13.3.2008 | 20:46
Vinna, vinna og meiri vinna.
Jæja nú ætla ég aðeins að koma með smá fréttir héðan, þannig er að ég byrjaði í starfsþjálfun á A5 þann 18 feb., ég er vitaskuld í 100% vinnu svo ég nái að klára áður en útskriftin verður en hvað haliði, ég er búin að vinna gott betur en 100% vinnu síðan ég byrjaði, þessa fáu daga sem ég er í fríi þá er hringt og ég spurð hvort ég geti ekki mætt í vinnu þar sem það vanti svo agalega á deildina og vitaskuld brenni ég af stað enda heldur maður alltaf að maður sé ómissandi en þetta er orðið svolítið erfitt, nóg er að vera í 100% vinnu en svo kemur öll þessi aukavinna líka, eins og t.d. í dag átti ég að vera í fríi, búin að ætla mér að reyna gera helst ekki neitt eða þannig, reyndar heilmikill þvottur sem hefur safnast upp og þess háttar, nema hvað að ég vaknaði nú samt snemma og skutlaði Fjólu minni í skólanna og ætlaði svo að leggja mig til 9:30, var eitthvað hálf tuskuleg og fann að ég var að byrja að fá í hálsinn líka, nema vitaskuld var hringt og ég beðin um að mæta og vitaskuld sagði ég já, hugsaði sem svo að ég hlýt að fá almennilega útborgað, en þetta var reyndar 4 aukavaktin síðan ég byrjaði og tek ég 5 aukavaktina á laugardaginn en ég á að vera í fríi um helgina en deildarstjórinn spurði hvort ég gæti ekki tekið laugardagskvöldið og ég samþykkti það, það var reyndar í gær og ég vissi ekki þá að ég þyrfti að vinna í dag en mikið hlýt ég að fá mikinn pening um næstu mánaðarmót eða þannig, ætli skatturinn hirði ekki allt saman
. Já þannig er þetta búið að vera þannig að það er hægt að reikna það út hvað ég fengið marga frídaga síðan ég byrjaði, 100% vinna þýðir 5 vaktir á viku svo eru 4 aukadagar þar fyrir utan þannig að síðan ég byrjaði hef ég unnið 24 vaktir á 25 dögum, hmmmmmm þetta er svolítið mikið er það ekki
Nú annað að frétta héðan er að hún Fjóla mín hefur verið á fullu að læra á bíl, hún er búin að taka allt bóklegt sem hún þarf að taka sem sagt Ö1 og Ö2 og bóklega prófið sem hún stóðst vitaskuld og svo var hún í tvem ökutímum í dag og fer líklegast í ökutíma á mánudaginn og svo í ökuprófið samt ekki alveg víst þar sem hún kom með þær fréttir í dag að hún skuldaði kr. 118.000 kr. (sem mér finnst svolítið mikið miðað við að hann sagði fyrir stuttu að það væri rúmar 70.000 kr. sem hún skuldaði, hún er búin að borga um 61.000 kr.) og hún þarf að vera búin að borga það fyrir næsta mánudag eða áður en hún fer í ökuprófið, sem hún vitaskuld getur engan vegin, þannig að hún ætlar að reyna að semja við hann um að fá að borga inn á hann um hver mánaðarmót þar til hún hefur borgað það upp, ef það gengur ekki þá verður hún bara að fresta prófinu þar til að hún hefur borgað þetta upp, fá þá bara æfingarakstur þangað til. En svona er þetta, Fjóla er reyndar komin í páskafrí, einn dagur eftir hjá Tinnu svo er hún komin í páskafrí og Kiddi líka, býst samt við að Kiddi reyni að vinna eitthvað og vitaskuld er ég að vinna alla páskana. Jæja læt gott heita í bili af þessu kjaftæði héðan.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.