Gengið á Esjuna

Já nú má ég til með að monta mig aðeins því að ég og yngri dætur mínar ákváðum að ganga á Esjuna í gær og kom vinkona þeirra með okkur.  Við lögðum af stað frá Esjurótum rétt rúmlega 11 um morguninn og vorum um 3 tíma á leiðinni upp.  Var þetta mjög erfið ganga, aðallega fyrir mig þar sem að lungun hjá mér eru ekki gerð fyrir svona mikla áreynslu, þurfti ég oft að stoppa eftir því sem ofar dró til að leyfa lungum og hjarta að vera með, einnig var mig virkilega farið að verkja í hnén og lærin þegar nær dró toppnum en á toppinn fórum við og þvílíkt útsýni þaðan.  Við hvíkdum okkur vel á toppnum og fengum okkur að borða, vorum með langlokur og einhverja drykki með okkur ásamt kexpakka sem veitti ekki af að fá smá sykur til að efla orkuna.  Reyndar var ég orðin virkilega svöng ca. klst áður en við náðum topnnum en ætlaði ekki að borða fyrr en á toppinn var komið, hafa eitthvað að hlakka til.  Annars er búið að bæta heilmikið aðstöðuna fyrir göngufólk þarna síðan ég fór síðast fyrir einhverjum árum síðan, það eru t.d. komnar keðjur til að halda sér í við hamrabergið sem auðveldar mun göngufólki að komast bæði upp og niður, einnig er komnar tvær tröppur neðst í berginu svo auðveldara er að byrja að fikra sig upp, þannig að þessi efsti hluti er mun auðveldari heldur en síðast er við fórum.  Ég ætla að reyna að setja hér inn myndir frá ferðinni.  Gott í bili.

 

Sjáið tindinn, þarna fórum við

Sjáið tindinn, þangað fórum við


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband