á staðnum, einnig voru öll lyfin ekki mætt og svona smátterí, en ég var nú samt að vinna á deildinni í dag þó engir sjúklingar væru, vorum við aðallega bara í að snurfusa eitt og annað, m.a. kom lín í dag og vorum við að setja það á línvagnana, fylla á inni á böðin, og svo vitaskuld að koma restinni fyrir inni á línherbergi, reyndar er það herbergi ekki tilbúið, við erum búin að fá hillur þar en það vantar alla skúffuskápa og skilst mér að þeir komi ekki fyrr en eftir mánuð, einnig verða eitthvað af iðnaðarmönnum að vinna á deildinni næstu 2-3 vikurnar við að laga eitt og annað, t.d. viljum við fá hanskastatíf inn á allar stofur, áður voru svona litlar körfur sem aldrei voru til friðs, svo var verið að fara tengja sjónvörpin í dag og já bara ýmislegt að gerast, en svo átti ég að vera á næturvakt í nótt en þarf ekki þar engir eru sjúklingarnir en fer svo á morgun á næturvakt og tvær nætur þar á eftir, sem sagt nóg að gera, alltaf verið að breyta vöktum og taka aukavaktir og svoleiðis, fullt af peningum handa mér he he. Nú svo ætlar deildin að vera með innflutningspartý á deildinni næsta fimmtudag, allir eiga að koma með eitthvað gúmmelaði og verður voða mikið nammi gott á boðstólnum, ég ætla bara fara með einn af saumaklúbbsréttunum mínum sem kallast bara gott gums, en það er í því marengs, rjómi, súkkulaðirúsínur og salthnetur minnir mig, en það er alla vega mjög gott. Jæja gott í bili.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.