5.11.2006 | 18:50
Helgarlok
Jæja þá er þessi helgin að klárst, það er búið að vera mikið að gera hjá mér (sem er svo sem ekkert nýtt) en ég er búin að vera að vinna alla þessa viku og vitanlega helgina líka, nú svo er ég búin að vera í skólanum og svo bættist á mig núna þessa helgi líkamsbeitingarnámskeið, en á föstudaginn og laugardaginn vorum við í bóklegum tímum og strax eftir fyrsta hálf tímann á laugardaginn var ég nú bara alveg við það að sofna en það námskeið stóð frá kl. 13 - 16 svo í fyrstu pásu dreif ég mig út í bíl og náði í saumadótið mitt og eftir það sat ég og saumaði út og hlustaði á kennarann, nú eins fór með laugardaginn en þá vorum við á námskeiði frá kl. 09 - 12 og ég sat meira og minna og saumaði út í ca. 3 tíma, síðan dreif ég mig heim og skutlaði Tinnu minni niður í Rauðagerði en þar var skjólahljómsveitin í upptökum en hún er að gefa út CD næsta ár í tilefni stórafmælis síns, nú svo fór ég heim og sótti Fjólu og við skruppum í Sappo en þar var svo sem ekkert spennandi að sjá og svo í Ikea en ég þurfti að kaupa mér gardínustangir og festingar og fleira svo nú er ég búin að kaupa allt til að geta skipt um gardínur í stofunni, nú þarf ég bara að finna mér tíma til að setjast niður við saumavélina til að falda endana á köppunum og stytta síðari gardínurnar, bæði hjá mér og svo í herberginu hennar Tinnu, nú svo verð ég einhvernvegin að plata pabba í heimsókn með borvélina sína he he. Nú síðan fór ég í Bónus og verslaði pínu og síðan að vinna og ég get svo svarið það þetta var sennilega versta vakt andlega séð sem ég hef unnið, heimilisfólkinu fer sífellt hrakandi og þeir sem eru heilabilaði verða ennþá heilabilaðri og já þetta var bara virkilega erfið vakt andlega séð en ég lifði hana af og mætti aftur í morgun en í dag var aðeins auðveldari vakt eða bara eiginlega fín vakt en svo þarf ég að mæta á morgun í verklega líkamsbeitingu uppi á gamla Borgó frá kl. 18 - 22 þannig að ég varð að skipta út vaktinni minni á morgun og verð því að vinna á þriðjudagskvöldið í staðinn og verð því að sleppa saumó buhu, en svona er þetta, það verður víst ekki á allt kosið. Nú svo er hún Anna Lísa mín komin aftur heim frá Hveragerði og gekk henni bara alveg frábærlega vel eða það fóru 3 kg., ég er rosalega ánægð með þann árangur hjá henni. En nú er best að hætta þessu bulli og fara að snúa mér að matseldinni. bæbæ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.