23.10.2006 | 15:51
Ég er að baka
Já nú er ég sko að baka og baka eða þannig, en ég á víst afmæli bráðum eða nánar tiltekið næsta mánudag og ætla ég reyndar að hafa smá kaffi fyrir fjölskylduna og vini á sunnudaginn en þá er ég í fríi verð að vinna og í skóla á mánudaginn, nú svo er ég reynar með saumaklúbb annað kvöld svo ég er að baka fyrir það líka en það er nú bara eitthvað smá eins og tvær kökur eða svo, við í saumó höfum ekkert gott af mikið af kökum eða þannig, a.m.k. ekki ég. Nú ekkert varð úr skóla hjá mér í dag, mætti galvösk kl. 8 í morgun og fór heim aftur 5 mín. seinna, Hjúkrunarfræðikennarinn er enn veikur og mætir reyndar ekki á morgun heldur og ekki nóg með það heldur sú sem kennir mér lyfjafræði og tölvuna voru báðar veikar líka, eða a.m.k. fjarverandi í dag. Svo ég ákvað bara að nota daginn til að baka, byrjaði reyndar á því að skreppa með Svövu, en hún er með mér í hjúkrun, heim og fá mér kaffi, svo fékk ég sms frá Önnu Lísu minni um að koma í intersport og kíkja eitthvað meira því að hún var í tvöföldu gati, hún er nefnilega með mér í lyfjafræði og svo var íslensku kennarinn hennar líka veikur en það voru reyndar 7 kennarar veikir í dag eða fjarverandi, ég veit nú bara ekki hvað er í gangi hvort að þetta sé flensan eða hvað. Fjóla mín er enn voðalega sorgmædd vegna örlaga Grímu litlu og saknar hennar mikið, hún er búin að koma með Perlu inn í hvert sinn sem hún kemur heim, held að hún sé að reyna passa upp á það að hún fari ekki fyrir bíl líka, Tinna brást öðruvísi við, hún eiginlega skrifar sig frá þessu á spjallsíðu sem hún er á en vissulega var hún mjög reið og sorgmædd en grét þó ekki eins og Fjóla, Fjóla grét í marga klst. í gær og er frekar döpur enn í dag, ég ákvað eiginlega að við myndum fá okkur aðra kisu til að lina sárustu sorgina en reyndi jafnframt að útskýra fyrir Fjólu að við máttum og megum alveg eiga von á svona löguðu allt svo að kisurnar okkar verði fyrir bíl, það er það mikil umferð hérna framhjá húsinu okkar og Gríma var svo forvitin, ef hún var út á götu og það var að koma bíll þá stóð hún bara kyrr og horfði á bílinn nálgast sig, hún hafði oft sloppið á síðustu stundu en maður vonaði alltaf að hún myndi sleppa alltaf. Við höfum verið að skoða síður og auglýsingar með kettlingum en ég vil þá reyna fá eins ungan kettling og hægt er til að hann venjist hundinum og að Perla sætti sig við hana, og það verður víst að vera læða. Jæja gott í bili, verð að halda áfram að baka.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.