Tónleikar og fleira

Já jæja ég fór á hausttónleikana hjá Skólahljómsveit Kópavogs í gær og var það bara virkilega gaman Smile  en hún Tinna mín æfir með B-sveitinni á saxófón, reyndar tók ég upp B-sveitina að spila og kannski einhverntíman í framtíðinni get ég sett inn smá brot af þessum tónleikum þeirra þ.e.a.s. þegar ég hef einhverntíman öðlast þá þekkingu að geta sett videómyndir inn í tölvuna Blush , en hvað um það þetta voru stórgóðir Tónleikar og voru lög úr öllum áttum spiluð, m.a. spilaði B-sveitin lag úr Harry Potter myndunum sem voru virkilega flott útfærð Joyful og C- sveitin spilaði lagið Legend of Zorro sem var alveg meiriháttar flottGrin .  Nú svo í dag var ég búin í skólanum kl. 14:10 þá dreif ég mig heim og gerði eitt stykki hjúkrunarverkefni en síðan ákvað ég að skreppa í Garðheima með skottunum mínum og versla svolítið til jólakortagerðaHeart og í jólakúlur sem þær ætla að geraHeart , en einnig fórum við í Föndru og keyptum eitthvað af þrívíddar myndum til að nota í jólakort, þetta verða voða fín jólakort Joyful eins og alltaf hjá okkur, ég ætla reyndar helst að vera búin að senda jólakortin í fyrstu viku des. eins og alltaf og líka þarf ég eiginlega að vera búin að baka fyrir næstu mánaðarmót Errm svo ég geti alveg einbeitt mér að prófunum þegar þar að kemur, svei mér þá ef mér er ekki þegar farið að kvíða þessum 2 prófum sem ég þarf að fara íSick , en það verður bara að harka af sér og vona það besta þ.e.a.s. að ég nái þessum prófum he he, því annars er ég bara í vondum málumCrying .  Nú þegar við mæðgur vorum búnar að versla í Garðheimum og Föndru ákváðum við að fara í Smáralindina og eiga saman sukkdagTounge , eða þannig en þá förum við saman á kaffihús og fáum okkur eitthvað virkilega gott, reyndar skoðuðum við í hinum og þessum verslunum fyrst en fórum svo á kaffi Adesso og þær fengu sér panini og gos og muffins í eftirrétt en ég fékk mér ostapasta með kjúklingabringu og vatnsglas Wizard og þetta var virkilega skemmtilegt að sitja þarna saman og borða góðan mat og spjalla en við ákváðum að gera þetta einu sinni í mánuði og er þetta reyndar í þriðja sinn sem við eigum saman góðan sukk dag he he.Grin , fyrst í september, svo í október og svo núna.  Nú annað er svo sem ekkert að frétta annað en það að ég er að fara í þriðja lyfjafræðiprófið næsta fimmtudag Angry en ég er ekkert farin að lesa fyrir það, Sideways finnst nóg að byrja á því í næstu viku, reyndar er ég að vinna alla næstu viku en þetta hefst allt einhvernvegin eða ég vona það.  Jæja læt gott heita bæbæ. Sleeping

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband