3.11.2006 | 08:27
Jæja
Jæja ætli sé ekki best að koma hérna inn og segja eitthvað, annars hef ég eiginlega ekki frá neinu að setja núna annað en það að það er kominn nýr mánuður og óðum að styttast í jólin eða þannig,
maður gæti a.m.k. haldið það miðað við hvað kaupmenn er snemma komnir með jólavörurnar, ekki þar fyrir utan að það er alltaf gaman að skoða jóladót
en mér finnst þetta allt of snemmt að koma með það í verslanir í október, í lagi svona um miðjan nóv. helst ekki fyrr. En hvað um það, það er búið að vera svo sem nóg að gera hjá mér í skóla og vinnu en þetta er vinnuvikan mín en núna eru búnar 4 vaktir og 4 eftir sem sagt hálfnuð og svo í dag er ég að fara á líkamsbeitingarnámskeið en það er í dag og á morgun en það eru bóklegu tímarnir og svo verður eitt kvöld í næstu viku en þá verður verklegur tími, eitthvað fróðlegt að vera á því
. Þannig að dagurinn í dag er þannig að ég mæti í skólann kl. 11:40 til 12:40, mæti síðan á námskeiðið kl. 13 - 16 og svo beint í vinnu til 23:30 ekki mikil viðvera heimahjá mér í dag,
sem er svo sem allt í lagi mín vegna en dætur mínar ekki alveg nógu sáttar en vita að þetta er nú bara tímabundið en eru þær svo duglegar að bjarga sér þessar skottur
. Nú annars er Fjóla bara mjög ánægð í vinnunni og var að fá sín fyrstu laun í gær sem var um 16000 kr. sem hún var bara alsæl með en það var fyrir ca. 20 tíma vinnu, gæti orðið eitthvað meira um næstu mánaðarmót. Tinna ekki alveg nógu sátt
við þetta hún vill líka fara að vinna á Subway og fá meiri pening og þurfa ekki að vakna til að bera út blaðið
, ég sagði að hún yrði þá bara að tala við verslunarstjórann hjá Fjólu og vita hvenær hún getur tekið hana í vinnu he he
. En nú læt ég gott heita ætla að fara að reyna eiga við Exel verkefni hérna í tölvunni í sambandi við UTN tímana
. Bæbæ.









Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.