28.11.2006 | 00:21
Prófin nálgast
Já það má með sanni segja að lokaprófin nálgast með tilheyrandi kvíða og veseni, a.m.k. er mig farið að kvíða fyrir lokaprófinu í lyfjafræðinni, ég virðist nefnilega haldin þeim kvilla að þegar ég kem í próf í lyfjafræði þá virðist ég muna allt sem ég var að læra þar til ég fæ prófið í hendurnar þá er eins og ég fái skyndilegt altzheimar eða minnisleysi og allt strokast út úr minni mínu. En ég ætla nú samt að reyna læra vel fyrir þessi 2 lokapróf mín og vona bara það besta að ég sleppi í gegn, ég þarf nú bara að ná 4,5 til að ná prófinu. Annars var ég í tveim prófum í dag, ég var í lokaprófi í hjúkrun verklegri og gekk það svona la la, eitthverju tókst mér að klúðra en held að ég hafi sloppið með skrekkinn nú svo var ég í prófi í Exel í tölvunni og var það einnig síðasti tíminn í þeim áfanga í vetur, hefur mér bara gengið vel í þeim áfanga og held að ég sé nú alveg sloppinn í gegn í því. Nú annað er svo sem ekki að frétta, reyndar var ég í 3 daga fríi núna um helgina og var það bara fínt, notaði tímann vel, þreif allt hjá mér á föstudaginn og á laugardaginn var bara mikið að gera, keyra Tinnu á skautaæfingu svo þurfti hún að mæta í Digranesið til að geta spilað á föndurdegi Hjallaskóla sem ég vitanlega mætti á, annars fannst mér þessi föndurdagur afskaplega lélegur miðað við mörg undanfarin ár, allt föndurdót sem eitthvað var varið í kláraðist fyrir kl. 13, skinkuhornin voru afskaplega þurr sem þau voru að selja og það var það eina sem þau seldu, í fyrra var selt skinkuhorn, súkkulaðibitaköku, pipakökur og kleinur, nú svo var bara einhvernvegin engin stemmning, en við mæðgur gerðum okkar laufabrauð eins og undanfarin ár og hlustuðum vitanlega á skólahljómsveitina spila, nú svo fórum við í afmæli til Anýtu dóttur Heiðu, síðan skutlaði ég Fjólu í vinnuna og Önnu Lísu heim svo gat ég slakað á um kvöldið þar til ég þurfti að ná í Fjólu aftur. Nú sunnudagurinn var eiginlega eyðsludagur, það var farið í Garðheima og verslað þar heilmikið föndurdót, síðan farið í Bónus til að versla í jólabaksturinn, þegar heim var komið fóru Tinna og Fjóla í sund með Önnu Lísu en ég ákvað að hnoða í 3 teg. jólasmákaka, svo þegar stelpurnar komu heim þá fóru þær að gera aðventukransa, sem urðu bara virkilega glæsilegir hjá þeim, nú við pöntuðum okkur svo pitsu og átum með góðri list og þannig leið nú þessi helgi hjá mér. Sem sagt bara stuð eins og alltaf, bæbæ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.