6.11.2006 | 16:03
Voða dugleg
Jæja þá er nú mánudagurinn runninn upp og enn ein vikan hafin, ég fór vitanlega í skólann í morgun og var fyrsti tíminn hjúkrun verkleg og í dag vorum við að kanna lífsmörk hvor annarrar og uppistaðan var sú að ég er dauð a.m.k. fannst enginn blóðþrýstingur hjá mér he he. Við áttum sem sagt að mæla öndun, púls og blóðþrýstingin og að mæla hann er nú bara erfiðari en maður heldur, það heyrist svo afskaplega dauft hljóð nema hvað að við unnum saman tvær og tvær og sú sem var með mér byrjaði að leika sjúkling, nú ég mælti öndun og púls loksins þegar ég fann hann en það var nú ekki auðvelt en svo þurfti ég 3-4 tilraunir áður en mér tókst að mæla blóðþrýsting því við vorum með þessa gömlu handpumpu mæla og hlustunarpípur he he bara alvöru græjur. Nú svo var ég sjúklingurinn og sama sagan endurtók sig, hún mældi öndun hjá mér og púls og gekk henni svona þokkalega að finna púlsinn en svo vandaðist málið, hún heyrði aldrei neitt í hlustunarpípunni þannig að ég er bara ekki lifandi eða þannig, en málið er það að æðarnar liggja svo afskaplega djúpt hjá mér svo það er frekar erfitt að mæla blóðþrýstinginn. Nú þegar heim var komið skrapp ég aðeins í Smáralindina og keypti mér blek í prentarann og síðan heim aftur og er búin að sitja við saumavélina síðan við að falda og stytta gardínur, sem sagt búin að vera alveg ógeðslega dugleg, faldaði kappana sem eyga að fara í stofuna og stytti þær gardínur sem eru fyrir langa gluggann og einnig stytti ég gardínurnar inni hjá Tinnu en þær eru líka fyrir langna gluggu, faldaði storísinn svo að ég gat sett stöng inn í hann og nú er kominn storís fyrir langa gluggann hjá Tinnu þannig að nú er henni óhætt að draga frá glugganum. Svo er ég að fara á verklegt líkamsbeitingarnámskeið kl. 18 niðri á gamla Borgó það verður ábyggilega eitthvað fróðlegt. Gott í bili bæbæ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.