Syfjuð

Já núna er ég svolítið mikið syfjuð en ég ætla að reyna halda mér vakandi til svona ca. 6 eða 7, þannig er nefnilega að ég vaknaði kl. 5 í morgun til að koma skottunum mínum af stað með morgunblaðið, það gekk ekkert allt of vel því Fjóla var svo syfjuð og langaði ekkert til að vakna en að lokum tókst það og ég gat lagst upp í aftur þá var kl. rúml. 05:30 en þá hringdi Kiddi sonur minn í mig og bað mig að sækja sig niður í bæ, hann hafði farið eitthvað með vinum sínum og fékk sér í glas og síðan varð hann viðskila við þá og komst ekki heim, enginn strædó á þessum tíma og hann átti ekki fyrir leigubíl, nú ég varð vitanlega að renna eftir stráknum í bæinn og þegar heim var komið þá var ég svo vel vöknuð að ég ákvað bara að keyra út í hverfi til stelpnanna og hjálpa þeim að bera út, nú kl. var orðin 06:30 þegar það var búið og þá gat ég loksins lagt mig aftur í ca. 40 mín. en þá varð ég að fara á fætur og í vinnu, reyndar fékk ég að fara kl. 14 úr vinnunni þar sem ég á næturvakt líka í kvöld og þess vegna ætla ég ekki að fara sofa fyrr en um 6 eða 7 leytið svo að ég haldist vakandi í nótt, vona bara að mér takist að sofna í kvöld til svona 22:30 helst en á að mæta 23:30 í vinnu, svo er bara að vona að nóttin verði róleg og afslöppuð en það er misjafnt hvað gengur á á nóttunni.  Nú annars er bara allt gott héðan að frétta, kíkti aðeins í Smáralindina áðan aðallega vegna þess að stelpunum langaði að máta skauta í Intersport, en Tinna er að æfa skauta og Fjóla er að spá í að byrja líka.  Svo er Fjóla að fara vinna á eftir en hún er kvöldvakt núna og morgunvakt í fyrramálið svo hún ætlar að gista hjá afa sínum og ömmu í nótt en Tinna er að fara að passa í kvöld.  Nú svo er ég að spá í að kíkja í nýju Europris verslunina sem var verið að opna í dag, fyrst hún er hérna í Kóp. Læt gott heita í bili, bæbæ.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband