12.9.2008 | 19:40
Smá fréttir af okkur
Jæja það er eiginlega kominn tími á að skrifa hérna eitthvað, langt síðan síðast. En hvað um það ég er núna loksins hætt á Hrafnistu, sagði upp 1 júní og uppsögnin tók gildi 1 september, núna er ég farin að vinna á Borgarspítalanum eða Landspítala Fossvogi, er ráðin þar á deild A5 sem er bæklunardeild, reyndar er ég að vinna á deild B5 eins og er þar sem A5 er lokuð vegna alsherjar yfirhalningu, stendur til að opna þá deild núna í september, hún verður rosalega flott, kíkti aðeins þar yfir í gærkvöldi og var að skoða hana, ekki neitt smá sem búið er að laga og breyta. Nema hvað á Bæklunardeild koma allir sem hafa brotnað illa og þurfa að fara í aðgerð, einnig fólk sem er að fara í prothesu aðgerðir eða liðskipti, spengingar og svoleiðis. Þarna er mjög fínt að vinna, mórallinn er bara æðislegur og gott starfsólk. Reyndar er ég aðallega að vinna á nóttunni sem mér finnst bara mjög gott, yfirleitt rólegar næturnar þarna. Nú annað að frétta er að ég tók mér alveg 4-5 vikna sumarfrí sem var bara virkilega nauðsynlegt hvað mig varðar, enda lítið frí tekið sl. ár, fórum við norður í 2 vikur og var það æðislegt, skruppum norður að Mývatni einn daginn í jarðböð, svo fórum við annan dag á Akureyri í sund, versla og út að borða, svo helgina áður en við fórum heim voru sæludaga á Sauðárkróki sem haldnir voru í reiðhöllinni og fórum við vitaskuld þangað, þar var heilmikið um að vera sem gaman var að fylgjast með. Núna eru skólarnir komnir á fullt og allir byrjaðir í skóla aftur nema ég og finnst mér alveg æðislegt að vera laus við skólann, á fullt af tíma til að gera það sem mig langar til að gera. Kiddi heldur áfram í Borgarholts að læra rennismítðina, Anna Lísa skellti sér í hjúkrun í háskólanum, Fjóla er áfram í MK og Tinna kominn í 10 bekk Hjallaskóla, hugsa sér litla barnið mitt að klára grunnskólann næsta vor, hvað tíminn líður. Læt gott heita í bili.
Athugasemdir
Hæ hæ frænka gaman ad sjá ad thú hafir kíkt vid á sídunni minni, tíminn lídur allt of hratt, ég er ad klára skólann á króknum núna um jólinn, hlakka mikid til annars er allt gott ad frétta hédan..
Gudbjörg frænka
Guðbjörg (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.