Sorg á heimilinu

Grima fædd í byrjun mars 2005 - dáin 22 október 2006  Blessuð sé minning hennar.

GrátaGrátaGrátaGrátaGráta

Já það ríkir sorg á okkar heimili í dag þar sem ökuníðingur keyrði á kisuna okkar og drap hana, keyrði síðan burt eins og ekkert væri en sem betur fer kom þar að annar bíll sem sá kisuna okkar á götunni, færði hana yfir á gangstétt og eigandi sá bíls hringdi svo í mig og lét mig vita hvað hafði gerst og hvar hún væri sem var reyndar bara hérna fyrir utan hús nr. 147 sem er næsta hús við okkar, Gríma litla hefur sennilega bara verið á leiðinni heim þegar hún varð fyrir bílnum en við höfum reynt að hugga okkur við það að hún hefur dáið strax og ekkert kvalist hún var svo illa útlítandi.  Þessi litla kisa okkar hefur fært okkur margar gleðistundir, hún var afskaplega forvitin og skemmtilegur karakter, óttalegur púki var samt í henni og hafði hún unin af því að stríða eldri kisunni okkar og espa hana upp í að elta sig sem tókst nú ekki ósjaldan, reyndar voru þær orðnar hinu mestu mátar þegar skyndilegum dauða Grímu bar upp á.  Hennar verður sárt saknað hér á heimilinu, hún gaf okkur svo mikið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband