31.10.2006 | 00:29
Það er nú það
Jæja þá er ég orðin árinu eldri en ég var í gær (fyrradag) eða þannig, reyndar er afmælisdagurinn minn liðin þegar ég sest loksins niður við tölvuna en ég var vitanlega að vinna eins og venjulega á mánudögum, annars gerðist svo sem ekkert merkilegt í dag nema hvað ég fór í próf í UTN, það var próf í PowerPoint hlutanum og gekk mér bara nokkuð vel held ég
, eini gallinn við þetta að þegar ég byrja þá flýgur tíminn svo hratt að ég var eiginlega að renna út á tíma, en þetta hafðist allt saman, smá byrjunarörðugleikar en svo kom þetta allt saman og mér tókst að skila á réttum tíma
. Nú svo fór ég með brauðtertuna í vinnuna sem ég hafði skreitt í gærkveldi og smakkaðist hún bara alveg ljómandi vel heyrðist mér á öllum sem fengu sér af henni, meira segja var hún það vel útilátin að næturvaktin fékk líka
, ég mætti reyndar frekar snemma í vinnuna í dag svo að morgunvaktin fengi nú aðeins að smakka hana líka og voru þær mjög ánægðar með það. Nú vaktin var bara fín, róleg og góð eins og flesta daga. Já svo er hún Anna Lísa mín komin austur í Hveragerði og verður þar í viku en þetta er seinni innlögnin á NFLÍ og það verður gaman að fylgjast með henni hvernig gengur þessa vikuna, ég vona bara svo innilega að allt gangi vel hjá henni, hún var og er orðin svo dugleg að taka sig á og ég og fleiri vorum farin að taka eftir því hvað hún er farin að renna svo að nú vona ég bara að hún taki á honum stóra sínum og nái af sér a.m.k. 2-3 kg.
eða það má a.m.k. vona það. Sendi henni hér með baráttukveðjur og stattu þig svo stelpa eða þannig. Jæja best að hætta þessu bulli og koma sér í háttinn, held að það sé komið eitthvað svefnrugl í mig. Læt gott heita í bili bæb.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.