Lítið um kennslu

Já það er lítið um kennslu þessa dagana, þannig er að kennarinn sem kennir mér hjúkrun og hjúkrun verklega er búin að vera veik sl. daga, hún mætti á mánudaginn en ekki síðan og er enn veik, var að skoða það það er svo sem ágætt en samt ekki, við verðum þá á eftir áætlun í þessum fögum.  En ágætt því í dag þarf ég þá ekki að mæta fyrr en kl. 14:15 en þá mæti ég í lyfjafræði og er að fara í próf í því, það verður eitthvað skrautlegt, ég er búin að vera lesa og lesa alla vikuna en þetta er ekkert að festast í hausnum á mér svo þetta verður nú ekkert til að hrósa sér yfir held ég einkunin sem ég fæ úr þessu en það kemur bara í ljós, svo er þetta svo mikið efni sem þarf að lesa fyrir þetta próf, eða allt um magalyfin, öndunarfæralyfin og verkjalyf, ansi mikið að mínu mati.  En að öðru leyti þá er bara allt gott að frétta héðan, allir við góða heilsu og já Fjóla mín er búin að fá vinnu, hún fór í fyrsta skipti í gær og fer aftur í dag, hún fékk vinnu á Subway í spönginni og henni finnst bara voða gaman, reyndar var hún svolítið þreytt í gærkvöldi í fótunum og svo þurfti hún að passa líka eitthvað í gærkvöldi svo hún var hálfþreytt í dag líka, ég ráðlagði henni að taka sandalana sína með sér í vinnu í dag sem hún ætlar að gera, hún verður ekki eins þreytt í fótunum í þeim, hún er voða montin, er komin með vinnuföt og allt svoleiðis.  Hún tekur strædó úr Mjóddinni upp í Spöng og það gekk bara voða vel í gær, reyndar fór hún aðeins of langt með strædó en maður lærir af mistökunum, síðan þegar hún var búin í gær labbaði hún til afa síns og ömmu og gat platað ömmu sína til að skutla sér heim.  Reynar keypti ég mér sjónvarp í gær, það gamla dó endanlega í gær og hefur jarðaförin farið fram í kyrrþey he he.  Reyndar á ég eftir að reyna stilla það nýja inn, Kiddi minn gat stillt inn stöð 1 í gær en svo á eftir að tengja þetta við digitalinn og ná inn öllum hinum stöðvunum, ég er að vonast til að Kiddi eða pabbi geti gert það fyrir mig, ég og svona tæki eigum ekki samleið.  Jæja læt gott heita í bili, ætla að reyna lesa svolítið meira fyrir prófið og svo þarf ég út um 11 leytið og svo heim aftur og lesa meira, sem sagt nóg að gera eins og alltaf bæbæ.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja thessvegna do thad thu hefur gengid fra sjonvarpinu hehe

Villi og Heidi (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband