26.10.2006 | 15:40
Snjór og rigning
Já það er ekki ofsögum sagt að þetta blessaða veður hér á landi er furðulegt, í gærkvöldi þegar ég var að fara heim úr vinnu um miðnætti snjóaði og þegar ég kom hérna á Álfhólsveginn var bara alhvít jörð nú svo í morgun þegar ég vaknaði þá var komin úrhellisrigning og er enn. Reyndar fékk ég að sofa til kl. 9 í morgun því að skotturnar eru í vetrarfríi frá skólanum í dag og á morgun og svo er starfsdagur hjá þeim á mánudag eða réttara sagt kennurum svo þá eru þær í fríi líka og ég átti ekki að mæta fyrr en 10:35 í skólann svo að maður svaf bara sem fastast til 9. En annars er allt gott að frétta, dagarnir fljúga áfram hérna svo hratt að maður nær ekki að vera með. Ég hef verið að leita mér að kettlingi en svo frétti ég að læðan sem átti Grímu er kettlingafull svo Tinna hringdi í eiganda hennar í gær til að fá betri fréttir af þessu og hann sagðist reyndar ekkert vita hvenær hún ætti að eiga en það yrði fyrir jól, lofaði að láta okkur vita þegar hún væri búin að gjóta og að við gætum fengið kettling, komið að skoða fljótlega eftir að hún væri búin svo ég er ákveðin í að bíða eftir því vegna þess að Gríma var einstaklega skemmtilegur karakter og ég vonast til að fá svipaðan kettling og hún var þó að hún verði ekki eins þá veit ég a.m.k. hvað ég fæ, sem sagt frábæra kisu svo er bara vonast til að kisan eignist eitthvað af læðum he he. Jæja verð víst að fara snúa mér að lærdómnum, er svo að fara á aukavakt sem stubbur (5 - 10 vakt) á eftir svo gott í bili bæb.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.