17.3.2008 | 19:08
Fjóla komin með bílpróf
Já jæja ég mátti til með að deila með ykkur ánægju minni með dóttur mína en hún fór í bilprófið í dag og vitaskuld náði hún því, hún er ekki neitt smá ánægð með það þar sem henni kveið svolítið fyrir þessu og var létt þegar þessu var lokið og hún náði. Á morgun getur hún farið á skriftofu sýslumanns og náð í bráðabirgðarskírteini en svo fær hún ökuskírteinið vonandi fljótlega. Reyndar verður hún sennilega í allt sumar að borga upp ökutímana en það er allt í lagi, þetta hefst allt með tímanum he he. En nú eigum við Fjóla mín skemmtilegt verk fyrir höndum, það er nefnilega að skreppa nokkuð oft í bíltúr, stutta túra á meðan hún er að ná tökum á að keyra bílinn minn, sem verður örugglega töluvert öðruvísi heldur en að keyra bíl ökukennarans því sá bíll er víst ekki neitt smá tæknivæddur og svo kannski með haustinu getur hún farið að spá í að fá sér bíl he he. Það yrði bara frábært hjá henni en það á bara allt eftir að koma í ljós.
Annað er það að frétta að hér eru búin að vera veikindi, ég fór eiginlega veik heim úr vinnu sl. föstudag og er bara búin að halda mig innandyra alla helgina og líka í dag með leiðindahósta, hnerra og nefrennsli, er þó miklu skárri í dag en undanfarið svo ég fer til vinnu á morgun. Tinna mín vaknaði svo í morgun með leiðindahósta og hita en eftir að hafa tekið tvær Pratabs og drukkið slatta af heitum vökva og fengið fullt af beiskum brjóstsykri er hún miklu betri, a.m.k er hitinn horfinn og hóstinn skárri. Vonandi að hún nái sér sem fyrst þar sem hún er að fara í bústað með pabba sínum á miðvikudaginn og hann má ekki við neinum sýkllum þar sem hann er alltaf í lyfjameðferðum núna. Nú annars eru allir aðrir hressir, allir komnir í páskafrí a.m.k. frá skólum, hjá Kidda er það vinnan sem tekur við og svo vinn ég vitaskuld alla páskana en skvísurnar fara sem sagt í bústað eitthvað vestur og eiga örugglega eftir að skemmta sér vel. Gott í bili.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.