Langur dagur

Já þetta er búið að vera langur dagur fyrir það fyrsta þá vaknaði ég snemma til að fara í vinnuna en ég var á morgunvakt í dag, nú þegar ég leit út þá var allt á kaf í snjó og þurfti ég að moka bílinn minn upp úr skafli lá við, nú svo var að komast í vinnuna en það gekk nú allt vel, ég fílaði mig eins og ég væri á traktor en þessi bíll minn er alveg frábær í snjó, það má segja að hann ösli allt, a.m.k. komst ég í vinnuna í morgun þrátt fyrir skafla hér og þar og heilmikinn þæfing, það var ekkert byrjað að moka hér í Kópavoginum og það var ekki fyrr en ég komst niður á breiðholtsbrautina sem að eitthvað lagaðist færðin, nú svo vann ég vitanlega til að kl. 16 en rétt um hádegisbilið hringdi pabbi í mig og lét mig vita að mamma hefði verið flutt með sjúkrabíl á spítala og Heiða systir hefði farið með henni en þetta er í annað sinn á 4 dögum sem hún lendir á spítala, sl. fimmtudag fór henni að líða eitthvað svo illa, fann fyrir miklum þyngslum yfir hödðinu, svima og almennu máttleysi, einnig hröðum hjartslætti og almennri vanlíðan en þá var hún í 3 tíma á spítalanum og síðan send heim en pabbi og Heiða fóru með henni, nú svo ég ákvað að fara upp á spítala til Heiðu og mömmu eftir vinnu, skaust reyndar að versla fyrst og svo fór ég upp á Borgó en þar var mamma á bráðamóttökunni og var búið að gera alls konar rannsóknir og tilraunir á henni en engin svör fengust nema það virðist ekkert finnast að henni, það sama var reyndar sagt sl. fimmtudag, nú þarna kom taugalæknir og gerði ýmsar athuganir, m.a. var hún send í CT og tekið hjartarit og allt eðlil. úr því, nú það kom þarna aðstoðarlæknir háls- nef- og eyrnalæknis og gerði fleiri tilraunir og rannsóknir og skoðanir, svo koma læknir frá lyflækningadeild og að lokum var ákveðið að leggja hana inn á gæsludeildina til að byrja með og halda áfram að rannsaka á morgun en þá var mamma búin að vera á bráðamóttökunni frá kl. 13:30 til 22:45 og orðin þreytt og slæm í baki, enda beddinn sem hún lá á var ekki ætlaður til langlegu.  Nú síðan var hún flutt rétt fyrir miðnætti upp á gæsludeildina og maður verður bara að vona að eitthvað fari að koma út úr öllum þessum rannsóknum og þeir finni hvað er að, því eitthvað er það, hún má alls ekki lyfta höfði þá svimar henni.  Þannig að ég skutlaði svo Heiðu heim rétt um miðnætti og er loksins komin heim til mín núna, ætla svo að kíkja á mömmu á morgun og vonandi fær maður einhverjar fréttir þá.  Eitthvað átti að gera fleiri rannsóknir sem bara eru gerðar á dagvaktinni.  Gott í bili bæbæ.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eg helt ad thu hefdir keypt ther JEPPA?  En hvad tharft thu ad moka hann upp ur skaflinum skrytid...tha tharftu ad kaupa annan stærri ef thessi dugar ekki. Thad er vonandi ad thad se ekkert alvarlegt ad mommu thinni og henni batni fljotlega kvedja fra Noregi Villi og Heidi og Benjamin

Villi og Heidi (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband