23.6.2008 | 22:00
Þórsmerkurferð og nýjar myndir
Jæja nú er ágætt að láta aðeins í sér heyra, það er ansi mikið búið að gerast hér og í mínu nánasta umhverfi frá því ég lét í mér heyrast síðast. Minnir að ég hafi eitthvað minnst á veikindi Finnboga, pabba barnanna minna síðast, nema hvað að hann greindist með briskrabbamein í byrjun des., og var honum ekki gefinn langur tími, en hann lést núna 12 júní sl. og var jarðsettur 18 júní, þannig að þetta er búið að vera mjög erfitt hérna. Finnbogi lenti á spítala aðfaranótt hvítasunnudags og voru miklar líkur á að hann myndi ekki hafa nóttina af vegna þess hversu mikið hann kastaði upp af blóði, nema að það náði að stabilisera hann um nóttina og fékk hann aðeins lengri tíma, hann var samt á krabbameinsdeildinni þar til hann fór á líknardeildina þar sem hann lést svo. Jarðaförin var mjög fjölmenn, komu vinir hans bæði úr þjóðdansafélagi Reykjavíkur og einnig úr Komið og Dansið, einnig voru margir vinnufélagar hans þar viðstaddir og svo vitaskuld aðrir vinir og ættingjar en hann á 7 börn, eitthvað af barnabörnum, bæði beint og á ská og svo vitaskuld börn Sigrúnar og tengdabörn, bræður, makar þeirra og fleiri. Athöfnin var falleg en hún fór fram í Garðakirkju og var hann jarðsettur í kirkjugarðinum í Garðahverfi sem er mjög fallegur staður, hann hafði beðið Önnu Lísu dóttur okkar að syngja við jarðaförina sem hún og gerði og gerði hún það virkilega vel, var þetta sennilega sá fallegasti söngur sem fluttur var við jarðaförina.
En annað er það að ég og yngri dæturnar, Tinna og FJóla, ásamt Lappa fórum í Þórsmörkina með Hildi, Borgari og Tómasi, var þetta virkilega góð ferð og mjög fallegt í Mörkinni, þrátt fyrir rigningarskúri og smá vind var þetta skemmtileg ferð, gengum við aðeins um en aðal göngutúrinn var sennilega á leiðinni heim en þá gengum við inn í Stakkholtsgjá en þar var foss sem Fjóla vildi endilega sýna okkur, (hún hafði séð hann fyrir ca. 3 árum þegar hún fór með skólanum). Setti ég slatta af myndum inn á bloggið sem hægt er að skoða í albúmið "Landið okkar"
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.