Vorverkin að hefjast:

Jæja ætli það sé ekki kominn tími til að láta heyra eitthvað frá mér svona bara til að láta vita að ég sé á lífi enn þá Smile.  Nema hvað að núna er allur gróður að koma til og hef ég haft mikið gaman að fylgjast með garðinum mínum þegar allar plönturnar eru að lifna og byrja að grænka og blómstar, reyndar fór illa fyrir stórblóma krókusnum mínum en hann kól og dó bara fljótlega eftir að hann var kominn í fullan blóma vegna þess að það fraus eina nóttina en svona er það nú, en svo er ég með blóm sem heitir Íris og hún er í fullum blóma og búin að breiða mikið úr sér hér við gangstéttina hjá mér, virkilega flott að sjá hana.  Einnig er ég með minni krókusa úti í beði sem eru á fullu að stinga sér upp og byrjaðir aðeins að blómasta þeir eru gulir, ljós lilla og hvítir á litinn, mynda hring í kringum tjörnina hjá mér og eru virkilega flottir að sjá.  Nú þegar allt fer að lifna svona í garðinum að þá langar mig svo til að byrja að hreinsa allt og gera fínt en manni er víst ráðlagt að gera það ekki strax vegna hættu á frosti.  En ég fór nú samt í það í dag að raka öll laufblöðin í innkeyrslunni hjá mér í dag og einnig af túninu á morgun er ég svo að spá í að kantskera hjá mér beðið við innkeyrsluna og hitt sem er á milli lóða, ekki veitir af því þar sem grasið sækir stíft inn í beðin, ekki gott.  Einnig er ég að spá í að klippa glansmispilinn hjá mér svolítið hressilega niður, fannst hann heldur hár í fyrrasumar hjá mér og svo vitanlega snyrta glansmispilinn sem er við innkeyrsluna líka, tek reyndar eftir því að það vantar eins og eina plöntu hjá mér, sennilega hefur hún ekki lifað af svo ég þarf að fá mér eina gljávíðirsplöntu og setja niður í næsta mánuði.  Það er ágætt að vera búin að hreinsa, kantskera og klippa fyrir mánudaginn þar sem að það verða sorphreinsunardagar í næstu viku þannig að ég get losað mig við garðúrganginn út á gangstétt og aðrir hirða það fyrir mig. 

Nú það sem annað er að frétta héðan að nú nálgast skólalok hjá krökkunum mínum a.m.k þeim sem eru í framhaldsskóla, 3 dagar eftir í kennslu og svo eru bara prófin eftir hjá þeim.  Anna Lísa var að dimmitera í gær og skilst mér á henni að það hafi verið mikið stuð, fóru krakkarnir úr Ármúlskólanum upp á klædd sem Kærleiksbirnirnir um bæinn og víða.  Fjóla hefur verið mjög dugleg að keyra og hefur náð heilmiklum framförum frá því hún tók prófið, hún er enn að borga það en það kemur allt saman.  Hún þarf að taka 4 lokapróf og vona ég innilega að hún nái þeim öllum svo hún geti haldið áfram með nýtt námsefni næstu önn.  Ég er ekki viss um að Kiddi þurfi að taka nein próf, hann hélt kannski eitt en var ekki viss, hann er búinn að fá vinnu hjá Marel í sumar og skilst mér að það sé mjög góður vinnustaður og ef allt gengur vel í sumar gæti hann haldið áfram næsta vetur með skólanum og held ég að það sé bara frábært.  Nú Anna Lísa er að hætta á 12E a.m.k. í sumar og fer í blóðtökurnar, fær hún góða þjálfun til að byrja með og held ég þetta verði henni bara til framdráttar, eitthvað er hún svo að spá í meira nám með haustinu.  Nú það helsta af mér er það að ég hef unnið mjög mikið og sjaldan í fríi, er í 100% vinnu og tek líka aukavaktir.  Sl. viku var ég ansi oft á næturvöktum en ég kann mjög vel við mig þarna á bæklun og ætla að reyna að fá vinnu þar með haustinu.  Finnst mér frábært að fylgjast með bata fólksins og sjá það labba út, vissulega fáum við inn tilfelli þar sem gamalt fólk dettur og brotnar illa og við erum ekki að losna við það aftur fyrr en jafnvel eftir einhverja mánuði en sem betur fer er það mjög sjaldgæft.  En nú læt ég gott heita.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband