Útskriftir o.fl.

Jæja þá erum við Anna Lísa loksina útskrifaðar, ég lauk mínu sjúkraliðaprófi og hún stúdentsprófi föstudaginn 23 maí sl. og vorum við með smá veilsu í tilefni þess í gær, laugardaginn 24 maí sem tókst frábærlega vel, það var svo sem ekkert fjjölmenni sem mætti má segja að það hafi verið fámennt og góðmennt, vinkonur mínar úr saumaklúbbnum mættu og vitaskuld Hildur og sonur hennar, foreldrar mínir, systkyni og makar þeirra og börn, einnig föðurbræður Önnu Lísu og vinir hennar og bræður hennar og systur, en eins og ég sagði var þetta bara mjög góð stund sem við áttum þarna saman, þetta var svo búið á þeim tíma að við náðum heim til að horfa á eurovision.  Það að ísland skyldi ná 14 sætinu í því er ég bara þokkalega sátt við, Rússneska lagið sem vann var að mínu mati bara nokkuð gott, einnig það gríska og úkrainska en eins og alþjóð veit voru þessi lönd í 3 efstu sætunum.

Nú annað er það að frétta að Kiddi og Fjóla eru búin í skólanum þessa önnina og náði Kiddi öllum sínum prófum með stæl vitaskuld, Fjóla náði öllu nema stærðfræðinni en hún er alveg sátt við að þurfa taka það upp aftur, hún vonast til að ná því þá þeim mun betur upp á framhaldið að gera.  Tinna er að byrja í prófum þessa dagana en hún er nýkomin frá Danaveldi en hún fór í það ferðalag með skólanum, þau komu heima aftur sl. miðvikudagskvöld eða eiginlega aðfaranótt fimmtudag þar sem að þau lentu ekki fyrr en um 00:30, hafði orðið einhver seinkun á fluginu en upphaflega áttu þau að lenda 22:40.  Skilst mér á Tinnu að þetta hafi verið meirihátta skemmtileg ferð, hafði hún reyndar áhyggjur af pabba sínum þar sem hann liggur veikur á spítala en ég hafði talað við kennarana sem fóru með út og lét þá vita um ástandið á honum svo hún gat fengið að hringja í hann þegar henni langaði til þess og einnig var fylgst vel með henni ef það sást að henni leið illa út af þessu. 

Nú annað er það að það er búið að vera mjög gott veður fyrir gróðurinn sem varð til þess að ég fór að slá garðinn í dag og held ég bara að þetta sé í fyrra lagi í ár að fyrsti sláttur er hjá mér, var grasið orðið ansi loðið svo ekki veitt af slætti, ég hef undanfarið verið að reyna aðeins að snyrta beðin en arfnn er ansi framsækinn, ætla ég að kíka á morgun eða hinn hvort ég eigi ekki einhverstaðar eitur á arfann, er voðalega löt við að reyta he he. 

Annars var ég að hætta á A5 þann 18 maí og byrja ég aftur á Hrafnistu á morgun, geri það nú bara vegna þess að ég á gott sumarfrí inni hjá þeim en svo hætti ég á Hrafnistu í sumar og fer í frí en byrja svo aftur á A5 í byrjun september svo þetta verður bara fínt, fer í 80% vinnu og þarf af í 50% næturvaktir. ætla að prófa það og vonast til að geta haldið það út á meðan ég er að ná niður yfirdrættinum og losna aðeins við skuldi he he.  Jæja læt gott heita í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband