21.11.2006 | 15:29
´Prófniðurstaða
Já jæja ég er búin að fá úr lyfjafræðiprófinu sem ég fór í sl.. fimmtudag og fékk ég 7 úr því
og er bara mjög ánægð með það þar sem mér fannst ég hefði algjörlega klúðrað því þannig að ég er með sömu einkun úr fyrsta og þriðja prófi og verða þau þá væntanlega látin gilda í vetrareinkun.
Nú annað er það að mamma mín er komin á sjúkrahús fór þangað sl. sunnudag og er enn þar, ekkert finnst að henni að sögn lækna a.m.k. ekkert afgerandi
, hún fór fyrst á bráðamóttökuna og var þar í margar klst eða frá 13:30 til miðnættis næstum því, eftir það var hún svo flutt á gæsludeild en síðan daginn eftir var hún flutt á B7 eða gigtar og innkirtladeild
. Eitthvað þóttust þeir sjá úr skjaldkirtilsprófinu eða hækkun á skjaldkirtilshormónum en svo var það víst ekkert.
Hún á að fara í svimapróf annað hvort í dag eða á morgun og þeir vilja líka setja hana í MRI (segulómun) en henni er afskaplega illa við það þar sem hún fær innilokunarkennd
, við systurnar höfum kvatt hana samt til að fara í það vegna þess að það er hægt að sjá allt miklu betur í MRI heldur en í CT og eru læknar og hjúkrunarfólk búið að lofa að gefa henni róandi áður en hún fari í það og undirbúa hana vel
. Taugalæknirinn sem skoðaði hana fyrst vill láta skoða betur varðandi hvort þetta geti verið sýking í innra eyra eða á jafnvægistauginni
, hún vill meina að öll einkenni bendi til þess
. Svo nú er bara að vona og sjá hvað verður, vonandi fer eitthvað að gerast og að það finnist eitthvað að henni svo hægt sé að hefja meðferð og laga þetta
. Gott í bili bæbæ.










Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.