12.11.2006 | 17:44
Ég á frí jeij
Já ég á sko frí í dag svei mér þá enginn skóli og engin vinna
, ég man bara ekki hvenær ég átti frí heilan sunnudag síðast, en ég hef sko notið þess, svaf alveg til kl. 10:30 í morgun
en það hefur nú ekki gerst heldur í langan tíma að ég hafi sofið svona lengi frameftir en síðan fór ég í messu með Tinnu kl. 11 en hún er nú alveg að vera búin að ná sér í þessa 10 stimpla sem hún þarf að hafa, vantar bara einn en en hann þarf hún að hafa á aðventunni.
Nú síðan eftir messu skutlaði ég skottunum mínum í sund í sundhöll Reykjavíkur og reyndar var Davíð frændi þeirra með þeim en hann var víst í bænum þessa helgina
, fór svo og sótti mömmu og við skruppum í Kringluna, skröltum þar um í góða stund, skruppum á kaffihús og skoðuðum í búðir,
en fór síðan og sótti krakkana aftur enda kominn tími á Davíð þar sem hann var víst að fara norður aftur, skutlaði svo mömmu heim og fór í búð og síðan út á Geirsnes með Lappa minn og svo heim. Núna er ég búin að sitja við tölvuna dágóða stund og gera Exel verkefni B fyrir UTN tímann og reyndar búin að senda það til kennarans
, svo að því verkefni er lokið allt svo Exelverkefni A sendi ég í síðustu viku og núna er B-verkefnið líka búið. Nú svo á ég von á Önnu Lísu minni í mat og ætlum við að hafa pítu sem er bara fínt, en núna er ég að hugsa um að setjast niður og sauma út
, þetta hefur skotgengið hjá mér að sauma út, er búin alveg með neðri myndina og er byrjuð á efri partinum svo að það fer að koma að því að sauma þetta saman og kannski næ ég að klára þetta fyrir jól he he.
Gott í bili bæbæ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.