Gleraugnaglámar

Já það má eiginlega segja það að við mæðgur séum gleraugnaglámar og það eru sko útgjöld í sambandi við þaðAngry , þannig er nefnilega að við mæðgur allt svo ég, Fjóla og Anna Lísa fórum allar í sjónmælingu sl. föstudag og vitanlega hafði sjónin versnað hjá okkur öllum, Anna Lísa er komin með að mig minni -2,25Errm og er með sjónskekkju á vinstra auga, Fjóla hafði eitthvað versnað a.m.k. nóg til þess að hún þarf ný gler í gleraugun sínFrown , enda var hún búin að tala um það í allt haust að hún væri hætt að sjá nógu vel upp á töflu í skólanum en hún er ef ég man rétt -1 og -0,75 og sjónskekkju á báðum augum,GetLost nú ég þarf vitanlega að vera öðruvísi en allir aðrir, eða eins og hún sagði sú sem mældi sjónina hjá okkur, "vinstra augað er bara í hakki" Undecided gaman að heyra það, en það er a.m.k. verra augað enda er ég með einhverja sjónskekkju á því og svei mér þá ef ég er ekki nærsýn á öðru og fjærsýn á hinuW00t (og biti aftan hægra eins og pabbi segir hahahahahahahahaGrin ).  En hvað um það þetta þýddi vitanlega heilmikil útgjöld fyrir mig, en ég lánaði Önnu Lísu helminginn í linsunum hennar en pakki með 3 mán. linsum kostar tæpar 6000 kr.Shocking en svo borgaði ég sjónmælinguna fyrir Fjólu og mig vitanlega en það kostaði 3200 kr. eða 1600 kr. á mann svo þurfti ég að borga glerin fyrir mig og Fjólu en hennar gler kostuðu rúmar 13000 kr. og mín eitthvað 22 eða 23000 kr. Crying svo alltaf þarf maður að borga eitthvað.  Nú svo eru vitanlega jólin að koma og er ég búin að kaupa slatta af jólagjöfum,Wizard byrjaði reyndar í september að kaupa þær svo þetta týnist allt smátt og smátt saman og útgjöldin aukast smátt og smátt eftir því sem nær dregur jólumHalo .  Nú svo er ég að fara í próf á fimmtudaginn og er mér ekkert að ganga að muna það sem ég er að lesa fyrir þaðSleeping en þetta er enn eitt lyfjafræðiprófið verður núna prófað úr Húðlyfjum og Geðlyfjum og jafnvel eitthvað úr hjartalyfjum, ég held bara að ég endi á geðlyfjum fyrir lokaprófið, a.m.k. held ég að mér veiti ekki af einhverju róandi og kvíðastillandi W00t fyrir lokaprófið í lyfjafræði, þetta er ekki neitt smá magn sem maður verður að læra í þessu fagi, að mínu mati langt út fyrir það sem ég sem sjúkraliði þarf að kunna.  En nú læt ég gott heita, held að ég fari að druslast í bólið Sleeping en kl. að verða 12 á miðnætti, svona er þetta þegar maður er á kvöldvakt, aldrei farið að sofa á skikkanlegum tíma he heTounge

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband