Góður dagur

Já dagurinn í dag var bara virkilega góður en ég var að halda upp á 45 ára afmælið mitt, reyndar verð ég ekki 45 fyrr en á morgun en það er bara allt í fína, ég var með kaffisamsæti fyrir fjölskylduna og mína nánustu vini og komu flest allir sem ég hafði nefnt þetta við eða allt svo pabbi og mamma, Heiða systir og hennar fjölskylda, Steinar bróðir og frú og þeirra dóttir, nú svo kom Hildur vinkona og hennar sonur og unnusti Ragnheiður vinkona og hennar unnusti og sonur hennar, svo kom vitanlega Svava vinkona og dætur hennar tvær og svo vitanlega Anna Lísa, Fjóla, Tinna og Kiddi voru öll þarna líka þannig að þetta var bara virkilega skemmtilegur dagur, ég fékk vitanlega margt skemmtilegt m.a. nóvemberkaktus frá bróður mínum en hann þrjóskast enn við að gefa mér lifandi blóm vitandi að mér er ekkert að ganga að halda þeim lifandi en kannski tekst það núna þetta er jú kaktus og þeir eiga víst að lifa af eyðimerkustorma he he, nú svo fékk ég voðalega flottann spegil frá syni mínum, og tvær styttur í jólasveinasafnið mitt en það var Skyrgámur frá Svövu og Grýlu frá Raghneiði og co., nú svo fékk ég gardínur í stofuna frá foreldrum mínum, body lotion og body spray frá systur minni og co og fl.  Nú ég var vitanlega búin að baka heilmikið og eitthvað er nú eftir að gúmmelaðinu en það er allt í lagi, það klárast örugglega á næstu dögum, nú svo bjó ég til brauðtertu til að fara með í vinnuna annað kvöld, vona bara að hún smakkist vel og verði etin upp til agna.  Nú annars er bara allt gott að frétta héðan, var reyndar á aukavakt sl. nótt, Anna mín var eitthvað slöpp og hafði víst hringt sig inn veika svo ég tók vaktina sem var bara fínt var með Brynhildi á vakt og hún er alltaf hress og gott að vinna með henni, reyndar var nóttin róleg svo maður gat aðeins unnið í heimanáminu og saumað eitthvað út.  En svo er ég að byrja á minni vaktaviku á morgun þannig að nú vinn ég næstu 8 daga í streit en það er allt í lagi.  Jæja læt gott heita bæbæ.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband