Kattholt

Ja það er lítið að frétta frá því síðast nema hvað ég skrapp í Kattholt í dag þar sem við mæðgur erum að spá í að fá okkur aðra kisu, nema hvað að ég hafði það á tilfinningunni á meðan á heimsókninni í Kattholti stóð að forstöðumanneskjan sem rekur staðinn vildi helst ekkert láta okkur fá kisu, fyrir það fyrsta þá var hún ekkert að sinna okkur þegar við komum á staðinn, sat bara og talaði í símann og síðan var hún eitthvað að skoða pappíra og fleira nú að lokum spurði hún okkur hvort að við værum komin til að skoða kisur og við játtum því, þá rétti hún mér blað sem var formlega skýrsla varðandi ættleiðingu kisu úr Kattholti og var þetta skýrsla upp á 3 síður sem ég þurfti að fylla út og þvílíkt magn af spurningum sem þurfti að svar, jæja allt í lagi með það, nú svo spyr hún hvort að ég sé að leita að einhvejru sérstöku og ég segi að ég vilji helst unga læðu ca. 2 - 3 mán., þá segir hún að hún sé bara með eina gráa og hvíta sem sé 3 mán., og hún skuli sýna mér hana, ég spyr þá hvort að hún hafi ekki fleiri og var hún afskaplega treg til að sýna okkur hvað hún var með, en að lokum hleypir hún okkur inn í herbergi sem var fullt af kisum, bæði í búrum og svo var varla þverfótandi fyrir þeim um allt gólf, allt í lagi  með það nema hvað hún vill helst ekki að við séum neitt að skoða þær að ráði, bendir okkur á þessa litlu gráu og hvítu og segir að hún sé það eina sem hún hafi núna, hinar tvær sem voru í sama búri sé búið að gefa, við spurjum hvort við megum aðeins halda á henni og leyfir hún það þó frekar treglega og eiginlega tók hana af okkur strax aftur, segir svo að ef við séum að spá í hana þá getum við ekki fengið hana fyrr en á morgun því að hún þurfi að láta dýralækni líta á hana því að ein af kisunum í búrinu hafi eitthvað verið að hnerra og til öryggis þurfi sennilega að bólusetja hana.  Við ákváðum ekkert þarna en báðum samt um að láta taka hana frá til morguns og ég verði þá komin um 2 leytið ef af verður.  Er heim var komið vorum við eiginlega búnar að ákveða að taka hana ekki, mér fannst hún virka eldri heldur en konan sagði og bara viðmótið þarna var eitthvað svo leiðinlegt að mínu mati.  Svo fréttum við reyndar af því að mamma Grímu væri kettlingafull og færi að gjóta svo ég ætla að tala við eiganda hennar í vikunni eða á mánudaginn og vita hvenær hún eigi að eiga þá viljum við gjarnan fá kettling frá honum aftur, sérstaklega þar sem Gríma var svo skemmtilegur karakter.   Annað er svo sem ekki að frétta nema hvað ég fékk úr lyfjafræðiprófinu í dag og fékk ég 6,5 úr því og var bara ánægð með það þar sem mér var ekkert að ganga allt of vel í því. Gott í bili bæbæ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband